Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Blaðsíða 1
Steingrímur Thorsteinsson Steingríraur Thorsteinsson (Mynd þessi er tekin eftir mynd er Sigurður Guðmundsson málari gerði af Steingrími, þegar hann var um þrítugt. Málverkið er nú eign Steinunnar, dóttur skáldsins). Aldarminning. Útvarpsræða 19. maí 1931 eftir M Þorstein Gíslason, ritstj. Steingrímur Thorsteinsson skáld á 100 ára afmæli í dag. Hann dó fyrir tæpum 18 árum, 21. ágúst 1913, liölega 82 ára gamall. Fædd- ur var hann á Stapa á Snæfells- nesi, sem þá var amtmannssetur VestfirSinga, og var í háðar ættir af ágætu fólki kominn. FaSir hans, Bjarni amtmaður Thorsteirisson, var fyrir margra hluta sakir einn hinn merkasti maður hjer á landi á sinni tíð, en móðir han.s var Þórunn dóttir Hannesar biskups í'linnssonar. Hefir Steingrímur án efa fengið besta uppeldi. Hann út- skrifaðist úr Latínuskólanum tví- tugur, vorið 1851, „pereats“-árið, og var talinn einn af forsprökkun- um í mótblæstrinum gegn Svein- birni rektor Egilssyni, svo að til orða kom, að honum yrði af þeim sökum hrundið frá prófi, en svo varð þó ekki. Að stúdentsprófinu loknu fór hann til háskólans í Kaupmannahöfn, og dvaldi síðan í Danmörku samfleytt í rúm 20 ár, án þess að koma heim til Is- lands allan þann tíma. Á þeim ár- um fékkst hann við ritstörf og kenslu í Kaupmannahöfn, og eftir 12 ára veru þar, tók hann 1863 kennarapróf í grísku og latínu. Nokkur ár var hann. styrkþegi við Árna-Magnússonar safnið. Ilingað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.