Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Blaðsíða 1
27. tölublað. Sunnudaginn 10. júlí 1932. Herdísarvík Eftir r Arna Óla. » Bœriitn i Herdisuruik. Sje farið frá Krýsuvík, austur í Herdí.sarvík, liggur vegurinn ofan við Arnarfell og yfir sand að Geitaliílíð. Hún er 386 metra há og efst á henni er þríhyrninga- mælinga varða herforingjaráðsins. Svo liggur leiðin meðfram hlíðinni og yfir Deildarháls, miili hennar og Eldborgar (180 m.), sem er gamall eldgígur. Framan við er liraun, allt iit á Krýsuvíkurberg og nokkuð úti í hrauninu er annar gamali eldgígur (122 m.). Síðan iiggur vegurinn milli hrauns og lilíðar, austur að Sýsiu.steini, en ]>ar mætast Arnessýsla og Gull- bringusýsla og þar eru einnig landamerki Krýsuvíknr og Her- (Tísarvíkur. Er þarna víða fallegt, hraunið talsvert gróið og smákjarr víða og hunangsilmur xir , jörð, eins og Grelöð sagði, enda bregð- ur manni við eftir gróðurleysið umhverfis Krýsuvík. Frá Sýslu- steini liggur vegurinn yfir hraun- ið. Eru þar víða sljettar hraunhell- ur á löngum köflum, en ]>að er merkilegt við þær, að eftir þeim eru djúpar, troðnar hestagötur, sem sýna að þarna liefir verið meiri umferð áður. ,,Ennþá sjást í hellum hófafiirin, harðir fætur ruddu braut í grjóti“. Hið sama sjer maður einnig í hellum víða hjá Undirhlíðmn á leiðinni frá Hafnarfirði til Krýsu- víkur. Mun skáldið hafa haft ]>ær einkennilegu götur í huga, er það kvað ,,Skúlaskeið“ 1 Sá, sem einu h'inni liefir újeð þær, gleymir þeim trauðla aftur. Og ]>egar bílar og iinnur nýtísku farartæki hafa gert Tiesta óþarfa til flutninga og ferðalaga, og allar aðrar hestagöt- nr eru liingu grónar, ]>á eru ]>ess- ar götur í hiirðum klöppunum enn til minja um þá daga, þegar hest- urinn var þarfasti þjónninn og á honum var alt flutt, sem flytja ])urfti bæ.ja, bygða og landshorn- anna á milli. Fyrir austan Sýslustein taka við háar hamrahllíðar á vinstri hönd VII. árgangur. og ná þær óslitið alla leið austur að Hlíðarvatni. Klettarnir eru há- ir, svartir og ógrónir, og þótt ]ieir sje svo skaint frá sjó, verpir bjargfugl þar ekki. Mun því valda gróðnrleysið, að hann kann þar ei.ki við sig. Hamrabrúnirnar eru 216—250 metra yfir sjó og sýnast gnæfamli liáar vegna þess, hvað hraunið er lágt fyrir frr.man. Und- ir þeim eru skriður miklar, I ví -ið mikið hrynur úr þeim. í jarð- skjálftanum, sem varð þegar hver- inn mikli í Krýsuvík braust út, haustið 1924*, varð svo geysiiegt hrun í þessipn björgum, að undir tók í fjöllunum víðs vegar í grend og laust npj) svo miklum ryk- mekki, að ekki glórði í hamrana lengi dags. — Daginn eftir var mökkurinn enn sýnilegur, en hafði ])á borist út yfir Herdísarvíkina. Má enn sjá stórar, ljósleitar skellur í björgunum hingað og ])angað. Eru það sárin eftir bjarg- hrunið. Til marks um, livað það var mikið, segja kunnugir menn, að hefði það borið að í náttmyrkri, í iyndi allir hamrarnir hafa verið til að sjá sem eit.t eldhaf, vegna neistaflugsins. Það er sömu söguna að segja um leiðina milli Krýsuvíkur og Her- dísarvíkur og flestar aðrar leiðir um Reykjanes, að þar er ekkert vatn, hvorki pollur nje lind frá- bví er slepjnr bæjarlæknum í KrýsUvík og þangað til kemur að Ilerdísarvíkurtjörn, sem bærinn stendur við. Tjörnin er ekki stór, en ljóm- andi falleg. Hún hefir ekkert af- rensli, en í henni er flóð og fjara * Ekki 1925 eins og stóð í grein- inni um Krýsuvík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.