Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1933, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 Syðrt tóftalelfarnar, sjenar frá norðurenda, Letrskálln mtkla hœgra megtn, neðst. gati og virðast það hafa verið kljásteinar, 2 jaspismolar, nokk- urir tinnumolar, ferstrendur steinn úr blágrýti, en rauðbrúnn að lit, dálítið boginn, mjórri í annan endann, en á hinum ská- flötur; virðist bafa verið notaður sem sleggja, og þá bundinn á skaft; lítil livít tala, með gati á miðju, úr steini eða brendum leir; örvaroddur, mjög bólginn af ryði; nokkrir naglar; met úr blýi og bronsi, 86y2 gr. að þyngd, grafið haglega í keltneskum stíl; þrænskt brýni; brot af snældusnúð úr grænleituni steini og er flötur um augað og ganga sex garðar út frá honum og niður á bekk, sem verið hefir umhverfis neðst. Flestir þessir munir fundust í suðurenda hússins. ..Þar voru einnig eldstæðin og þar virðast heimamenn einkum hafa hafst við. Sá endinn hefir verið eldahúsið. en hinn fremur skáli eða svefnhús. Þótt ekki yrði vart milliveggjar, er skift hafi þessu húsi eða bæ í tvö minni hús, kann hjer samt að liafa verið skilið sundur í tveut. nefnilega með skjaldþili." En merkilegustu munirnir, sein fundust þarna, voru leirker tvö, gerð úr óbrendum leiri. Stærra kerið var í norðurenda, hjer um bil kringlótt, um 1% m. að þver- máli. Er á því flái allmikill, en dýptin er í miðju 25 cm., sljett að innan. Ætlar M. Þ. að í því hafi verið geymt neysluvatn. — Innar af syðstu dyrunum fanst annað leirker úr sama efni. Var það undir kola- og öskudrefjum og hafði verið fvlt með smá- steinum og mold. Það var ofur- lítið sporöskjulagað, 1%—1 y% m. að þvermáli, en 48 cm. á dýpt. Er lögun þess lík og á leirkerinu, sem fanst á Bergþórshvoli 1927. Matthías segir svo um Bólstað eftir þessa rannsókn: „Gerð þessara bæja er mjög fornleg og virðist engin ástæða til að bera nokkrar brigður á, að þeir sjeu liinn forni biistaður Arn- kels goða. Bæjarleifarnar koma einkar vel heim við söguna, að Bólstaður hafi orðið auður skömmu eftir fráfall Arnkels, og að þar hafi enginn maður bygt síðan. Hinir fundnu forngripir, og sömuleiðis eldstæðin, bera einnig vott um hið sama, að þetta sje alt frá fornöld. Að sönnu er margt aí þessu, svo sein steinar og járna- brot, þess liáttar, að eins vel gæti verið yngra, en það, sem helst eru mannaverk á, og þau með sem minstum skemdum, ber einna best vitni um háan aldur, svo sem kerin, grefið, metið, sörv- istalan, örvar-oddurinn o. fl;“ Er þvi hjer eitt dæmi enn feng- ið um áreiðanleik fornsagna vorra. Að lokum tekur Matthías það fram, að nú sje ekki sýnilegur vottur fleiri tótta eða liúsaleifa á Bólstað, en þessara tveggja, sein rannsakaðar voru í fyrra sumar. (Eftir Árbók F ornleifafjelags- ins 1932). Á brúðkaupsdegi sínum fekk ung kona skeyti frá presti, sem var vinur hennar, og var það svo hljóðandi: „Jóh. IV. 18.“ Hún fletti þegar upp í Jóhannesar guð- yijalli, eh greinin, sem hún lenti á var þessi: „Þú hefir átt fimm menn, og sá, sem þú nú hefir. er ekki þinn maður.“ Brúðurinni varð svo mikið um þetta. að það leið yfir hana. En þegar hún raknaði við. datt einhverjum í hug að spyrjast fyrir um það. á s’mastöðinni hvort skeytið gæti vorið rjett. Kom þá í ljós að síin- ritarinn hafði slepf oinum staf úr. Rkeytið átti að vera þannig: ..Jóh. I. Tlr. 18.“ Og þegar nú var flett upp í fvrsta pistli Jó- hannesar, þá kom þessi grein: „ótti er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin elska 6ttann.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.