Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1933, Blaðsíða 8
136 lesbók móbgunblaðsins Leviathan hið mikla þýska skip, sem Banda- ríkin feng;u í sinn hlut að ófrið- arlokum, þá lijet ,,Vaterland“, fer nú bráðum sína seinustu ferð yfir Atlantshaf. Það þolir ekki samkepnina við hin nýjuxtu far- þegaskip, og: hefir orðið stórtap á rekstri þess. Sennilega verður skipið höggvið upp. Um Mark Twain ameríska skáldið, eru óteljandi sögur sagðar. Hjer er ein af þeim: Það var einhverju sinni að kona hans heyrði ógurlegan gauragang og hávaða í skrifstofu hans. Hún rauk þangað inn í dauðans ofboði og sá þá mann sinn æða fram og aftur um gólfið, eins og ljón í búri. Hann reif hár sitt og bölvaði í sand og ösku. — Hver ósköpin ganga nú á? spurði hún skelfd. —• Jú, þú hefir nú rjett einu sinni verið að taka til hjerna í herberginu mínu og nú finn jeg auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut. Og hvernig á jeg þá að starfa, ef jeg finn ekki neitt til neins? — Góði Samiiel minn, sagði konan, jeg tók einmitt svo ágæt- lega til á skrifborðinu þínu- — Þarna lagði jeg öll brjefin þín, þarna lagði jeg handritapappír- inn þinn, svo hreinsaði jeg blek- byttuna og...... — En hvern skrattan gerðirðu af tappatogaranum? mælti Mark Twain. Undrabarn. Oft heyrir maður getið um undrabörn, sem skara fram úr jafnöldrum sínum, og oftast nær er það þá á sviði hljómlistarinnar. Nýjasta undrabarnið er 9 ára gömul ensk telpa, sem heitir Sheila -Mossman. Þegar hún var þriggja ára að aldri gat hún leikið á píanó mörg lög, sem hún hafði lært utan að. Þegar hún var sex ára gömul byrjaði liún á því að semja lög. Og nú nýlega helt hún hljóm- leika í hinu enska „Musikkonserva torium“ og vöktu þeir svo mikla. athygli og aðdáun, að forstjórarnir spáðu henni því að innan fárra ára mundi hún vera orðin heims- fræg. Smcelbi.. — Það er vor í dag. — JÚ, jú, en hvaða árstið var þá í gær? Búðarþjónn var að afgreiða aldraða frú, sem reifst út af verðinu á silkibút. Kaupmanni gremst hvað honum ferst klaufa- lega að sannfæra konuna og kall- ar á hann afsiðis til þess að leið- beina honum. — Þjer eruð asni; nú skal jeg sýna yður hvernig maður á að haga sjer þegar þannig stendur á. — Svo sneri hann sjer að kon- unni: — Já, kæra frú, það er verðið á þessu silki — en við getum ekki selt það ódýrar því að nú er svo lítið framleitt af silki vegna þess að pest hefir komið upp í silki- ormunum. Konati ætlaðj að hugsa sig um og fór. Ðaginn eftir sat kaupmaður 1 skrifstofu sinni og heyrði þá ógurlegan hávaða frammi í bttð- inni. Hann rýkur fram og sjer sömu konuna og áður. Hún var sótrauð af vonsku og lamdi búð- arþjón eins og harðan fisk með regnhlif sinni, kallaði hann öll- um illum nöfnum og rauk svo á d.vr. Káthe von Nagy litla ungverska ,,filmstjarnan“ hjá Ufa, sem allir kannast við. — f hamingjunnar bænum, hvað á þetta <í)ð þýða? spyr kaupmaður. — Jeg skil það ekki, svarar búðarmaðcr. Httn kom til að kaupa bendla og byrjaði eins og í gær að jagast um verðið, en þegar jeg sagði henni að við gætum ekki selt þá ódýrar vegna þess að pest hefði kornið upp í bendilormunum — já, þá rauk hún á mig með þessttm litla of- stopa. — Segðu já, elsku Jóhanna, og þá kemst jeg í sjöunda himin. — Svei Pjetur, hefirðu verið trúlofaður sex sinnum? Lausn á seinustu bridgeþraut: A. C. B. D. 1 S2 S7 L2 S9 2 TD L4 T4 TG(?) 3. S4 S8 H4 SIO 4. LD LK L3 LIO 5- T6 L6 LÁ LG 6. L5 og nú verður D að fleygja af sjer í óhag, svo að A og B fá annað hvort 2 slagi í-tígli, eða einn slag í spaða og á tígulkóng. Um 2. slag. Ef D slær vit spaða aftur drepur B með trompi og slær t. d. út L3 sem D drepur, eða hann slær út T4 sem A drepur. Þá slær A út LD.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.