Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1933, Side 6
iié lessók morgunblaðsins á Húsafelli. Hann var þá nokkuð við aldur, 58 ára gamall. Hann var þjóðliagasmiður, skytta góð < g mjög hneigður fyrir allan veiði- skap. A vorin stundaði hann sil- ungsveiði í Sesseljuvík í Arnar- vatni. Þar átti Húsafell alla veiði, Þar höfðu Kalmanstunguhændur samveiði með honum, móti því að hann mátti stnnda dorgarveiði á ísum í þeim vötnum sem voru í heiðarlöndum Kalmanstungu. Nú var það þetta haust, 1814, að -Tak- oh brá vana sínum að fara á dorg- arveiði, en sendi syni sína tvo, ('uðmund, sem þá var kominn að tvítugu og Þorleif fjórtan ára gamlan. Þetta var seint í nóv. Við Reykjavatn áttu þeir að liggja. Þar var veiðimannskáli og þar þektust ágæt mið, þar sem silungur var feitari og vsenni en i flestum öðrum vötnum á því r.væði. Þeir hræður komu að kvöldi dags í náttstað og hreiðr- uðu um sig að vanda í skálanum og sváfu til næsta morguns. Þá með degi fara þeir að leita að miðunum eftir tilvísun föður síns. Bregður 1>eim þá kynlega við, er þeir finna mannaför að og frá vatninu. Lágu förin þar að opinni lind. Þeir röktu þessi för spölkorn suður í hraunið og kemur þá sterkur reykjarþefur á þeim, sem gaf það til ltynna, að víði væri brent. Kom þeim þá til hugar hinn dularfulli. maður, sem sást í Geitlandsleitinni og þóttust þess vísir, að útilegumaður, eða menn, ættu þar aðsetur. Hjeldu þeir þá til bygða og tilkyntu hvers þeir hefðu vísari orðið TTm sama leyti sem bræður þesgir fóru til veiðanna, skeði það í Fljótstungu að hryssa með folaldi hvarf þaðan úr hesthúsi um nótt. Snjór var á jörðu og sást að maður hafði teymt hryssu þessa til heiða. — Fljótstungumenn röktu förin, sem lágu norðan megin Norðlinga- fljóts. Þegar kom norður á Þor- geirsvatn fundu þeir folaldið dautt þar á ásnum. Þar hafði það gefist upp að fylgja móðurinni því færð var slæm og hafði komu- maður skorið það á háls. Við það hurfu Fljótstungumenn heim og þótti súrt í broti. (Niðurlag). r Arið helga. Nýlega opnaði páfinn hinar helgu dyr Pjeturskirkjunnar í Róm, í tilefni af „árinu helga“, 1900 eftir dauða Krists. Fór sú athöfn fram með mikilli viðhöfn. Páfinn var í sínum fegursta skrúða. Hann gekk að hurðinni fyrir hinum helgu dyrum og sló með litlum hamri þrjú högg á hana. Var hurðin síðan opnuð, • Fílslátrarinn. Nokkrir slátrarar í Kaupmanna- höfn sátu saman að sumbli. Þá fann einn þeirra upp á því, að segja að hringt hefði verið frá dýragarðinum og einhver slátrari beðinn að koma þangað til þess að slátra fíl. ITngur slátrari bauðst þegar til þess að taka þetta að sjer. Kvaðst hann hvergi smeikur við það að ráðast á fílinn. Og litlu síðar var hann kominn á stað til dýragarðsins í bil, með alt sitt hafurtask, axir og sveðjur. Þegar út í dýragarðinn kom. Vildi hann fá að fara þar inn án þess að greiða aðgöngugjald. — Kvaðst hann vera kominn til þess að slátra fílnum. Stúlkan, sem selur aðgöngumiða, varð dauðhrædd, því að hún hjelt að maðurinn væri geggjaður. Þó rjeð hún það af að síma til fórstjóra dýragarðsins og spurði hann hvernig á þessu gæti-staðið. Komst þá upp hvernig leikið hafði verið á slátrarann. Varð hann að athlægi um alla borgina fyrir vik- ið, og er nú ekki kallaður annað er> „Fílslátrarinn.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.