Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 3
LRSBÖK MORGUNBLAÐSINS 371 Árið 1901 var meir en þriðjung- ur bæjarmanna í Miðbænnm (36. 4%), en þetta hlutfall lækkar stöð- ugt alt niður í tæpan % hlula (19.5%) árið 1927. Síðastliðið ár hækkar það aftur ofurlítið (upp í 19.7%). í Austurbænum var aft- nr á móti ekki nema tæpur þriðj- ungur bæjarbúa (30.3%) árið 1901, en hlutfallið hækkar stöðugt, kemst 1921 vfir helming og 1922 upp í 52.6%. Næstu þrjú ár er það' svipað, en síðan 1925 hefir það farið lækkandi og komst aft- ur niður fyrir helming (í 48.8%) árið 1928. í 'Veseurbænum var rúmle'ga hluti bæjarbúa árið 1901, en hlutfallið fór sílækkandi fram að 1922. Þá komst það niður í 15.9%. En síðan hefir það aftur farið síhækkandi og er komið upp í % hluta (19.9%) árið 1928. f úthverfunum bjuggu 7.3% af bæj- arbúum árið 1901. En þau gátu ekki fylgst með hinum öra vexti bæjarins á fyrsta áratug aldarinn- ar og 19l4 eru íbúar úthverfanna aðeins 5.9% af bæjarbúum. En á stríðsárunum fer að koma meiri vöxtur í úthverfin, þá rísa upp Pólarnir. Hlutfallið hækkar því aftur og er komið upp í 9.0% árið 1920. Síðan helst svipað hlutfall fram að 1925, eh eftir það fer það að hækka og 1928 er það komið upp í 11.6%. A þeim tæpum þrem áratugum, sem hjer um ræðir, var vöxtur bæjarins tiltölulega langmestur fyrsta áratuginn, en svipaður hina tvo, þó heldur meiri hinn síðasta. Arlegur vöxtur mannfjöldans var að meðaltali: 1901—10 6.26% 1910—20 4.30— 1920—28 4.63— En töluvert hefir vöxturinn ver- ið misjafn hin einstöku ár svo sehi sjá má á eftirfarandi yfirliti, þar sem tilgreindur er mannfjöldinn á ári hverju (í árslok) og fjölg- unin á árinu, bæði í heild og í hlut- falli við mannf jöldann : Mann- Fjölgun fjöldi alls af hndr 1901 6682 1902 7296 614 9.2 1903 7978 682 9.3 1904 8304 326 4.9 1905 8997 693 8.3 1906 9797 800 8.9 1907 10318 521 5.3 1908 11016 698 6.8 1909 11203 187 1.7 1910 11600 397 3.5 1911 12239 639 5.5 1912 12665 426 3.5 1913 13354 689 5.4 1914 13771 417 3.2 1915 14160 389 2.8 1916 14677 517 3.6 1917 15020 343 2.3 1918 15328 308 2.0 1919 16154 826- 5.4 1920 17679 1525 9.4 1921 18218 539 3.0 1922 19194 976 5.4 1923 20148 954 5.0 ^ 1924 20657 509 2.5 . ■ 1925 22022 ' 1365 6.6 1926 23190 1168 5.3 1927 24304 1114 4.8 1928 25217 913 3.8 Samkvæmt þessr i vfirliti hefir fólki fjöl gað mest i bænui n árið 1920 (um 1525 manns). Þetta mun þó vera of há tala, því að þetta ár er mannfjöldinn talinn sam- kvæmt aðalmanntalinu, en árin á undan og eftir samkvæmt bæj- armanntölunum. En bæjarmanntal- ið er sennile'ga ekki eins nákvæmt eins og aðalmapntalið og því lægra. 1920 var mannfjöldinn samkvæmt bæjarmanntalinu heldur ekki nema 17.450. Ef m'ðað er við það verður fjölgunin 1920 ekki nema 1296 eða 8.0%, en aftur á móti verður þá fjiilgunin næsta ár (1921) þeim mun meiri, 768 eða 4.4%, og virð- ast þær tölur sennilegri. Annars hefir aukningin ve'rið mest árið 1925, um 1365 manns, en tiltölu- lega mest hefir fjölgunin verið árið 1903 (9.3%). Yfirleitt hefir fjölgunin -verið tiltölulega mjög mikil á fyrri hluta fyrsta áratugs aldarinnar, einkanlega árin 1902, 1903, 1905 og 1906, en minni seinni hlutann og einkum mjög lítil 1909 og 1910. Árin 1901—10 fjölgaði íbúum Reykjavíkur alls um rúml. 4900 manns. Framundir % hlutar af þessari viðbót lenti á Austur- bænum og mest alt, í norðurhluta hans. í Austurhlíð hækkaði íbúa- talan á þe'ssu tímabili lár tæpl. 200 upp í tæp 1600. Njálsgata og innri bluti fírettisgötu byggist þá upp og einnig fjölgar mjög fólki á innri hluta Laugavegar og Hverf- ísgötu. 1910—-’14 fjölgar fólkinu um nál. 2200 manns. Meir en helm- ingurinn (um 1350) kemur' á Aust- urbæinn, þar af um 500 á Tung- una. Á stríðsárunum var fólksfjölgun in í bænum tiltölulega lítil. 1914 —17 fjölgaði fólkinu alls um 1249 manns. Þar af kom hje*rumbil helmingurinn á Austurbæinn (mest á Tunguna), eU 1/t á úthverfin, því að þá var farið að byggja Pólana í Öskjuhlið. Fyrstu árin eftir stríðið var fólksfjölgun í Reykjavík mjög mikil. Á árunum 1917—20 fjölgaði fólkinu alls um 2659 manns. Þar af koma um 1600 á Austurbæinn. Þá rís upp Ásgarður. Hælckar mannfjöldinn þar þessi ár úr 240 upp í 1079. Einnig verður þá töluverð fólksfjölgun í Austur- hlíð CBergþórugata byggist). 1921—23 lendir langmestur hluti af fólksfjölguninni enn á Austurbænum og þá einkum á Ás- garði, se'in á þessum árum tvö- fal'last, að ibúatölu. Árið 1923 kom þó töluvert af fjölguninni á Vesturbæinn, einkum Ægissíðu og Selland. Þá er farið að byggja á túnunum fyrir vestan Garðastræti og bankahúsin eru reist við Fram- nesveg. 1924 og 1925 lendir enn mest af fólksfjölguninni á Austurbæn- um, þar af mest á Ásgarði og Tungunni. 1926 kemur nærri því eins mikið af fólksfjölguninni a Vesturbæinn eins og á Austurbæinn. Aukningin e'r svi'puð í Ásgarði og Ægissíðu, því að nú fer að vaxa bygðin á túnunum (Öldugata, Bárugata). — Einnig hleypur þá mikill vöxtur í Grímsstaðaholt, og verður aukn- ingin litlu minni þar heldur en í Ásgarði og Ægissiðu. 1927 fer aukningin að verða lítil í Austurbænum, en þá e» hún langmest í Vesturbænnm, einkum Ægissíðu (Öldugata, Bárugata) og Sólvöllum. Þá verður líka mikil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.