Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 5
Háu húsin Hvar eru takmörk fyrir því hve há hús er hægt að byggfja? Eins oo' kunnugt er, eru hvergi í heimi reist hærri hús heldur en í New York. Lóðir eru þar dýrar og er því um að gera að nota þær sem best og hafa húsin sem hæst. En hve hátt má byggja hefir yerið deiluefni meðal verk- fræðinga og þó einkum nú upp á síðkastið. Hefir deilan risið út af því, að tveir kunnir verkfræð- ingar í New York, Noyce og Sehulte hafa tilkynt, að þeir ætli sjer að reisa 150 hæða hús í Brook- lyn, Duane, Worth og næstu göt- um þar hjá. Vérður þetta hin reesta stórbvgging í heimi. Hún á að verða 1600 feta há, eða þrisv- ar sinnum hærri heldur en hin fræga Woolworthbygging. Talið er að hús þetta muni bosta 75 milj. dollara. —- Verkfræðingar, sem hafa látið í Ijós álit sitt um þessa risabyggingu, segja, að enginn vandi sje að smíða 100 hæða hús, en eigi að byggja 150 hæðir, þurfi grunnflðtur að vera svo stór, að hann nái yfir tvö bæjarhverfi, eins og þau eru nú. • * Lettneskt skip fundið á mararbotni hjá Lange- land. Skipstjóri og 'stýrimaður finmast dauðir í skipinu. í þessum mánuði fanst lettneskt skip á sjávarbotni, skamt frá Langeland í Danmörku. Var það þýskt skip, sem fann það, og ljet það þegar kafara fara þangað niður til að rannsaka skipið. — Fann kafarinn í skipinu tvö lík. Var annað af skipstjóra en hitt af stýrimanni. Á höfði skipstjóra var stórt sár, en á stýrimanni stórt sár á hálsinum. Vita menn ekki fcvort hjer er heldur um glæp að ræða, eða að sprenging hefir orðið i skipinu, þvi að til hásetanna ^ffir ekkert spurst. . -------------------------- LESBÓK MOBGTJNBLAÐSTNS 373 Skcigafjörður. Höfundur kvæðis þe'ssa — Guðlaugur J. Lárusson — var 15 ára, er hann orti það. Hann dó síðastliðið vor, þá 17 ára. Skagafjörður, sólbjarta sveitin mín kæra! sonarins kveðjuljóð vil jeg þjer færa, líta í anda á alt, sem þig prýðir, alt það, sem fegurstu sveitina skrýðir. Orðin með hjáróma hrynjanda falla. Hugur minn reynir á svip þinn að kalla, en ljóðin, þau eru svo ljelegar sögur, þegar litið er á, hversu myndin er fögur. Fjölbreytt er landslagið, fljót dynja undir, fjallshringar, afdalir, rennsljettar grundir, kviksyndi, valllendi, melar og móar, mýrafen, háklettar, vatnslindir nógar. Fossamergð syngur í flugstöllum háum, fram renna lækir í straumiðum smáum. Suðrænir fuglar þar sumarsins njóta, svanirnir áfram í loftinu þjóta. Hjeraðsvötn fram eftir firðinum líða, fögur og ljómandi hjeraðið prýða. Hólminn þar innfrá og Hegranes mynda, uns við hyldýpi sævarins faðmlög þau binda. Bakkarnir sveipaðir blikandi rósum, baðast í himinsins skærustu ljósum. Bæirnir standa í brekkunum fríðum. Búsmalinn unir í grösugum hlíðum. Skín á iðgræna velli um vorlanga daga, vefur könguló net sitt í skrúðgrænum haga. Ráfa hestar og sauðfje um hlíðar og dali. Heim að stekk rekur kvíærnar ljettstígur smali. Fjallatindar und himinsins heiðbláum feldi halda vörð fyrir sveit; þegar líður að kveldi, ljúft, í þögulli hátign, þó heimurinn vaki, hnígur sólin til viðar að fjallanna baki. Hversu fagurt er ekki úr fjallshlíðum grænum fram eftir líta og niður að sænum! Sólblikur eygja á svífandi bárum, sæför þar renna und þjett knúðum árum. Strandfuglar leika í lognboða róti, lemja þar öldur á sjófægðu grjóti. Dreymandi vindarnir dreifðum í skýjum dvelja, uns birtast í stormkviðum nýjum. Lifðu vel, sveitin mín! Lánið þjer fagni. Láti þjer hamingjan alt verða að gagni,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.