Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 2
162
IjESBÖK mojrö unbuaðsjlns
Rústir sameigTiarbygðarinnar.
vitni um dugnað og kunnáttu
landnemanna. Ein af þeim var
skólinn, önnur sjúkrahús, hin
þriðja var íbúðarhús. Veggirnir
eru nr bláu grjóti. hjer um bil 2
fet á þykt. Þökin voru ýmist þak-
in trjespæni að þýskum sið eða
bárujárni. som gert var þar í hjer-
•aðinu og var þrefalt þvkkra en nú
gerist.
Enn sjer fyrir veggjum margra
annara lnisa, meðal annara kirkj-
unnar, sem var vígð 1854. Má enn
sjá móta fyrir hleðslunni í gras-
lendinu. Tvö fögur espitrje standa
enn hjá sjúkrahúsinu, og dálítill
trjálundur skyggir enn yfir gamla
kirkjugarðinn.
í miðju þorpinu má enn sjá
•gamla brunninn þorpsbúanna. —
Hann var fullur af tæru, ágætu
vatni. þegar jeg fór þar um í eóv-
ember í fyrra. Vatnið hatði verið
undið upp í fötu með brunnvindu,
•og vafðist festin eða taugin utan
nm sívalning úr trje.
Fyrstu árin gekk alt vel fyrir
þessum landnemum. Þeir unnu ó-
sleitilega, meðan verið A’ar að
koma upp nauðsynlegum húsum.
Auk húsa þeirra og bvgginga, sem
áður er getið. var bygður nllar-
skáli. sameignareldhús og mat-
stofa o. fl. Þegar byggingunum
var lokið gerðist þess ekki mikil
nauðsyn, að leggja mikið að sjer.
Kindumar gengu úti alt árið, og
aðeins unt rúningartímann urðu
menn að leggja á sig fullkomna
vinnn í nokkrar vikur.
Kjöt var nóg að borða. Kart-
öflur og grænmeti þrifust ágæt-
lega. Sínar litlu nauðsynjar gátu
landnemamir keypt fyrir ull. —
Nokkurt fje fengu þeir og fyrir
kynbótakindur. sem þeir seldu ná-
grönnum sínnm við og við. því
fáir hirtu um að ala npp gott
fjárkyn á þeim dögum.
Bygð þessari, sem nefnd var
Hermhut, farnaðist vel í byrjun
og margt bar þar til skrítið og
skemtilegt. — Umrenningar og
flökkumenn vora þar ætíð vel-
komnir, og máttu dvelja svo lengi
sem þá lysti. Þó fór það svo, eftir
nokkur ár, að j'msum þorpsbúum
tók að leiðast þetta líf. Þeir vökn-
uðu og upp við vondan draum, er
þeir komust að því eitt sinn, að
Kruinnow hafði keypt alla eign-
ina undir sínu nafni, þó borguð
væri hún úr sameiginlegum sjóði.
j jarðaskránni var hún talin eign
Krumnows eins. Svo er sagt, að
liann hafi lokað sig inni í húsi
sínu í '■> daga eftir að jietta komst
upp, enda hafi það ekki verið ráð-
legt fyrir hann að yfirgefa það.
Eigi að síður leið það ekki á
löngu, áður en hann náði aftur
áliti sínu og valdi hjá fólkinu. —
Hann stýrði því eftir sem áður, og
rjeði einn öliu bæði í veraldlegum
og andlegum efnum. 1 raun og
veru hafði liann til að sýna mikla
grimd við börn, og það fyrir smá-
yfirsjónir. Hann lokaði þau inni
í kirkjunni dögum saman, þangað
til þau voru næstum því dauð úr
lningri.
Það fór nú svo, að hjá ungu
kynslóðinni, sem óx upp í Herrn-
liut án þess að sjá neinar framfar-
ir, fór að bera á sívaxandi ókyrð
og óánægju. Menn urðu leiðir á að
vinna án þess að fá neitt kaup.
svo hver á eftir öðrum yfirgaf
Herrnhut og leituðu sjer atvinnu
í nágrenninu. Á þennan hátt fækk-
aði íbúunum smám saman, og um
1865 stóðu flest hús í þorpinu auð.
En þá lifnaði alt í einu á ný
yfir bygðinni. og íbiiunum f.jölg-
aði aftur svo, að aldrei höfðu þeir
fleiri verið meðan alt gekk sem
best.
Árið 1875 var önnur þýsk sam-
eignarmannabygð stofnuð í norð-
austurhluta l'ietoria, nálægt Ben-
aila. í henni voru um 60 menn og
voru þeir nýkomnir frá Schlesíu í
Þýskalandi. Foringi þeirra vai’
kona að nafni Maria Heller. Hún
kvaðst vera forvitri og virtist hafa
spáð því meðal annars, að hún
myndi fæða þá tvo votta, sem
talað er um í opinberunarbókinni
kap. IX., 3), og ríkja með þeim
yfir jiii’ðinni.
En bygðin lenti bráðiega í mestu
vandræðum. Það gaus upp hættu-
Jegur faraldur (sennilega skyrbjúg
ur), svo að ein eða tvær fjölskyld-
ur urðu aldauða. Krumnow sá þá
leik á borði. Hann fór til nýju
bygðarinnar hjá Benalla og bauð
Maríu Heller og fólki hennar, að
flytja til Ferrnhut og setjast að í
auðu liúsunum. Þeir fjellust á
þetta og flut.tust þangað árið 1876.
Það leið þó ekki á löngu, áður
deilur og ósamlyndi gerðu vart við
sig. Bæði Krumnow og Maria Hell-
er vildu öllu ráða í bygðinni .Varð
]>að að lokum úr, að Maria Heller
f’.uttist burt úr Herrnhut með
fólki sínu, í árslok 1876, og settlst
það að í söfnuði Lútherstrúar-
manna þar ; nágrenninu.
Herrnhutbygðin stóð enn í nokk
ur ár. í raun og veru leið hún
ekki undir lok fyr en Krumnow,
landnámsmaður, dó í okt. 1880. En
þá voru aðeins átta sálir eftir, sem
trúðu honnm og treystu til dauða-
dags. Einn af bestu vinum hans
og trúustu fylgismönnum, Hilde-
brandt að nafni, hjelt ræðu við
gröf hans. Hann hrósaði honum að
vísu og kvað Kr. hafa verið mesta
guðsmann. kannaðist þó við að
breyskur hefði hann verið, en af-
sakaði það með því, að allir menn
væru breyskir. Krumnow virðist
hafa verið djarftækur til kvenna
og nokkuð drykkfeldur.