Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 5
hann kvartaði um það, að leið- angurinn bærj en<ran árangur. Þar sem Pizarr® kunni ekki að lesa, varð Tafur að segja honum frá innihaldi þess, sem var all-hvassyrt í lians garð. Ekki stoðuðu neinar bænir og ekki stoðuðu heldur fullyrðing- in um að í fárra mílna fjarlægð væri áreiðanlega voldugt og auð- ugt ríki, — E1 Dorado eða Gull- landið. — Skil.jið eftir annað skipið og eitthvað af matvælum. sagði Piz- arro í bænarrómi; — -Jeg ábvrg- ist j^ður góðan árangur. Gerist fjelagi minn, þá skuluð þjer verða ríkur, frægur um öll lönd. En það kom fyrir ekki; sendi- maður lijelt fast við þær fyrir- skipanir, sein hann liafði fengið. — Jeg get skilið, að löngunin í auð og völd hafi blindað yður, og jeg dáist að hugdirfsku vðar; en mjer ber að framfylgja skipun vfirboðara míns. Skulum vjer því legg.ja af stað, og þjer komið um borð ásamt förunautum yðar. — Enda eruð þjer nú of gamall til að takast á hendur frekari leið- angra. — H,ugur minn eldist ekki, lierra Tafur. Látum þá hermenn- ina ráða, livað þeir gera. En jeg fer hvergi. Þegar kvöldsett var orðið, söfn- uðust allir saman og ávarpaði Pizarro menn sína í þeirri hinstu von, að þeim þá kynni að snúast hugur. — Hlustið á mig. Meðal ykkar ei svikari, sem ritað hefir land- st.jóranum, don Pedro de los Ríos brjef, þar sem hann kvartar yfir mier og því glapræði, sem þessi leiðangur s.je- Hvað hefi jeg gert svo að jeg verðskuldi slikar ákæ’-- urt Hefi jeg ekki fvrstur ykkar fengið að kenna á örvum Indíán- anna? Hefi jeg ekki liðið með ykk- ur liungur og þorsta? Hefi ieg ekki særst s.iö sárum ? Hefi jesr oðeins verið foringi vkkar. og ekkj líka bróðir og fjelagi? Rang- ur og ósanng.jarn liefir þessi ákær- andi minn verið, en jeg fyrirgef honum, vilji hann aðeins halda á- fram með m.jer .... Rödd frá hermönnunum greip fram í: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Við kærum okkur ekki um að týna lífinu fyrir nokkra gull- mola. — Og þá tóku allir undir og lirópuðu: — Til Panamá. til Panamá! — Þið skuluð allir komast þang- að. verið bara rólegir, sagði Taf- ur. — Þá dró Pizarro sverð sitt úr slíðrum, brá því leiftrandj .hratt með hetjulegum tilburðum og skar línu í sandinn frá austri til vest- urs. Augu hans tindruðu eins og í vitfirringi og rödd hans hljómaði sem herlúður: - Ií.jer. sagði liann og benti i norður. — liggur leiðin til Pan- amá, til örbirgðar og vansæmdar; en þessa leið, bætti hann við og benti til suðurs. — fara menn til Perú, verða ríkir og útbreiða trúna á hinn sanna guð. Kjósi nú liver, sem vill heita góður Spán- verji, þá leiðina. sem honum fell- ur betur. — Að svo mæltu rjetti hann úr' sjer. og með tignarlegu yfirbragði steiir hinn liugprúði. "öfugi. ofstækisfulli riddari yfir línuna. Einn af hermönnum hans, Grikkinn de Candia. fann endur- fæðast í briósti sjer hetjuanda Hómerskvæðanna, osr steig hann lika yfir línuna; þá Ruiz st.ýri- maður og loks tíu aðrir. sem heill- nðnst af fordæmi fvrirliða síns. Pi/arro stóð mitt í þessum fá- menna hóp, hreyfingarlaus og drembilegur. eins og hann biði hess, nð myndhöggvari mótaði í rtein hina aðsópsmiklu persónu Iians. — Þarna sjáið þjer. herra Taf- ur, tók hann til máls: — fáir er- um vjer, að vísu. einir þrettán, en trúin gerir oss sterka og hún mun flytja oss vfir f iöllin. sem aðskilja o.c's frá Perú. Gleðiist. vinir og trúir hermenn konungsins herra vors. því enda bótt þið farist í loitinni. hafið þið þó altaf sigrað það. sem ölhi er sterkast: dauð- r-n nrr glevmskuna- Þessir brettán menn voru stað- ráðnir í að snúa ekki afGir heldur halda áfram leiðangrinum og sóru þeir að láta eitt yfir alla ganga. Sendj Pizarro stýrimann- inn Puiz aftur til Panamá í bví • kvni að skýra þeim Luque og Al- magro frá því, sem gerst hafði. 133 Lawrence ofursti er talinn mesti atfintýramaður heimsins. Nú ætlar amerískt kvik- myndafjelag að fara að; geral mynd af liinum merkilegu æfin- týrum hans í stríÖinu, þegar hann yar í Arabíu, kom þar í veg fyrir hið heilaga stríð Múhamedstrúar- manna og vann arabíska höfð- ingja til fylgis við bandamenn. — Myndin sýnir Lawrence í arabisk- um búningi. og hvetja þá til að styðja leiðang- ursmenn eftir föngum. Skilnaðar- stundin var dapurleg. Þeir, sem fóru, kvöddu hina tólf lirærðir í huga, því að þeir þóttust vissir um, að þrjóska þeirra og fífl- dirfska mundi verða þeim að bana- Tafur get ekki annað en dáðst að hugrekki þeirra og fjelst á að miðla þeim nokkru af vistum sín- um. — Þegar galeiðurnar hurfu sýnum Ú1 við sjóndeildarhringinn, fjellu tólfmenningarnir á knje í fjörunni og endurnýjuð'U heit sitt í Krists nafni, um að standa saman sein einn maður og gefast ekki upp, uns takmarkinu væri náð. f kviild- kyrðinni ómaði beitstrenging þeirra með annarlegum, hátíðleg- um blæ og blandaðist brimhljóð- inu. Og eldrauð sólin hvarf í hafið eins og hún fyriryrði sig fyrir að vera vitni slíkrar sjálfsfórnar. Þannig hófst liinn sigursæli Perúleiðangur Spánverja. Þ. Þ. þýddi úr spænsku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.