Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 3
LESBÓK M0RGUNBLAÐ8IN6 m minna, og þá ekki síst til henn- ar.móður minnar, sem sat heima o£ gladdist yfir að fá að lifa þennan stórviðburð í elli sinni. í sama bili fór jeg að hugsa um föður minn, og saknaði þess sárt, að hann skyldi ekki vera á lífi, svo að jeg gæti sagt honum frá, að jeg væri búin að fá No- belsverðlaunin. Jeg vissi, að eng- inn mundi hafa orðið eins glaður og hann. Aldrei hefi jeg þekkt neinn ma'nn, seim hefir borið aðra eins ást og lotningu fyrir skáld- um og skáldlist eins og hann. Og hvað hefði hann sagt, ef hann hefði nú heyrt, að sænski há- skólinn hefði veitt mjer hin æðstu skáldverðlaun! Það var mjög sorglegt, að jeg gat ekki sagt honum frá því. Allir, sem hafa ferðast í eim- lest í þreifandi myrkri, vita, að komið getur fyrir, að vagnarnir renni góða stund einkennilega hljótt áfram og án hristings. Alt mas og skrölt hljóðnar, og l>essi jafni hjólþytur líkist ]>ungum tilbreytingarlausum nið. I»að er eins og lestin þjóti ekki lengur áfram eftir stokkum og stein- um, heldur líði um loftið. Og í sama bili og mig fór að langa til að tala við pabba, var eins og lestin tæki flugið, hljóðlaust og átakalaust; mjer fanst ómögulegt að hún gæti enn verið á jörðinni. Og svo fór mig að dreyma: „Hver veit nema jeg aki nú til pabba gamla í himnaríki! Víst hefi jeg heyrt, að svipað hefir borið fyrir aðra; hvers vegna skyldi ]»að ekki bera fyrir mig?“ Áfram leið eimvagninn, hægt og hljóðlaust, en hvert sem hann stefndi, þá átti hann langa leið ófarna, uns hann kæmi að leiðarenda, og hugur minn varð honum hraðari. „Þegar jeg kem nú til pabba“, hugsaði jeg, ,,þá situr hann í ruggustól á svölum; garður er fyrir framan hann með ótal fuglum og mergð af blómum, sem „loga“ í sólskin- inu, og náttúrlega er pabbi að lesa í Friðþjófssögu. Og þegar pabbi sjer mig, leggur hann frá sjer bókina, ýtir gleraugunum upp á ennið, stendur upp og gengur á móti mjer. Og hann segir: „Nei, komdu sæl! Vel- komin! Ertu komin á þessar slóðir?“ og „Hvernig líður þjer.. telpa mín?“ — alveg eins og hann var vanur. T>á fyrst er hann hefir hagrætt sjer aftur í ruggustólnum, fer hann að spyrja, hvers vegna jeg sje komin til sín. „Það er þó víst ekki neitt að heima?“ spyr hann, alt í einu. „Nei, pabbi, alls ekki, alt geng- ur vel“. Og þá ætla jeg alveg að fara að segja honum stórtíðind- in, en finst svo rjettara að lúra enn dálítið á þeim. og svo kem jeg sniðhalt að þeim. „Jeg er bara komin til að biðja þig um gott ráð“, segi jeg, og er á- hyggjufull að sjá. „Jeg skal segja þjer, að jeg er orðin stór- skuldug". „Jeg er hræddur um, að þú getir ekki fengið mikla hjálp við því hjerna hjá mjer“, segir pabbi. „Það má víst segja um þennan stað, eins og gömlu herra setrin á Vermalandi, að þar örli á öllu nema peningum“. „Það eru ekki heldur pening- ar, sem jeg skulda“, segi jeg. ,.Nú, það var enn verra“, segir pabbi. „Byrjaðu nú bara á upp- hafinu, barnið gott, og segðu mjer alt af ljetta“. „Það er ekki til of mikils mælst, að þú hjálpir mjer“, segi jeg, „því að sannarlega er þín sökin frá upphafi. Manstu er þú sast við píanóið og ljekst lög Bellmans fyrir okkur börnin, og manstu, að þú Ijetst okkur lesa Lækur Tegnérs, Runebergs og TI. C. Andersens margsinnis vetur hvern? Á þann hátt komst jeg í fyrstu stórskuldina. Segðu mjer, pabbi, hvernig get jeg endurgold- ið þeim, að þeir kendu mjer að elska æfintýrin, hreystiverkin föðurlandið og mennina sjálfa.' bæði göfgi þeirra og verðleika?“ Meðan jeg segi þetta, hagræð- ir pabbi sjer í ruggustólnum, og ástúðin og gletnin ljómar í aug- unum, er hann segir: „Mjer þyk- ir vænt um, og jeg hjálpaði til að koma þjer í þá skuld *. „Já, þar kantu að hafa rjett fyrir þjer, pabbi“, segi jeg. „En enn er aðeins hálfsögð sagan. Gerðu þjer í hugarlund, hve ó- endanlega mörgum jeg skulda. Minstu allra veslings heimilis- lausu „kavaleranna",* sem í bernsku þinni óku fram og aftur um Vermaland og spiluðu ram- bus og sungu kvæði! Jeg á þeim að þakka ótal djörf æfintýri og sagnir af brellum og hótfyndni í tugatali. Og minstu allra kerl- ir.ganna, sem sátu í mosagráu hreysunum í skógarjaðrinum og sögðu frá nykrum og illvættum og bergnumdum bændadætrum. T»ær hafa kent mjer, hvernig vefja má nakin fjöll og myrka skóga í skáldaskrúð. — Og settu þjer fyrir hugarsjónir, pabbi, alla fölu og inneygu munkana og nunnurnar, sem hafa byrgt sig í skuggalegum klaustrum og sjeð sýnir og heyrtf annarlegar radd- ir! Jeg skulda þeim margan dýr- grip, sem þau höfðu safnað í helgisagnasjóð sinn. Og minstu Dalabændanna, sem fóru til Je- rúsalem! Er jeg ekki í þakk- arskuld við þá, fyrir að þeir unnu afrek, sem jeg gat skrifað um? Og jeg er ekki bara skuld- ug mönnum, pabbi, heldur og allri náttúrunni. Dýr merkur- innar, fuglar himinsins, trje og blóm — öll hafa þau trúað mjer fyrir einhverju leyndarmáli“. Pabbi kinkar bara kolli og bros ir, meðan jeg segi alt þetta, og er ekki vitund áhyggjufullur að sjá. „Þú sjerð þó, pabbi, að þetta er erfið skuld fyrir mig. Enginn á jarðríki veit, hvernig jeg get borgað hana. Jeg hjelt, að þið vissuð það hjer uppi á himnum“. — „Já, það vitum við nú að vísu“, segir pabbi, og lætur sjer ekkert í augum vaxa, fremur en hann var vanur. „Það fást sjálfsagt ráð við áhyggjum þín- um. Vertu ekki kvíðin, barn!“ „Já, en það er ekki þar með búið, pabbi,“ segi jeg. „Jeg er einnig skuldug öllum þeim, sem hafa lagt rækt við móðurmálið, sem hafa hamrað og sorfið orð- tækin, og kent mjer að nota þau. Og skulda jeg ekki öllum þeim, * Þ. e. æfintýramenn; foringi þeirra var presturinn Gösta Ber- ling. Þýð,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.