Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINa 165 misti liann heilsuna, sem hann aldrei náði aftur, og fyrir þá sök lagðist verslunin niður. En þrátt fyrir það, þótt honum auðnaðist ekki að halda henni lengur áfram nje heldur að raka að sjer auð á lienni, þá má þó hiklaust fullyrða, að hann vann landinu, og þó mest- Reykjavíkurbæ, þann búhnyklt með verslan sinni hjer, að jeg efast um, að aðrir kaupmenn hafi gert það betur. Fyrir utan að bæta hjer versl- unina, hratt hann hjer ýmsu á stað, sem telja ber til framfara «g menningar, og vil jeg drepa á nokkuð af því. T. d. stofnaði liann hjer „sjómannaklúbbinn“, handa sjómönnum og verkamönnum bæj- arins, sem vera átti þeim til fróð- leiks og skemtunar. En því miður var sá fjelagsskapur of skammlíf- ur, en um það má ekki saka Þor- lák, heldur verður það að skrifast. á syndaregistur þeirra, sem hann var stofnaður fyrir, því vegna þeirra samhaldsleysis og tómlætis leið sá fjelagsskapur undir lok. Þ.jóðhátíðarárið 1874 breyttist hjer ýmislegt til batnaðar, þar á meðal leyfðist þjóðinni að nota sjerstakt flagg, (Fálkann á bláum grunni). Með því flaggi, flaggaðj Þorlákur ætíð á búð sinni, (hann dró aldrei upp danskt flagg). — Einnig notaði hann samskonar flagg, (bara minna), á smábát, er hann átti og kallaði „Eyrbyggju“. rsem hann notaði til skemtisiglinga, og þá hann fór út í útlend skip. Hann var sjerlega þjóðrækinn, og í landsmálum fylgdi hann Jóni Sigurðssyni meðan hans naut við, og þrátt fyrir langt heilsuleysi fylgdist hann mæta vel með í lands málum. og vildi ávalt gera háar kröfur um bætt stjórnarfyrirkomu lag, samhliða bættum samgöngum á sjó og landi. Þær taldi hann okk- ur eitt af því nauðsynlegasta til að efla hagfelda verslun við um- heiminn. Þorlákur var fyrstur manna hjer á landi til að sýna skuggamyndir, og flestar þær myndir, er hann sýndi, voru til fróðleiks, enda skýrði hann þær prýðilega, því hann var ágætlega máli farinn. Gamanmyndir sýndi hann oft með fyrir börn, og sagðist honum þá oft vel, svo ungir sem gamlir hlóu dátt. Nokkrum sinnum fór hann með inyndir þessar til nærliggjandi kauptúna, og sýndi þær þar. Hvar vetna sem hann fór var hann kær- kominn gestur. því hann var laus við alt stærilæti og jafn við háa sem lága. Þá var hann sá fyrsti hjer, sem stofnsetti kaffihús, án þess að hafa áfenga drvkki á boðstólum. Hann stofnaði kaffihúsið ,Hermes‘, í suðurenda húss síns í Lækjar- götu. Þar seldi hann kaffi, súkku- laði, mjólk og hina víðfrægu ensku gosdrykki. Herbergin a>m veitt var í voru snotur, með dúklögðum smáborðum og þægilegum stólum. Þar komu menn mikið saman á kvöldin, og oft voru þar haldnir smáfundir, og um eitt skeið hafði goodtemplarastúka þar fundi. Þar var oft glatt á hjalla, þótt ekki væri þar hljóðfærasláttur nje dans, og aldrei heyrðist jiess getið. að jiar væri vín haft um hönd. Vildu menn fá sjer í staupinu, var farið til Halbergs. Bæjarmál ljet Þorlákur sig miklu skifta. t. d. þegar kjósa átti í bæjarstjórn hjer. barðist hann ötullega með þeim mönnum, er liann vildi að þar hlyti sæti. — Auglýsti á húsum og gatnamótum, með stórum auglýsingum nöfn þeirra manna, er hann hjelt fram til kosninga, og væri fundir haldn- ir um það efni, talaði hann kröftu- lega með þeim. Einu sinni var hann í kjöri við bæjarstjórnarkosningar, og að sjálfsögðn var þar nafns hans get- ið með þeim mönnum, sem þá voru í boði, og öll nöfnin auglýst á götunum, með áberandi letri. A þessu hnejrksluðust hjer marg ir og þó sjer í lagi sumir kaup- mennirnir, enda var jieim sömu tamt að finna flís í auga Þorláks, ?n gæta síður að bjálkanum í sínum eigin augum. Margir þeirra ályktuðu sem svo: að hann væri búinn að gera þeim nógar skrá- veifur í Verslunarsökum, þó hann færi ekki líka að hlevpa öllu í uppnám í bæjarmálum. Það má algerlega þakka honum að kjós- enditr hjer fóru upp úr komu hans að nota kosningarjett sinn. því að þangað til mátti s>egja, að sára fáir notuðu sjer þau rjett- indi, og yfir höfuð virtust borgar- arnir lítið skeyta um hvernig bæn- um væri stjórnað. Þegar vísir til verslunarskóla var stofnaður hjer, lagði hann til, að búðum yrði lok- að hjer kl. 8 síðdegis, svo búða- jijónar gætu notið tilsagnar á kvöldin. Þessi tillaga hans hefði átt að vera næg til jiess, að hans hefði nú á 40 ára afmæli Verslun- armannafjelags Reykjatúkur verið rækilega getið, þó hann hefði ekk- art annað látið eftir sig liggja í þágu verslunarstjettarinuar. Tvö verslunarútbú rak Þorlákur, annað í Keflavík, en hitt á Sauð- árkróki. Þessi útbú störfuðu þó aðeins frá vori til hausts, og í Keflavík. að mig minnir, aðeins 1—2 sumur, en á Kauðárkróki í mörg ár. Mörgum eldri Reykvíkingum er kunnugt um ýms auglýsingaslag- orð sem Þorlákur fann upp og eru dæmi upp á hnyttni hans þegar hann auglýsti vörur sínar svo sem, brjóstsykurinn ljúfi, eldspýturnar þægilegu (enskar, sem alls staðar var hægt að láta kvikna á) hafra- mjölið holla, þjóðfrelsis Wiskvið o. m. fl. Eins og getið er um, dvaldi Þor- lákur mörg ár j Englandi framan af æfinni. Átti hann ]m inikil brjefaskifti við Jón Kigurðsson forseta, sem var náfrændi hans og honum mjög vinveittur og vildi alt fyrir hann gera, enda mat Þor- lákur hann mest allra manna. Af brjefum þeim. sem milli jieirra hafa farið á þessum árum, má sjá það að Þorlákur hefir borið íslands mál mjög fyrir brjósti og sjeist.aklega jiau mál s>em verslun íslands snerti. Ilann sá fljótt hversu mikið sleifarlag var á allri verslun hjer. s.jerstaklega sknldaversluninni og ernoknn selstöðukaupmannanna dönsku. Fyrir afurðirnar fengust ekki peningar heldur rándýrar erlend- ar vörur og jafnframt voru við- skiftavinirnir settir í skuldahlekki h.já þeim sem Jieir versluðu við. Eitt af þeim málum sem Þor- lákur þá þegar á unga aldri beitti sjer fvrir, var það að reyna. til að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.