Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Blaðsíða 6
374 LESBOK MORGUNBLAÐSENS Hylli þig alt það, sem efling má veita, ystu frá ströndum til fjarlægstu sveita. Lítill jeg undi við blómfaðm þinn bjarta, brennandi ást vakti það mjer í hjarta. Bernskunnar endhrskin í þjer má finna, ástmögur fegurstu draumanna minna. ----<m>—— Sundskáli Svurfdæla. Um möi'ff ár hefir Urigmenna- f jelag Svarfdæla haldið nppi sund- - kenslu af miklu kappi og áhuga, og voru þó skilyrði hvergi nærri góð, ekki um aðrar sundlaugar að ræða en kalda polla. Því var það, að árið 1025. fór fjelagið að hugsa um að koma upp hlýrri sundlaug og nota til pe'ss þá einu hitaupp- sprettu, sem finist í Svarfaðardal. Er það larig’ uppi í fjalli. Fvrst í stað vár ekki hugsað liærra eii það, að þna til þró, er Vatnið væri leitt í. Eri nú þegar, er þesS;- ari hugmynd var hreyft, bættist fjelagiriu liðstyrkur. Varð Ung- mennafjelagið „Þorsteinn Svörfuð- ur“ fyrst til þess að bjóða fram aðstoð sína, ng eins lofuðu sveitar og sýslufjelög fjárhagslegum stuðningi. Var þá horfið frá því að byggja sundþró, eri ráðist i áð reisa sundhöll. Var byrjað á því verki vorið 1928, og var sund- höllin, eða „Sundskáli Svarfdæl- inga“, opnaður til almennra af- nota á sumardaginn fyrsta 1929. Skálinn er allur úr járnbentri steinsteypu. Hann er 15.2 metrar á lengd, 8,8 metrar á breidd og vegghæð 24 metrar. Sundþróin er 13 metrar á lengd og 6.7 metr- ar á bre'idd. Þvert um skálann við porðurstafn eru svalir, og til hlið- ar, við vesturvegg, eru klefar og salerni. 1 einum klefanum eru steypiböð, bæði heit og lcöld. Eins og áður er sagt, er heita yatnið tekið í laug uppi í fjalls- hlíð. Er það leitt í gufuþrýsti- 1 pípum niður að skálanum, 550 metra veg, og er leiðslan höfð ofanjarðar og hlaðið utan að henni til þess að forðast kælingu. TJppi í lauginni er vatnið 29 stiga heitt (á Celsius), en þegar það kemur niður að lauginni er það 28 stiga heitt. í þrónni er hitinn altaf um 22—23 stig. Sundskáli þessi hefir kostað um 21 þúsund krónur. Er það nú í ráði að sund verði gert að skyldunáms- grein þegar á næsta ári við barna- skóla Svarfdælinga. Sundiþrótfin hefir ,verið Svarf- dælingum áhugamál. Meðan kent var í köldum sundlaugum voru sundnemendur * 20—40 á hverju vori, en þegar sundskálinn var kominn upp, brá svo við, að nem- endur urðu þegar á fyrsta ári 130 talsins, \ Petterson konungur. Fyrir 30 árum fórst sænskt skip hjá ströndum Nýju Guineu. Aðeins einn maður, Karl Petterson að nafni, bjargaðist í land. Þar var hann þegar umkringdur af mann- ætum, sem ætluðu að geria sjer gott af honum. En í því bar þar að dóttur höfðingjans og feldi hún ástarhug til Pettersons og fyrir fortölur hennar ljet, faðir hennar ti! leiðast að gefa honum líf. Svo giftust þau, og að höfðingjanum látnum varð Petterson konungur 3rfir mannætunum og hefir ríkt þar vel og lengi. Konu sína misti hann fyrir 20 árum. Þá fór hann ti! Spánar og náði sjer í aðra konu þar og fór með hana sem drotningu heim í ríki sitt. Nú er Petterson orðinn 65 ára að aldri og ætlar að segja af sjer konung- dómi, flytjast heim til Svíþjóðar og ej'ða þar seinustu dögum æfi sinnar. Sakramenti í 500 metra hæð. Fyrir skömmu var ein af flug- vjelum Belgian Touring Club á leið millí Antwerpen og Gent. — Flaug hún í 500 metra hæð. Far- þegar voru 10, þar á meðal ka- þólskur prestur. Alt í einu kvikn- aði í „karbuiatornum“ og þóttust þá allir vita, að sín seinasta stund væri komin og báðu farþegarnir jirestinn að veita sjer sakramenti. Hann gerði það, og er hann hafði lesið bænirnar, tök hann að þylja upp úr „De Profundis“ : „Frá djúpunum hefi jeg kallað á þig, ó, herra . . . “, en flugmaðurinn barð>- ist við að kæfa eldinn. Með snild- arlegri stjórn tókst honum að lenda og allir björguðust heilir á: húfi. En það mátti ekki tæpara standa, því að um leið og fólkið var komið út úr flugvjelinni, sprakk bensíngeymirinn með hræði legum gný. Einn af farþegunum var orðinn hvítur fyrir hærum — svo mjög hafði hin hræðilega stund tekið á hann. -----*■•*■•*--r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.