Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1931, Page 5
LESBÓK 1Í0RGUNBLAÐ8INS
167
Jörnndsson frá Hrísey, sonur hins
alkunna „hákarla-Jörundar“, eins
■og hann var venjulega kallaður.
En skipshöfnin var nær eingöngu
ungir og framgjarnir menn, sem
ljetu sjer ekkert fyrir brjósti
brenna, og hikuðu ekki við að
leggja út í ófæru.
Nú var ákveðið að sigla til
Eyjafjarðar; „Erik“ fór þá á
seglum því að ekki var nein vjel
í hónum. Var þá norðaustan drif,
rnikil alda og kafþoka.
Er við höfðum skamt siglt, rák-
umst við á dauðan hval á reki.
Hann var 40 álna langur og digur
ao því skapi. Vildu nú allir ólmir
ná í hvalinn, og þar sem ungir og
framgjarnir inenn eru saman
komnir gætir að jafnaði lítt for-
sjálni, því að áhuginn ber hana
ofurliði. Svo fór líjer. Vjer rukum
í það að setja skipsbátinn á flot,
en veður og sjór var svo, að slíkt
mundi talin fífldirfska nú á dög-
um. Þrátt fyrir alt heppnaðist
oss þó að koma bátnum óbrotnum
fyrir borð og komast í hann. —
Rerum vjer nú að hvalnum og eft-
ir mikið erfiði og lífshættu tókst
oss að vefja járnfestum um sporð-
inn á honum. Við þær bundum
vjer 100 faðma langan kaðal og
rerum síðan að ,,Erik“ aftur. —
Tókst oss að komast þar slysalaust
um borð, draga bátinn upp á þilj-
ur og festa kaðlinum, svo að örugt
þótti. Voru þá segl undin upp og
stefnt vestur flóann, með hval-
inn í eftirdragi. Var hann nokkuð
þungur og gekk því ekki mikið
þótt byr væri nógur í byrjun.
Ljet báturinn illa að stjórn og
reyndi stórum á hann. Ut af Mán-
aréyjum fengum vjer stórt áfall
og hjeldu þá flestir að öllu væri
lokið, „Erik“ mundi sökkva þar
og taka óss alla með sjer í hina
votu gröf. Þá vildu sumir að
höggvið væri á kaðalinn sem hjelt
hvalnum, en aðrir voru á móti
því — vildu fram í rauðan dauð-
ann halda í hvalinn — og þeir
rjeðu. En það var guðs mildi að
vjer skyldum ekki allir farast
þama.
Mörg önnur áföll fengum vjer
áður en vjer næðum Eyjafirði, en
ekkert jafn hart og þetta. Á efitr
sáum vjer líka, að vjer höfðum
farið klaufalega að ráði okkar,
ekki haft nógu langan tauminn á
hvalnum; reyndi því meira á bát-
inn er þörf var á, og það verð jeg
að segja, að það áttum vjer
drifinu að þakka, þótt það á hinn
bóginn væri ægilegt, að vjer náð-
um Eyjafirði.
Nú er skamt eftir af þessari
sögu. Þegar vjer komum inn í
Eyjafjörð tók að lægja, og er vjer
komum að Hrólfsskeri var byrinn
þrotinn og komumst ekki lengra.
En þá voru fengnir margir ára-
bátar til þess að taka við hvalnum
og reru þeir hann inn til Syðsta-
bæjar í Hrísey. Þar var hvalurinn
skorinn. Fengurinn var minni en
vjer hugðum, því að spikið á
honum var orðið skemt, en rengi
og þvesti var þó óskemt.
Þetta er aðeins ein af þúsundum
sagna úr sjómannalífi Islendinga.
Hún rifjaðist alt í einu upp fyrir
mjer þegar jeg gekk hjerna niður
á hafnarbakkann og ætlaði að
virða fyrir mjer útsýnið og horfa
á sjóinn — og sá þá bát, sem
jeg þóttist kannast við. Jeg stakk
við fótum, horfði lengi á hann, og
spurði svo mann, sem fram hjá
gekk hvaða bátur þetta væri. —
„Erik, vjelbátur frá Akureyri“,
sagði hann. 0g í sömu andrá rifj-
aðist það upp fyrir mjer þegar jeg
var fyrir 30 árum á þessum sama
báti og vjer fundum stóra hval-
inn út af Oxarfirði og höfðum
nærri að drepa oss alla fyrir hann.
— Jeg hefi verið vön því að
fara altaf á afmælisdegi mannsins
míns sálaða með blóm út á leiði
hans, en síðan að jeg varð svona
feit, þá hefi jeg látið það duga
að hafa baunir á afmælisdaginn
lians, því að honum þótti baunir
allra mata bestur.
Ljúfi líkncirandi.
Ljúfi líknarandi.
Lát mig skynja og heyra,
brimhljóð þinna boða,
bergmál þitt í feyra.
Haltu mjer í hendi,
hreyfðu tungu mína,
blessaðu orð og athöfn,
auk mjer miskunn þína.
Brýtur brim við hjarta,
brotsjór vona minna.
Vanrækt orð og athöfn
á mig kalla og minna.
Ekkert markvert unnið,
afar mörgu glatað.
í mannfjelagsins myrkri
margoft ekki ratað.
)
Hvað er lífsins löngun?
Ljósþrá eftir degi,
leit að leiðarmerki,
er lýsi alla vegi.
Þrá að eilíft alvit
á vor hjörtu skrifi,
að sannleikurinn sigri
og sálir vorar lifi.
/
Dreg jeg út á djúpið,
Dauðinn er í stafni.
Hjálp í heljarstríði
heim í Drottins nafni!
Veikan bát minn brjóta
boðar út á hafi.
Vægðu, hlífðu voða,
vertu friðargjafi!
V
Sól er sátt við báru,
sveipar hana armi;
brimhörð geislann brýtur,
blika tár á hvarmi.
Sendu, sálna faðir,
sáttageisla niður!
Bylg.ja á hugans hafi,
hrópar nú, og biður.
Leita jeg og leita,
langar til að finna,
hlýrri hugarbylgjur,
sem hærra og stærra inna,
Veit mjer dýrðar Drottinn,
dagvitund í sinni
að þig í einu og öllu,
alla tíma finni.
Elín Sigurðardóttir.