Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 Vegna þess óstands, sem nú ríkir í Grikklandi, bæði í fjármálum og stjórnmálum, búast margir við því að horfið verði frá lýðstjórn og konungurinn kallaður heim aftur. Hjer á myndinni sjást þau Georg fyrverandi konungur Grikkja og Elisabeth drotning. — Pizarro í Isla del Galló Frásaga eftir Felipe Sassone Francisco Pizarro gekk út úr búð sinni og lagðist niður í fjöru- sandinn. Hann var staddur í liinni einmanalegu Isla del Gallo (Hana- ey) nyrst í Peru- Þetta var um bjarta og heiða sumarnótt í bruna beltinu. Það sem olli andvöku liins stór- huga Spánverja var ofþreyta, hungur og hið kæfandi loft, sem myndaðist við þ)að að hitagufu lagði eins og eldtungur upp af jörðinni; en aðalorsökin var þó biðin og eftirvæntingin í æstri sál lians, sem hungraði og þyrsti eftir gulli. Skyndilega stóð hann upp og andaði að sjer í stórum teygum saltbornu, ilmandi sjáv- arloftinu. Augnaráð hans var dreymandi og þó einbeitt, er hann rendi því út yfir hafflötinn, í þeirri von, að sjá skip með vin- veitta menn innanborðs, á sigl- ingu þangað, en sú bið hans bar engan árangur. Hann sá ekkert koma í Ijós út við sjónhringinn, sem blasti við hónum óendanlega víður og hljóður eins og örvænt- ing lians sjálfs; en yfir sjávar- borðinu blikaði maurildið, í loft- inu glitti á ljósormana og liátt á himni skein tunglið í fyllingu, eins og bleikrauð kringla yfirnátt- úrlegrar nætursólar. Pizarro lagð- ist aftur niður í sandinn. Geislar fylgihnattarins stöfuðu niður á hafið og daufblátt endurkast þeirra, sem laugaði brynju land- vinningamannsins, gaf honum í einveru næturinnar einkennilegt útlit. dularfult og æfintýralegt. Sandurinn virtist baksvið stórrar myndar, þar sem horað og beina- bert andlit hins hugumstóra æfintýramanns skar sig úr eins og Kristshöfuð á gömlu bysantisku málverki, það var fölt eins og vax, og bar því meira á því sem þykt, og sitt skeggið var hrafnsvart að lit. — Brynia hans var beygluð. hjálmurinn skúflaus. bolurinn slit- inn; hann var berfættur. rifinn og illa til reika. en þrátt fvrir tötr- ana t)ar hann sig tígulega og mintu hinir mikilúðlegu drættir í andliti hans á furðulegan, ofstæk- isfullan bardagamann frá miðöld- nm eða öllu heldur á hinn niikla vitskerta farandriddara, áem Cer- vantes reisti ódauðlegan mintiis- varða með peima sínum. Pizarro tevgði úr sjer í sandinum og 'ljet hugann fljúga víða, rakti það sem á dagana hafði drifið og leitaðist við að skygnast inn í liið ókomna. Mintist hann aisku sinnar í borg einni í Extremadura, þar sem hann ólst upp umkomulaus. al- vöruvörugefinn og mæddur á líf- inu strax í bernsku; f.vrst var liann svínahirðir, })á skósveinn rnunks nokkurs og loks silfgrmsið- ur, bjó til kaleika og helgiskrín, ^"en })að starf vakti hjá honum gull- }>orsta og fíkn í auðæfi- Þung- lyndið í sál Iians, sem aldrei hafði hugsað nje fundið til eins og barn, kom inn hjá honurn uppreisnar- anda, og hinar undrafullu sögu- sagnir af ,,nýja heiminum", sem ]iá var á hvers manns vörum, voru í svo mikilli mótsetningu við hin iimurlegu lífskjör hans sjálfs, að hann fyltist óljósri, ómótstæðilegri löngun í hernað og gullleit. Hann skráði sig í tölu æfin- týramanna þeirra. er fluttust til Ameríku, og æfðist þar þrátt í öllum greinum hernaðarlistarinn- ar. Hann var einn af þeim Spán- verjum. sem fyrstir litu Kyrrahaf- ið. })etta haf. sem engan ])eirra hafði grunað að væri til. og hanti sá, þegar Núnez de Balboa steig út í það og hrópaði þrumandi röddu: ,Þig lielga .jeg mjer í nafni herra míns, Spánarkonungs". Það var á þeirri stund, sem rann upn fyrir Pizarro Ijós og lifandi mynd af þessum nýja heimi, sem fvrir honurn lá að leggja undir sig. Og bá Ijet tilviljunin verða á vegi hans tvo menn, sem voru fram- gjarnir og ótrauðir eins og hann. þá Hernando de Luaue og Diego Almagro. Þeir tóku bá.tt í fyrir fækinu, söfnuðu fie og mönnum, trygðu sjer stuðning landsstjór- ans í Panamá og neyttu ásamt Pizarro hins heilaga sakramentis uin leið og þeir hjetu því há- tíðlega að útbreiða óviðjafnanleg- an boðskap hinnar sönnu trúar og reisa krossins merki í lönd- unum handan við hafið. Alls ]>essa mintist hinn ótrauði kaj>pi frá Extremadura, hinn herskái frumkvöðull landvinninganna, með an hann vakti þessa nótt í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.