Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1930, Blaðsíða 5
LKSBÓK MORGUNBLADSINS SJÓMANNALÍF I. Eins og Jeg var að koma úr veiðiför og var á heimleiS eftir eiuni af fjöl- förnustu götum borgarinnar. Fyrir framan hús eitt myndarlegt voru 2 börn, piltur og stúlka, að leika sjer. — Jeg sá brátt nð það var gáski mikill í drengnum, og heyri að telpan hrópar, á Reykjavíkurmáli: „Oji, Bjössit En hvað þú ert dónsk- ur, þú ert alveg eins og sjóari“. •Jeg gat ekki varist þess, að þessi orð stungu mig. Mjer fanst jeg finna þar á bak við annað og meira en bergmál liðins tíma. Það er komið fram á 20. öldina og enn ríkir vanþekking og mis- skilningur á öðrum elsta atvinnu- vegi þjóðarinnar, en hann er að stimu leyti afsakanlegur. Sjómað- urinn er, að nokkru leyti útlagi, sem heyir lífsbaráttu sína, ef segja mætti, utan við mannfjelagið. Orustuvöllur hans er hafið, ým- 'St Ofið og ólgandi ,eða skínandi bjart og sljett. Það ruggar honum stundum svo ösvikið, að beinhrot og dauði hljótast af, eða þá svo dúnmjúkt, að engu er líkara en að það sje að biðja fyrirgefningar á Jiamaganginum. Þarna er það, sem sjómennirnir starfa, með liafið undir fótum, og himininn höfði ofar, en misjafnan skilning mann- anna að baki sjer. — Morgunblaðið hefir sýnt þá rjett- sýni, að vilja bæta úr þessu, og vil jeg eftir mætti reyna að vera því hjálplegur. Veiðiför. Lesari minn! Við skulum bregða okkur í eina veiðiför. Kærðu þig kollóttan um sjóveiki eða vankunn- áttu. Þú ert áhorfandi. Það er skammdegi. Nóttin griif- ir þögul og dimm yfir hauðri og hafi. Það er mikið frost og sterkur vindurinn lætur ískaldar snjó- flyksurnar dynja á öllu sem fyrir veVður. Um átta leytið kveðjum við vini okkar, ef til vill i síðasta sínn og sj óci ri. höldum sem leið liggur niður að sjó. Þar bíður togarinn. Hann liggur við festar sem ýmist eru úr stálvír eða strákaðli. Skipið berst við garðinn, en sakar ekki r eitt; því að milli þess og bryggj- ’uinar er „fríholt“. Það er búið að ferma skipið með -!,'>()—500 tunnum af salti og ea. 1J0 smál. af kolum. Við lítum yfir þilfarið. Þar ægir öllu saman. Neðst er salt úrgang- ur, sem komið hefir úr fiskinum sem verið var að fleygja í land. Þar eru einnig nokkrar kaðlarúll- ur, mismunandi stórar, þær digr- ustu eru . ætlaðar • í höfuðlínu og „rópa“. Þar eru enskar nautshúðir, sem festar eru utan á vörpupokann, til að verja liann sliti; flatningsborð, vörputvinni. Margir plankar 3ja þuml. þykkir og 6—8 þ. breiðir; úr þeim eru gerð ýmis hólf á þilfarið, í þau er fiskurinn látinn, meðan á aðgerð- inni stendur, en þannig liggur nú þetta ekki lengi, því að komið hef- ir skipun um að útbúa skipið til siglingar, gera ,,sjóklárt“. Það er þegar byrjað á vinnunni; öllum þessum útbúnaði komið á sinn stað, sjerhver hlutur þarf að vera í skorðum, annars er hann í hættu fyrir sjógangi. Eftir nokk- urn tíma er skipið útbúið til sigl- ingar; skipstj. kominn í ,,hólinn“ á stjórnpallinn og kallar að leysa landfestar. Þegar út úr höfninni kemur, er skipinu stýrt norður Engeyjar- sund og síðan tekin stefna fyrir Snæfellsjökul, því að ferðinni er heitið vesttir á Halamið. Nú er settur vörður — vakt, 3—4 menn, einn þeirra er formað- ur flokksins, venjul. maður með stýrimannsprófi. Hann stendur við gluggann og segir til hvað skipum og öldunum líður, ef hafrót er. Hinir stýra til skiftis. Oft kemur það fyrir að alda ríður yfir skipið og brýtur eift og annað á því, stundum stýrishúsið; getur það valdið meiðslum á mönnnm þeim, sem þar eru. Eftir 23 stunda sigl- irgu erum við komnir á ,,H.ilann“. Skipstjóri kallar þá, að mæla dýp- ið; til þess er höfð dálítil vinda, a henni er 150 f. langur vír, með 15 p. blýlóði á enda. Hann leikur á dálitlu hjóli og er rent út af borðstokknum á móti vindi. Þegar skipstj. hefir fundið dýp- ið, sem hann ætlar að toga á, segj- uni ÍK)—120 f. kallar liann að kasta vorpunni. Þú liefir tekið effir vörpuhler- unum sem hanga í járngálga, aftan og’ framan á báðum hliðum skips- ins. Efri hluti vörpuopsins heitir höfuðlína; henni er fest við efri brún hlerans; neðri línan lieitir fótreipi, á það eru dregnar 90—100 trjevöltur, stórar og smáar. Vind- an lyftir þeim og vörpunni fit fj’rir borðstokkinn, að því búnu eru hlerarnir látnir síga í sjóinn, og lianga þeir þá í vörpuvírnum sem þilfarsvindan rennir af sjer, með fullri ferð skipsins. Það er kallað að slaka út; iit er rent þreföldum vír á við það sem dýpið mældist. Þá fara hásetar að útbúa sig til að taka á móti aflanum. Eftir ca. 40—60 mín. kallar skipstj. að taka inn vörpuna; vindan er þá sett í gang. Hún vindur vírinn stöðugt inn á sig þar til hlerarnir skella í gálganum. Þá eru róparnir leyst- ir úr þeim og vindan látin vinda þá inn, en í þeim hangir fótreipið; sje mikill fiskur í vörpunHÍ kemur pokahnúturimi upp úr sjó á undan lilerunum. Það er fyrirboði þess, að mikið sje í vörpunni. Mest veit jeg til þess að fengist bafi 18 pokar í einu, eftir 15—20 mín. tog. Það var austur á Selvogsbanka, austur við hraun. Um pokann neð- arlega leikur vírhringur, í hann er talíunni krækt eftir að pokinn hef- ir verið dreginn, með „gilsunum“ að skipshlið, eftir það lyftir vindan pokanum inn yfir borðstokkinn; neðra op pokans er reyrt saman með mjóum kaðli og á hann settur sjerstakur hnútur, sem nefndur er pokahnútur. Þegar jiokamaðurinn hefir leyst hann, opnast pokinn og vir honum renna ca. 300 fiskar inn á þiljur. Þá fara sujnir „karlanna" að bAls-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.