Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 7
LESfcÓK MOltQtTNMiADSÖíS 327 hafsins og eftir rúmar 20 stundir erum við aftur á Reykjavíkurhöfn. Yið ætlum ekki að dvelja lengi, 4—ý stundir, tökum kol og fækk- u m mönnum; ætlum að vera aðeins 12 „dekkmenn". Þegar fer að líða að sigliugartímanum, lötrum við niður að sjó, efalaust misjafnlega ánægðir, en „kaldir og ákveðnir" að gera skyldu okkar. Það er svo ólíkt notalegri hugsun, að mega dveljast um tíma á heimilinu sínu um*jólin, en að fara nú að þreyta kapp við höíuðskepnurnar í harna- gangi sínum. Á hinum ákveðna tíma er haldið út úr höfninni, eftir að alt hefir ver ir rambyggilega útbúið á sldpinu. Það er lialdið suður fyrir land, á fullri ferð, því að nú á að flýta sjer að koma með íiskinn sem nýjastan á markaðinn, en þegar suður fyrir Reykjanes kemur, segja höfuðskepnurnar annað. Þær fær- ast í aukana og gera okkur ó- kleift að sigla nema liæga ferð, senda hverja ölduna af annari yfir skipið, svo að ilt er að verja það á- fölium, og gera hýbýli okkar óvist- leg af sjó sem skolast hefir niður. Þannig þreytum við kappleikinn rúman sólarhring, þá fer veðrið að lægja. Haldið er þá á fullri ferð, og ber ekki neitt til tíðinda; við stöndum vörðinn til skiftis; sofum, spilum, lesum eða tölum sanittn þess á milli, og eftir ó sólar- hringa höfum við siglt um 1000 sjómílur og erum komnir til Hull. Þar tekur leiðsögumaðurinn á móti skipinu og færir það inn í kví. Þegar skipið er fast, búum við okkur snyrtilega, því að við erum ísl. sjómenn og höldum á land að hitta kunningjana, þar á meðal ef til vill enska bjórinn. Við ætlum að reyna að- skemta okkur eftir bestu föngum eftir sjóvolkið. — Þegar við höfum dvalist um tíma í laudi lítum við niður á markað- inu; þar er fiskurinn kominn á laud í ótal box, sem rúma 200 ensk þund. Salan gengur vel og við erum glaðir og reifir; eftir rúman sólarkring liöldtim við úr höfn í Englandi, svo sem leið ligg- ur til íslands og eftir rúma 4 sólarhringa stígum við á land í Reykjavik, fullir heimþrár; þ\-í að ..eiakum keirna! allra best er lioima, heima!“ þurfum við allir að geta sagt, því betia heimili sem sjómaðurinn á, því styrkari fer hann aftur á stað í baráttuna á hafinu. — Á líntiveiðurunum eru engin vökulög. Hásetar verða að halda vörð í höfn og taka á móti beitu og koma henni fyrir í frystikassa, sem venjulega er aftur á þilfari. Framan af vetri er línan lögð • fyrri hluta nætur, en þó á nokkuð misjöfnum tíma, eftir ástæðum. Mest er notuð 5—6 pd. líua. Milli öngla er venjulega haft Ö2—60 þumlungar og eru þá ekki lagðar nema 70—80 lóðir, en bætt við eftir því, sem daginn lengir. Ein lóð er 100 önglar, sum skip hafa 120. — Fátítt. er að farið sje að draga línuna fyr en orðið er það bjart, að sjáist til næstu dufla ef lóðarás- inn slitnar, sem oft kemur fyrir í vondum veðrum.og sjógangi. Á milli bóla eru 6—8 lóðir, i.jós- dul'l er haft á þeim enda, sem legið er við og flaggstöng á öðru livoru bili. Meðan línan er dregin, er skip- stjóri eða stýrimaður í brvinni og einn liáseta við stýrið; einn dregur línuna á þar til gerðri vindu sem stendur aftan við reiðann, stjórn- borðsmegiu; annar innbyrðir fisk- inn með krók, sem festur er á þó m. trjeskaft ber í hann — einu hálssker flskinn og kemur honum íyrir í kassa og einn dreg- ur bólfærið og „gei’ir það upp“, en hinir allir ganga í að greiða línuna og bæta á liana önglum sem slitnað hafa og heugja liana í trje -— lóðarstokk — það er kall- að að stokka upp lóðina. Þetta gengur vanalega jöfnum liöndum og dregið er. Þegar búið er að draga, er „gert að“ og síðan beitt, að því er verið ca. 2 st. Þá er oftast nær kominn tími til að leggja aftur, og þá kemur hvíldin mcðau lóðiu liggur. Lesari minu! Þá er veiðiförin á enda, en þú ætlar ekki aftur. Hvernig skilningur þinn á sjó- manninum og lífi hans er, eftir ferðalagið, veit jeg ekki, ef til vill er það þaunig: Hann er yfirleitt ötull, trúr og metnaðargjarn; glaður, á sjónum, og opinskár, óvæginn og á ilt með að vægja, en er sáttgjarn og li.jálp- saiuur; kaldur liið ytra en þó ör í lund. Ekki er liann fjelagslyud- ur, en lægnari að koma „ár sinnj fyrir borð“, ekki ejns sekur af slarkinu eins og af er látið; hefir ekki skapgerð til að dansa eins á bak við tjöldin eins og sumar stjettirnar, sem „heflaðri“ eru taldar. Þetta er eftir minni reynslu og skilningi að vera „eins og sjó- ari“, eins og sannur íslenskur sjó- maður. — Maguús L^niböou.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.