Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Qupperneq 6
306 ÍÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS Róðrarkappar. Mvnd þessi er a£ kappræðurum Ármanns, sem sigruðu í kappróðrar- mótinu, sem háð var hjer 4. septemher, og fengu að launum kappróðrar- liornið, sem stendur á borðinu fyrir framan þá. Þar er líka hinn svokall- aði Malmbergsbikar, sem þessi flokk n vann 12. ágúst í sumar. Þá setti hann nýtt met í kappróðri á 2000 m: trum, 7 mín. 33 sek. Mennirnir eru: A xel Grímsson, Oskar Pjetursson, Guðmundur Þorsteinsson, Sigurgeir AI- bertsson (foiræðari). A miðri myndinni er Hall stýrimaður.1 Þessi flokk- ur sigraði líka á kappróðrarmótinu í fyrra. Vjer skulum láta þetta nægja um hina „frjálsu" bændur, og snúa oss að sameignarbændunuiu. „í Keltto eru þeir aðeins tíundi hlutinn af bændum. En í Toksove, Lempaala og Vuole eru na'stum nllir bamdur á sameignarbú- ,im. Sakrava er sameignarbú. I því ertt aðeins tveir bændxir; hitt eru menn frá Sowjet, kennarar og slæpingjar, sem aldrei hafa nent að vinna ærlegt handartak. I vor hrtindu hestar og kýr niðnr úr hor á }>essu fyrirmyndarbúi, og á Matoksi-sameignarbúinu fellu 18 kýr úr hor. — Þorpið okkar vav látið kitupa þrjá „traktora“, en aðeins einn jæirra komst út á akur, og þar vav unnið með honunt hálfa klukkustund. Þá bilaði vjelin, og ]tar stendur hann enn. Þnð eru órevndir strákar, sem látnir eru fara með þossar vjelar. Engin varastykki eru til. Santeignar- búin halda sjer uppi á ]>ví, að fá lán b.(á stjórninni og taka með valdi gripi og fóður af hinutn „frjálsu" bændum. Þegar sameignarbú tekur kú af bónda, borgar ]>að fyrir hana 120 rúblur, en ef bóndinn þarf að fá sjer kú í staðinn, kostar hún 2000 rúblur. I’egar kýr bera, er því haldið leyndu, svo að yfirvöldin skvldi menn ekki til ]>ess að ala ttpp kálfana. Sameignar- búin nota börn til vinnu, ]>ótt ]>að •sje bannað, en yfirleitt hugsa menn þar um það að gera sem iriinst og eyða meðan af nokkru er að taka“. Þannig er þá búskapurinn í hinum frjóvsömu og áður auðugu hjeruðum kamt frá stórborginni Leningrad. En ntáske alt sje betra hjá iðnaðarverka- mönnum ? f klæðaverksmiðju í þessu hjeraði eru 5000 starfsmenn, aðallega konur og börn. Eramleiðsla þeirra kemur ekki á innanlandsmarkað, heldur er iill flutt út úr landinu. Fvrirskipað er hvað hver og einn á að afkasta miklu. Hver verkakona á að vefa 5000 motra dúk á mánuði. Ef vefstóllinn bilar, eða hún annar þessu ekki, þá er dregið af kaupi hennar, sem er 50 rúhlur á mánnði. Auk þess er dregið af kau(>inu „frjálst“ framlag og fje- lagsgjöld. Hjá konu þeirri, er segir frá þessu, og vann sjálf í verksmiðj- unni, tvini ]>essi frádráttur seinasta mánuðinn 25 rúblutn. Fimm frídagar eiga að vera í mánuði hverjum, en er í rauninni ekki nema einn. Hina fjóra dagana eru ntenn nevddir til „sjálf- boðavinnn". Sá, sem vanrækir þessa „sjálfboðavinnu“ einn dag, er sektað- ur um 25 rúblur. Lífskjör verkafólks- ins eru að öðru leyti hin ömurlegustu. Matskamturinn hefir verið minkaður. Kú fær vinnandi fjölskvldufaðir ekki nema 200 gröinui af brauði á dag. Áður var kjöti úthlutað einu sinni á viku, en nú aðeins einu sinni á mánuði, og þá um 1 kg. á mann. I mötuneytum verkamanna sjest ekki kjöt. Þeir fá ekki annað en fisk, kartöflur og graut. Þegar dregið var af matskamtinum, var lofað kauphækkun, svo að menn gæti kevpt á torginu, en stjórnin hefir ekki efnt það. Þvert á móti hefir hún lækkað launin. Mánaðarlaun járnbraut- arverkamanns voru t. d. lækkuð úr 300 rúblum niður í 250 rúblur og þeg- nr öll skvldugjöld voru dregin frá, voru ekki eftir nema 150 rúblur. Það er því ekki að furða þótt verkamenn- irnir sje ekki sjerlega ánægðir með stjórnarfarið. Trúarofsóknir em í Ingermanland eins og annars staðar. T Keltto-kirkju er aðeins messað einstöku sinnum. Kirkjan í Baápyvá var í vor gerð að dansskála. Kensla í barnaskólunum fer fram á rússnesku og ekkert tillit er tekið til finsku tungunnar. Alt, sem hjer er sagt er tekið eftir eiðfestum framburði flóttamanna. Yjer ,sem erum hjer í frjálsu landi og heyrum hinar hræðilegu lýsingar á ástandinu hinum megin við Systra- bekk. getum ekki gert neitt annað fvrir þá sem ofsóttir eru en brýna það stöðugt fyrir alheimi: Þetta er himinhrópandi ranglæti, það er á móti öllum guðs og manna lögum, það er bersýnilegt brot á þeim loforðum, sein Fiftnum í Ingermanlandi voru gefin þegar friðurinn var saminn í Horpat. (Þýtt úr Finsk-Tidskrift, júlí—-á- gúst hefti 1932). Faðir: Hvernig líst þjer á þetta fataefni, sem jeg hefi keypt mjer? Er það ekki laglegt? Sonur: Jú. Faðir: Þú ert að skoða ranghverf- una. Því gsrirðu það? Sonur: Mig langaði til þess að vita hvernig það lítur út, þegar jeg fæ föt úr því. Þú veist að jeg fæ aldrei föt úr öðru efni en umsnúnum fötum af þjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.