Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 2
130 LESBÓK MOKGUNBLABSINS jökulbrún, þá var þar uppi vest- anstormur. Hafísinn. Yjer sáum aöeins tvo fjalljaka (borgarís) á ferðinni, annan út af Anfrmagsalik, en binn suður undir Hvarfi. Rekísbrúnin var nyrst um 45 sjómílur frá lamli, en ísbeltið mjókkaði eftir því sem sunnar dró oy syðst var ísbrúnin um 30 sjómílur frá landi. Meðan vjer vorum í An<rmagsalik- firði var grlaðasólskin o<r var dýr- lepr sjón að sjá fjöllin ojr jöklana baðaða geislunum. Að kvöldi hins 29., er vjer vorum undan H.varfi, voru þar dásamle<rar loftspeglanir. Sýndust þar fjórar sólir á lofti í senn, með geislabaugum umhverfis. Um skipið sjálft. Mælinga og rannsóknaskipið , Meteor“ liljóp af stokkunum í Danzig hinn 18. janúar 1915. Það átti upphaflega að vera fallbyssu- bátur til notkunar í nýlendunum. Iín meðan á stríðinu stóð lá smíð- in niðri, og þegar Þjóðverjar mistu allar nýlendur sínar í stríðslok, sáu menn að engin þörf var fyrir skipið og var því enn fiæstað að fullgera það. En svo kom upp sú hugmynd að Þjóðverjar ætti að eignast skip til hafrannsókna. Og með samvinnu flotamálaráðuneytisins og fjelags- ins „Notgemeinschaft der Deutsch- en Wissenschaft“ var ákveðið að gera út slíkan leiðangur. Þá var „Meteor“ umbygður sem rann- sóknaskip og 16. apríl 1925 lagði skipið á stað í rannsóknarför um Atlantshaf og kom ekki heim aft- ur fyr en 2. júní 1927. Um borð voru 9 vísindamenn og var skipið útbúið með öllum nýtísku áhöld- um til rannsóknanna. Rannsókn- arsvæðið náði frá 20. gr. n. br. norður að pólarís. Sigldi skipið 67.535 sjómílur og er það rúmlega þrisvar sinnum vegalengdin um- hverfis hnöttinn. A þessu ferða- lagi varð ,,Meteor“ fyrst til þess allra skipa eftir stríðið að sýna þýska gunnfánann í erlendum höfnum. Að þessari för lokinni var ,Mete- or‘ hafður til rannsókna í heima- höfum aðallega til þess að leið- íietta og endurbæta sjókort floto- málaráðuneytisins. í júlí og ágúst 1928 fór skipið rannsóknaför um norðanvert Atlantshaf, um sund- ið milli íslands og Grænlands, suð- ur með austurströnd Grænlands og norðitr með vesturströndinni. Og í sömu mánuðum áxún 1929 og 1930 var það enn að rannsóknum í Grænlandshafi. Nafnið „Meteor“ fekk skipið til minningar um fallbyssubátinn „Meteor“ sem barðist við franska skipið „Bouvet“ hjá Havana 1873 og fekk þar glæsilegan sigur. í viðurkenningarskyni fekk skipið þá ^árnkrossinn fyrir frækilega framgöngu, og hefir þessi ,Meteor‘ erft krossinn. Skipherrann á „Meteor“ er Korvetten-Kapitán Kurze. — Hefir hann undir sjer 10 yfirforingja og 123 undirforingja og skipverja. Rannsóknir skipsins í vetur verða nofaðar í sambandj við Norðurhvels-rannsóknirnar, enda þótt leiðangurinn væri alveg sjálf- stæður. ,Svcif cins og stcinn'— En þó snýr heilbrigður maður sjer í rúminu alt að 25 sinnum á nóttu. Rannsóknir svefns og drauma er alveg ný vísindagrein, sem enginn veit enn hvað birta muni oss. Er það ekki alvanalegt að mað- ur heyri einhvern segja: „Jeg svaf eins og steinn í nótt' ‘ — og á þá við það að hann hafi legið alveg rólegur alla nóttina, aðeins sofið, sofið 1 En þetta er alveg rangt. Menn sofa oft fast og í einum blundi alla nóttina — en þeir liggja ekki kjrrrir; þeir eru altaf að snúa sjer og bylta sjer í rúminu, án þess að vita af því. Þýskir, og þó sjerstaklega ame- rískir vísindamenn, hafa verið að rannsaka þetta, og þeir hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að heil- brigður maður snúi sjer í rúminu alt að 25 sinnum á nóttu. Ástæð- urnar til þessa eru taldar margar, og mismunandi hjá flestum. Það getur stafað af taugaóstyrk, starf- semi heilans, undirvitund manns- ins, eða draumlífinu o. s. frv. 1 háskólanum í Pittsburg í Bandaríkjum hafa verið gerðar mjög nákvæmar vísindalegar til- raunir um það hve oft menn snúi sjer í svefni, án þess að vita af. Rannsóknirnar voru gerðar á mörgum alheilbrigðum stúdentum við háskólann. Þær fóru þannig •fram að „hreyfingateljari“ var settur í sainband við rúm þeirra, og hann aftur í samband við myndavjel. í hvert sinn sem mað- ur hreyfði sig í rúminu, taldi ,,teljarinn“ hreyfinguna, og opn- aði um leið fyrir ljósmyndavjel- ina, sem tók augnabliksmynd af manninum, eins og hann þá lá í rúminu. Á þenna hátt mátti sýna þeim, sem „sofið hafði eins og steinn“, hve oft hann hefði hreyft sig um nóttina. og á hvern hátt hann hafði snúið sjer í hvert skifti; ]xað sýndu ljósmyndirnar. Eftir að ]>essar titraunir fóru fram er það ljóst að það er engin sönnun }>ess, að maður hafi „sofið eins og steinn“ þótt hann vakni í sömu stellingum og hann var þeg- ar hann sofnaði. Hann getur liafa snúið sjer og bvlt sjer á alla vegu alla nóttina, og það er aðeins hending að hann vaknar í sömu stellingum og þá hann sofnaði. Rannsóknir þessar hafa' einnig leitt það i ljós, að mismunandi vöðvaafl kemur til greina við hverja hreyfingu í svefninum. Er þetta skýrt þannig að líkaminn hvílist aldrei allur í einu meðan rnaður sefur, heldur sje sjerstakt vöðvakerfi altaf „vakandi", en til þess að Öll fái að hvílast jafnt, verði maður að snúa sjer sitt. á hvað. Væri þá um nokkurskonar ,vaktaskifti‘ í líkamanum að ræða. A: Jeg lenti í slæmri klípu i gærkvöldi. Jeg fór í bíó með kon- unni og hver heldurðu að sitji fyrir aftan okkur? Gamla kær- astan mín! B: Sagði hún nokkuð? A: Nei, ekk] orð. Hún ljest ekki þekkja mig. B: Og þetta kallarðu að lenda í klípn! Nei, vinur minn, einu sinni fór jeg í bíó með gömlu kærust- unni minni og þá sat konan mín aftan við okkur. Þú ættir að kom- ast í ])að!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.