Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1932, Page 7
LESBÓK MORGUN’BLABSINS Fjársjóður í ferðakistu. I Suður-Frakklandi hefir um þessar 'tnundir verið stofnað einkennilegt fje- lag og í því eru um 100 menn. Allir þessir menn hafa látið spanskan — eða spanska — svikara hafa út úr sjer fje, vegna fjegræðgi sinnar. Aðferð svikaranna hefir verið þessi: Menn hafa fengið brjef frá manni, : em segist vera í fangelsi á Spáni. n viðurkennir það, að hann sje svikari og hafi með óheiðarlegu móti komist yfir 150.000 franka. Hann er þess vegffa ríkur, en í fangelsinu hefir hann enga peninga og hann á að vera [>ar í 5 ár. Yilji nú móttakandi brjefs- ins skreppa til Barcelona og hitta þar nafngreindan fangavörð og borga hon- um 25.000 franka þá skuli hann fá afhendingarseðil að ferðakistu, sem geymd sje á járnbrautarstöðinni í Lyon, og í þessari kistu sje 150.000 franka í 1000 franka seðlum. Það eru ekki færri en 100 sem hafa þekst þetta kostaboð. En þegar þeir hafa komið til Lyon, hafa þeir ekki fengið annað en háð og spott. Þar er engin ferðakista. Þess vegna hafa nú þessir 100 menn tckið sig saman og stofnað fjelag til þess að reyna að hafa upp á þeim sem sveik j lá. RmerÍBkt. Ameríkumenn hafa aðvaranir sínar alt öðru vísi en aðrar þjóðir. Þegar bílslys verða og bíll veltur út af vegi, dettur þeim ekki í hug að taka bílinn, heldur láta jieir hann liggja þar sem hann er kominn, öðrum til viðvörunar. Stundum eru sett spjöld á þessar bíla- rústir, og á þeim stendur t. d.: „Bíl- stjórinn fekk 18 mánaða fangelsi". í Yoshemite-garðinum gnæfir kletta- gnýpa fram úr fjalli. Þangað koma óteljandi ferðamenn, en ekki hafa ver- ið settar neinar grindur á bjargbrún- ina, heldur aðeins spjald með þessari áletrun: „Fram af jiessari gnýpu er 800 metra hæð. Það er engin hjálpar- stöð fyrir neðan“. Albin Hai.sson hinn nýi forsætisráðherra Svía. Trotzky hefir nýlega fengið leyfi til þess að koma til Tjekkoslovakiu, en þó er það bundið vissum skilyrðum. Hann verður t. d. að skuldbinda sig til jiess að minnast ekki á stjórnmál. Gwili André heitir ein af ný.justu stjörnunum í Ifollyw ;od. Ilún er af dönskum adtum. Minningarathöfn. Nýlega fór fram hátíðleg athöfn í Tokio í Japan til minningar um þá, sem fórust þar í jarðskjálftanum rnikla. Á myndinni sjest borgarstjórinn í Tokio, Hidejiro Nagata, sem er að hringja klukku til merkis um j)að nð , minningarathöfnin b-yvji. Nýr flokkur í Þýskalandi. Þeir eru æði margir stjórnmálaflokk- arnir í Þýskalandi, og nú nýlega hefir einn bætst við. Kallar hann sig „Presidialpartei* ‘. Hjer á myndinni sjest áskorun frá flokknum til borg- aranna í Berlin og eru þar birt helstu atriðin úr stefnuskrá flokksins. ...— —....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.