Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 4
164 LESBOK MOHOUNBLAÐ8IN8 O. Johnson Þorláku r kaupmaður. Eftir Dan. Daníelsson. Árið 1854 var verslun gefin lijer frjáls við allar þjóðir, en langur tími mun hafa liðið þar til álirifa þess færi til muna að verða hjer vart, sennilega lítið fyr en eftir þjóðhátíðarárið 1874, en eftir það hjelst þó einokunar- snið á ýmissum verslunum hjer. Yerra var þó það ástand í kaup- túnum úti um landið, nema þar sem kaupfjelög eða pöntunarfjelög höfðu risið upp. Þar sáu kaup- irennirnir sitt óvænna og nauð- ugir viljugir urðu þeir að breyta til með vöruverð. —- Jafnhliða því voru þeir og neyddir til að sýna viðskiftamönnum sínum meiri lipurð, en áður hafði átt sjer stað, ef þeir áttu að geta lialdið viðskiftum áfram. Fyrir rúmri hálfri öld stofnsetti Þorlákur O. Johnson hjer verslun í hinum svo kölluðu Robbshúsum. Um það hafa blöð og tímarit vor verið full þagmælsk, og er það þó á margra manna vitorði, að hann gerbreytti hjer útlendu vöru- verði til hins betra, um leið og hann einnig kom á betra skipulagi, á ýmsu er að verslunarstörfum laut. Hann hafði dvalið mörg ár við verslunarstörf í Englandi, og sneið því verslun sína eftir enskri fyrir- niynd. T. d. var hann fyrstur af kaupmönnum hjer, sem auglýsti vörur sínar í blöðunum, og einnig auglýsti hann með lausa auglýs- ingum, og sumar af auglýsingum hans voru í söguformi svo sem: Mínir vinir, Brúðkaupið á Sóleyj- arbakka o. fl. Hann var bráðgáfaður, mikill fjör og gleðimaður, og var því ljett um að rita svo eftir því væri tekið, enda báru auglýsingar hans einatt árangur. Áður en jeg fer lengra út í að lýsa hans eigin verslunarstörf- um, og ýmsu því, er hann kom hjer til leiðar, verð jeg að segja Þorl. Ó. Johnson. frá hvernig hann rækti störf sín hjá öðrum. Áður en hann kom hingað, hafði hann dvalið við verslunarstörf í Englandi um langan tíma og var því margfróður verslunarmaður, þc hafði liann þar sjerstaklega lagt stund á bókhald og brjefa- viðskifti og var því manna fær- astur hjer í þeirri grein. Fyrst þá Þorlákur kom hingað til landsins aftur, rjeðst hann sem bókhaldari að Fischersverslun hjer, og starfaði hann þar til hann sjálfur byrjaði hjer verslun. Sem dæmi upp á hvað hann var lipur seljari, verð jeg að segja frá einum ,spekúlantstúr“ er hann fór, er hann var við fyr nefnda verslun. Um þær mundir, sem þetta var, var það alsiða hjá stærri verslun- um hjer, að þær sendu skip um aðalkáuptíðina í „spekúlantstúra“ til ýmissa kauptúna, og höfðu oft nokkur skip í förum til þess. Eitt sinn var hann sendur í slíkum erindum til Akraness á ein- mastraðri danskri skútu, hlaðinni af alls konar varningi. Strax, er skipið hafði „ljett“ tók hann til að laga til í sölubúðinni, klæða alla veggi hennar með skrautlegu sirtsi, skrifa og koma fyrir aug- lýsingum, uppi og niðri í skipinu, svo alt væri tilbúið þá til Akra- ness kæmi. Ferðin þangað gekk greiðlega, og strax þegar þangað var komið, byrjaði fólk að streyma um borð til að versla, og varan seldist öll á tiltölulega stutt- um tíma. Á laugardagskvöldum fór hann í land Og „síó upp balli“. Var þá líf og fjör á Akranesi. Væri gott veður á sunnudögunum, fór hann og sumt af ballfólkinu oft í út- reiðartúra upp um sveitirnar, óg notaði hann sjer þá daga til að ná í nýja viðskiftamenn. Sýndi það kaupmannshæfileika hans. Til verslunarstjórans við Fisch- ersverslun bárust ýmiss konar tröllasögur frá Akranesi, og var ekki orðið trútt um að hann lijeldi að þar efra væri ekki alt með feldu og var hann farinn að búast við að verslunin mundi tapa stór- fje á þessum sölutúr, og kvað svo ramt að vonsku verslunarstjór- ans, að hann flaggaði ekki þegar skipið kom til baka frá Akranesi, og voru þó kaupmenn í þá daga óspatir á að flagga, ekki síst ef Danir áttu í hl'ut. Þetta kom Þorláki ekki á óvart. Bjó hann sig því undir komuna, tók alt óselt dót og ljet það í poka, því meira var ekki óselt en hálfur poki. Pokann tók hann með í land. Þegar hann kom á bryggjuna, var húsbóndinn þar fyrir, þur og stúrinn. Sagði þá Þorlákur: „Þú flaggar ekki“. — Hinn svaraði því ekki, en spurði hvernig kaupin hefðu gengið. — Benti þá Þorlákur á poka, sem maður bar á undan þeim upp bryggjuna og sagði: „Þama er afgangurinn af vörunum, skipið fult af ull, fiski o. fl„ og afgang- urinn af fiskinum er geymdur í pakkhúsi á Akranesi.“ Við þessar frjettir lyftist brún- in á verslunarstjóranum og mun hann hafa verið mjög vel ánægður með kaupskapinn. Um þær mundir er Þorlákur lióf hjer verslun fyrir sjálfan sig, dundi yfir landið í mörg samfleytt ár versta óáran. Hafís rak árlega að landi, og horfellir á búpeningi átti sjer stað í ýmsum lands- fjórðungum, mislingamir 1882, er ollu hjer miklum manndauða, og ofan á þetta bættist, að hálf og aldanskir kaupmenn hjer höfðu hom í síðu hans, — töldu hann varg í vjeum. Alt þetta stóðst hann, en í kringum aldamótin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.