Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1932, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1932, Blaðsíða 4
8 LESBÓK MCRGUNBLAÐSINS Fiskveiðar á togara. Varpan liggur við skip&- h'.ið, full af fiski, svo að það ep „margskiftur poki“. Er verið að draga upp á þiljur „einn pokann' ‘. vanalegum botni, en minna en það ef botninn er slæmur. Þeg- ar búið ei' að slaka því, sem út á að renna, er krækt á forvírinn sterkum krók sejn lásaður er við vír, er hvílir á dálitlu hjóli fyrir aftan togblökkina, en innri endi hans fram við vinduna. Vír þenna mætti nefna „sendil“. Þegar krókn um er slept, rennur hann eftir for- víinum (en um leið er s^’.akinn dreginn af sendlinum, þarf það að vera duglega gert, því annars get- ur ,,skrúfan“ tekið hann og fer þá illa) —• en grípur afturvírinn líka, sem liggur lægra, um leið og send- iilinn er undinn inn á vinduna, og komur með báða vírana upp í tog- b’ökkina. Þar eru þeir lásaðir inn o;r krókurinn tekinn af. Hvíla ]ieir þarna meðan togað er, en þá er b'ökldn opnuð, virarnir -undnir inn og varpan tekin að skipshlið og losaður iir henni fiskurinn. Eru „skiftistroffan“, „talían“ og „gils- inn‘ aðaláhöldin, sem notuð eru þá. Þegar fiskurinn kemur á þiljur er hann blóðgaður — hálsskorinn. Mun skipstjóri Halldór Þorsteins- son liafa fyrstur íslenskra skip- stjóra látið gera það á togarafisk- irum, og reynist auðvitað vel. — Há’sskorinn þarf fiskurinn helst að vera þannig, að „lífhimnan" rifni ekki, svo lifrin ekki spillist, er þá fiskurinn „hausaður“ og flattur, lionum fleygt í sjó í eitt miðkassahólfið, hann þveginn og honum varpað niður í lestina til að saltast. Þegar fiskað er í ís, er fi. kurinn ekki „hausaður“, en tek- ið innan úr honum, hann ]iveginn vel og lagður í raðir í stúir lestar- irnar og ísað yfir. OM þessi vinna á og þarf að vera vel af hendi leyst, þótt misbrestur vilji stundum á því verða og ber margt til þess, en yfirleitt hefir’ mjer fundist að sjómenn vilji vanda vel vinnu sína. Vinnunni hefir verið töluvert lýst, með mynd um og lesmáli, eins og jeg gat um áður. Verður tæplega hægt við ann- að að kannast, en á fyrstu árum togaraútvegsins hafi vinnan verið rekin áfram af ofurkappi og mann- íiðarleysi. Eru til margar sögur úr togaralífinu, sem sanna það. Bel- jaka-hreystiskrokkar ultu um af þreytu, skáru t. d, fiskinn í mörg stykki, hentn bolnum út en slorinu í uppþvottarhólfið, og við mat- borðið dottuðu þeir yfir mat sín- um, ráku nefið niður í heitan grautinn, urðu sem yon var, reiðir, hentu mataráhöldunum og ruku upp til vinnu sinnar aftur, án þess að liafa etið meira í það skiftið. Fiest hefir sínar öfgar, og svo var um þetta atriði. Var þar of mjög apað eftir Englendingum, en þess ekki gæt.t, sem skyldi, að aðstaða vor í mörgum atriðum er gagnólík; fel jeg iíklegt að sumir meðal ísl. skipstjóra hafi snemma komið auga á þennan regingalla í togara- lífinu íslenska, en sá, sem fyrstur ljet hönd fylgja huga að bæta úr þessum misfellum, var Guðmundur Jónsson skipstjóri á Skallagrími. Vísa jeg ]iar frekar í grein um hann í Lesbók Morgunblaðsins, 28. máis 1930. Hann bvrjaði fyrstur ísl. skipstjóra á því, að skifta vöktum við vinnuna og láta menn- ina sofa ti'l skiftis; fekk fljótari cg betri vinnu og óskift þakklæti jog vinarhug manna sinna. 1. júlí 1928 komu svo „vökulög- in“. Finst mjer hiklaust að þau sjeu ein af vitrustu og mannúð- legustu lögum seinni þinga, og vel haldin yfirleitt, samanborið við ísl. loghlýðni. Ef til vill hefir sumum skipstjórum og útgerðarmönnum fundist lög þessi ómakleg yfirlýs- ing um skammsýni og mannúðar- leysi, en svo er um hvað eina í lífi voru, að hinir saklausu gjalda hinna seku í ýmsum atriðum, og í þessari vinnuaðferð, sem öðrum, vorum vjer „böm vorra tíma“ og í mörgum atriðum blindaðir af ríkjandi venju hans! Eru bæði út- gerðarmenn og sjómenn búnir að sjá Inn blessunarríku áhrif þessara lega. Lög um hvfldartíma háseta á íslenskum botnvörpuskipum. 1. gr. — Þegar botnvörpuskip, sem skrásett er hjer við land, er í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.