Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 1
3Mor0iwnI>Ia<)sÍM0 3. tölublað. Sunnudaginn 22. janúar 1933. VIII. árgfangur. W f. Bústaður Rrnkels goða. Rannsókn Arnkell goði, sonur Þórólfs bægifóts bjó á Bólstað við Vaðils- höfða. „Hann var manna mestr ok sterkastr, lagamaðr mikill ok forvitri. Hann var góðr drengr, ok umfram alla menn aðra þar í' sveit at vinsældum ok harðfengi, hann var ok hofgoði ok átti marga þingmenn' ‘, segir í Eyrbyggja sögu þar sem hún kynnir Arnkel fyrst. Ok af allri sögunni sjest það, að þetta eru sannmæli um hann. Hinn sami er orðstír hans þegar þeir Snorri goði vega hann á Orlygsstöðum. Eftirmæli sögunn- ar eru á þessa leið: „Var hann öllum mönnum mjök harmdauði, því at hann hefir verið allra manna best at sér um alla hluti í fornum sið, ok manna vitrastr, vel skapi farinn, hjartaprúðr, ok hverjum manni djarfari, einarðr ok allvel stiltr; hafði hann ok jafnan enn hærra hlut í málaferl- um, við hverja er skifta var, fekk hann af því öfundsamt, sem nú kom fram.“ Höfðingskapur Arnkels kemur meðal annars fram í því, að þá er Þórarinn svarti í Mavahlíð hafði vegið Þorbjörn digra á Fróðá, mág Snorra goða, sagði Arnkell það sitt ráð að þeir sæti allir á Bólstað um veturinn og varð það að ráði, að Þórarinn og fjelagar hans voru þar vetrar- langt og stundum einnig Ver- mundur mjóvi í Bjarnarhöfn með á Bólstað. sína menn. Um stefnudaga kom Snorri goði þangað með 80 manna, en svo margir voru fyrir að þeir treystust að leggja til bardaga við hann. Þess er enn fremur getið þá er Þórólfur bægifótur tók að ganga aftur og hafði eytt alla bæi í Þórsárdal, þá bauð Arn- kell „öllum til sín, er þat þótti vildara en vera annars staðar.“ Má af þessu marka, að húsakynni hafa verið mikil á Bólstað. Arnkell goði fell um 993 og fám árum síðar lagðist Bólstað- ur í eyði, vegna afturgangna Þór- ólfs bægifóts. Síðan hefir þar ekki verið bygð og hefir fornfræð- ingum því lengi leikið hugur á að rannsaka bæjarrústirnar þar, því að þær mundu gefa góða hug- mynd um húsaskipun á höfðingja- setrum hjer á söguöldinni. Árið 1881 kemur Sigurður Vig- fússon. á Bólstað. Segir hann að þar sjáist glögt fyrir tótt, sem sje 55—60 fet á lengd og hjer um bil 26 fet á breidd, en verið get.i að þessari tótt hafi verið deilt í sundur, og fyrir iitbygg- ingu sjáist úr henni öðrum megin. Skamt fyrir framan þessa tóft sje önnur tóft, jafnvel töluvert stærri, en nokkuð óglöggvari svo að hún verði ekki mæld; „fleirí tóttir eru þar, sem sjá má fyrir víst, en þeim er þann veg farið að ekki verður með vissu sagt mál á þeim; tóttirnar snúa í norður Gref. og suður, eða nær því; þar hefir verið mikið og sljett tún. Hin mesta nauðsyn væri að grafa upp tóttir þessar, þar sem maður veit svo glögt aldur þeirra; myndi hjer mega finna forna húsaskipun.“ Ekki gat Sigurður þó komið því við að rannsaka þær; kveðst hafa haft nauman tíma, og svo hafi alt verið þar fult af klaka. Aftur kemur Sigurður þangað í ágúst 1889. Ekki gróf hann þó upp rústirnar, en lýsir þeim aftur á svipaðan hátt og áður, en segir nú, að 10 faðma beint upp uudan minni tóttinni sje upphækkun, auðsjáanlega mannvirki, en þar verði ekki tóttalögun greind. — Lengdin á þessari upphækkun sje 92 fet, að því er mælt verði, en breiddin verði með engu móti mæld; mætti ætla að hún hefði varið alt að 30 fot. Ofar á grund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.