Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Blaðsíða 2
206 LÉSBÓK MOÍ4GUNBLAÐSINS vegna þess að sjór síast í gegn um kampinn, sem er fyrir framan hana. Þó fylgist ekki að flóð og í'jara í tjörninni og sjónum, lield- ur er þar alt seinna. Með hálfút- födnum sjó er t. d. háflóð í tjörn- inni, og mun það stafa af því, hvað sjórinn er lengi að síast í gegnum sævarkampinn. Fyrir 70— 75 árum var flutt bleikja í tjörn- ina og hefir hún þrifist þar vel og er þar tiltölulega mikil veiði, þeg- ar tekið er tiTlit til þess, livað tjörnin er lítil. Silungurinn, sem nú veiðist er vænn, 5—6 pund hver. Veiðina tók þó undan einu sinni, og lá við sjálft að hún mundi aiveg fara forgörðum, og skal þess getið bráðum. í tjörninni er líka mikið af ál. Br hann vænn, en hefir ekki verið veiddur til þessa. Andir og æðarfugl sækja í tjörnina og munu eyða miklu af hrognum og silungsseiðum. Áður voru ernir og tíðir gestir, en nú sjást þeir ekki fremur þar en ann- ars staðar. Herdísarvíkurbær er snotur þótt ekki sje. hann stór. Þar er bað- stofa, bygð forkunnar vel og úr völdum viðum að mestu. Er það unninn rekaviður þar úr fjörunni. Tvöföld súð er í baðstofunni og tróð á milli. Bærinn stendur á of- urlítilli flöt rjett á tjarnarbakkan- um og stendur lágt. Hefir það oft hefnt sín að hann stendur ekki liærra, því að þegar stormflóð lcoma af hafi, gengur sjór yfir malarkambinn, inn í tjörnina og fyllir hana svo, að hún flóir yfir alla bakka og inn í bæ. Stórfeng- legasta flóðið kom veturinn 1925. Þá gerði hafstorm í stórstraum og belgdi sjóinn inn á víkina, svo að hann gekk yfir allan ltambinn og langt út í hraun í allar áttir. Flóð- ið kom þegar inn í bæinn bg varð fólkið að flýja þaðan. Bóndi tók eitthvað af sængurfötum og batt þau upp í sperrukverk. Hafðist « fóllkið svo við, meðan mesta flóðið var, í lilöðu úti á túninu, og stend- ur hún miklu hærra en bærinn. En þó komst flóðið þangað. Þegar fjaraði og fólkið leitaði til bæjar- ins, voru sængurfötin uppi í sperrukverkinni rennblaut og sýndi það að baðstofan liafði fylst af sjó upp í mæni. Og þungi vatns- ins inni í bænum hafði orðið svo mikill þegar fjaraði frá úti, að liann sprengdi gaflinn úr bað- stofunni fram á hlað, og skolaði vatnið þar út ineð sjer körfustól og ýmsum öðrum húsgögnum, sem voru í baðstofunni. Austan við bæ- inn stóð stór timburskemma á há- um grunni og var í lienni geymt mikið af þungavöru. Þó var flóð- ið svo aflmikið, að það velti skemmunni um ko'll og setti hana rjett fyrir framan fj'ósdyrnar, svo að ekki varð komist í fjósið í r.okkra daga. Eftir þetta mikla flóð hvarf silungur úr tjörninni um nokkur ár. Ætla menn að ýmist iiaí'ði flóðið skolað honum til sjávar, eða þá víðsvegar upp um hraun. Eitthvað hefir þó orðið eftir af lirognum og seiðum, því að nú er veiðin orðin álíka mikil og hún var áður. Herdísarvík er gæðajörð til lands og sjávar. Þar gengur sauðfje sjálfala allan ársins hring, ef ekki koma þeim mun liarðari klakavet- ur. Fjörubeit er góð og varlla tek- ur fyrir beit í hrauninu, enda kem ur það sjer vel, því að ekki er hægt að slá eitt einasta högg ut- an túngarðs. En fjárgeymsla er m jög erfið. Olafur Þorvaldsson, sem þar býr nú, hefir rausnarbú og er fyrirmyndarbragur á öllu hjá honum. Hann setur um 500 fjár á, vetur hvern. En hann segir, að ekki veiti af tveimur fullorðnum mönnum til þess að fylgja fjenu allan veturinn, myrkranna á milli, bæði í fjöru og hrauni, að koma því í hús á kvöldin og til beitar snemma á morgnana. Hann kveðst þó oftast taka Qömb á gjöf, og í vetur öll lömbin nema 20, sem gengu algerlega úti, en þau bera af öllum liinum, enda munu þau hafa verið tápmest. En hjer er sama sagan nú og annars staðar, að sauðfjárræktin er dýr, en veitir iítið í aðra hönd. Það er af sú tíðin er menn gátu fætt og klætt sig og sína með afurðum 50—60 fjár. í haust varð Ólafur að borga 150 dilka upp í landskuld og kaup eins manns. Hugsið ylrkur það, 150 dilka fyrir utan alt, sem þurfti til bús að leggja! Túnin í Herdísarvik eru tvö og fást af þeim í meðalári um 170 hestar. Ekki kemur til mála að tvíslá, því að kúnum þarf að beita á túnin undir eins og þau eru hirt, því að kúahagar eru þar engir, og hestahagar ekki heldur. Veitti ekki af að gefa kúm og hestum allan ársins hring. Hestar eru því verstu ómagar þarna, en ekki verður lceni ist hjá því að hafa þá, vegna þess livað bærinn er afskektur og langt til aðdrátta. Nú seinustu árin hefir Ói.afur þó fengið vörur' sínar með bíl til Grindavíkur og þaðan með „trillubáti“ til Herdísarvíltur. Er i>að kostnaðarsamt, en verður þó ódýrara heldur en að flytja alt á hestum þessa löngu leið, og verða fyrir vikið að hafa marga hestii á- fóðrum. í Ilerdísarvík eru miklar og merkilegar fornleifar frá þeim tímum, er útgerð var stunduð þar í stórum stíl. Þar standa enn forn- ar sjóbúðatættur frá þeim tíma er allur fiskur var hertur, og í bruna hrauni austan við bæinn og allla leið upp undir fjall má líta ó- teljandi hraungarða hvern við ann- an, hlaðna af manna höndum. Þetta er þurkreiturinn, þar sem fiskurinn var hertur. Fislc- verkunaraðferðin í þá daj?a var þannig, að fiskurinn var fyrst slægður og flattur og síðan „kasað- ur“. Þótti það mikill vandi að kasa vel og öll verkun komin und- ir því. Ekkert vatn mátti komast í fiskinn og hann varð að kasast þannig, að hann yrði ekki „maltur“ við þurkinn, en til þess þurfti allur safi að síga úr honum áður en hann var breiddur ti'l þerris. Fisk- urinn var kasaður þannig, að eftir að hann var flattur, var hann lagð- ui saman aftur og stungið niður á hnakkakúluna, hver fiskur utan á annan og skaraðir þannig, að vatn gæti ekki komist á milli þeirra. í þessum kösum stóðu þeir svo all- an veturinn, eða þangað til vor- þurkar komu. Þá voru þeir born- ir á bakinu upp um alt hraun og breiddir á garðana. Var þetta oft langur burður, en. sá var kostur við það að hafa þerrigarðana úti í brunanum, að minni hætta var á, að fje færi í fiskinn, en það er sólgið í hann, ef það kemst á bragðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.