Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 3
IjESBOK MORGUNBJLAÐBINS Hildebrandt fluttist aftur til Þýskalands. Hermhutbygðin var sokkin í skuldir og var seld á upp- boði. Þeir, sem keyptu húsin, rifu flest þeirra niður og fluttu bygg- ingaefnin burtu. Kirkjuna bygði þó E. Hof, bóndi, á ný, og notaði hana sem fjós og hlöðu á bæ sín- um. Kirkjuhurðin er enn notuð í húsinu og á efsta spjaldi hennar, þó skemt sje, má enn sjá ártalið 1854 og stafina tí. H. (tíemeinde Herrnhut).1) Svo ófrægilega endaði þá þessi eftirtektarverða tilraun til þjóðfje lcgsbóta. Hún stóð um 30 ár. Það var trúarhrifning, þó óljósar og bamalegar væra kenningarnar, sem hjelt söfnuðinum mest og best saman öll þessi ár. Enn eru menn á lífi, sem halda minningu Krum nows í heiðri. Hvað fjármál og alla afkomu bygðarinnar snertir, þá verður ekki annað sagt, en að þessi til- raun til að stofna sameignarbygð hafi algerlega mistekist. Eftirmáli. Höfundur greinar þessarar, próf. Lodewyckx frá Melboume, hefir dvalið hjer um tíma við ís- ltnskunám. Það er sjaldgæft, að menn fari „hálfan hnöttinn kring“ til þess að heimsækja okkur, svo jeg geri ráð fyrir, að Mgbl. vilji vita nokkur deili á þessum gesti. Það hefir margt drifið á dagana fyrir honum. Hann er fæddur í Belgíu, flæmska hlutanum, og lærði germönsk fræði á háskólan- um í Gent. Komst hann brátt í svo mikið álit, að honum var trúað fyrir ritstjórnarstarfi með 3 öðr- um vísindamönnum við samningu stórrar hollenskrar orðabókar, en slíkt er ekki öðram hent en úr- valsmönnum. Síðar var homnn boðin staða við lærðan skóla í Suð ur-Afríku, skamt frá Cap borginni Hann kendi þar frakknesku og þýsku. Þaðan fluttist hann til Kongonýlendunnar í Afríku. Var hann fenginn þangað til þess að vera ráðanautur belgisku stjómar- innar um landnám í Kongonýlend- unni. Sýnir það út af fyrir sig, hve mikils trausts hann hefir notið sem hagsýnn og áreiðanlegur mað- J) Herrnhut söfnuður. ur. — Kona hans og böm þoldu ekki loftslagið í Kongo. Eftir 3 ára dvöl varð hann að senda þau til Evrópu og fengu þau þá fulla heilsu. Tókst hann síðan ferð á hendur til að heimsækja þau og ætlaði fyrst til Ameríku. Þetta var árið 1914. Á leiðinni kom hann við í Astralíu en þá skall ó- friðurinn mikli á, svo hann misti atvinnu sína og komst ekki lengra. Þá vildi honum það til, að há- skólinn í Melboume bauð honum kennarastöðu (lektor) og gerði hann síðar að prófessor. Hefir liann síðan dvalið þar. Um starf próf. Lodewyckx við Melboumeháskólann farast dr. Carl Schneider þannig orð: „Þótt próf. L. sje ekki Þjóðverji, þá hef- ir honum tekist að ryðja hvers- konar þýskri menningu braut við háskólann, þrátt fyrir allar torfær- ui. Með mikilli ánægju hlustaði jeg á íyrirlestra hans um mið.- háþýsku og þýska bókmentasögu. V'ar það auðsætt að hjer talaði maður, sem ekki aðeins var há- lærður í þessum fræðum, heldur liafði lifað sig inn í þýska menn- ingu og unni henni af öllu hjarta. Vljer er það einnig sönn ánægja, að Jiugsa um kvöldin í „þýska lestr arfjelaginu fyrir háskólamenn", scm próf. Lodewyckx hefir stofn- að og smám saman hefir orðið að sjerstakri menningarstöð í Mel- boume“-------- Þá má geta þess, að hann hefir, meðal annars rannsakað vandlega landnám og líf Þjóðverja í Astra- líu og ferðast víðsvegar um landið til þess að kynna sjer alt þetta sem best. Hefir hann samið mikið rit nm það efni. Próf. Lodewyckx er kominn hingað úr glæsilegri stórborg, en cr j>ó svo yfirlætislaus og slciln- ingsgóður á alt það smáa, sem hje,- er að sjá. að ætla mætt. að harm væri „einn af oss“. Þegar útlendinga ber að garði, kvíði jeg ætíð fyrir að sýna þeim fátæklega háskólann okkar. Próf. L. er þar daglegur gestur. Eitt sinn sagði hann við mig: „Það þarfasta, sem íslendingar hafa tek ið sjer fyrir hendur, er stofnun háskólans!“ G. H. 163’ Frægur flugmaður. Frank Hawks heitir amerískur flugmaður sem frægur er orðinn fyrir listflug og hraðflug. Hann hefir að undan- förnu verið í Evrópu og sýnt þar listir sínar og fyrir skemstu setti liann met í hraðflugi milli London og Róm. Honum hefir verið gefið gælunafnið: „Hin lifandi fallbyssu kúla“. Hawks kapteinn er einhver vin- sælasti flugmaður Ameríkumanna og á ótal met í hraðflugi. Hann á (. d. hraðmet í flugi þvert yfir meginland Ameríku frá austri til vesturs og frá vestri til austurs. Skömrnu eftir að hann kom til Evrópu flaug hann frá London til Berlín á 178 mínútum, eða tæpum •'! stundum. I:ni leið og hann lagði á stað frá London var sent skeyti til Berlín um að hann væri vænt- anlegur þangað. Skeytið kom ti; Berlín hálfri stundu á eftir honum. Plugvjelin, sem hann notar heit- ir „Texaeo 13“. Er það eins manns „Travel Air“-flugvjel með Wright Whirlwind hreyfli, og getur flosið 350 km. á klukkustund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.