Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Side 2
298 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS W. L. Mackenzie King. sendi hún öllum helstu þingmöhn- um vestur-fylkjanna brjef um máliS, forsætisráSherra og leiðtoga stjórnarandstæðinga. í brjefum þessum var sagt frá hátíðinni og gfetið um þau tilmæli, er nefndin bæri fram. En 16. maí, er tölu- vert var liðið á þingtímann, bár- ust þær fregnir til nefndarinnar, að önnur ti'llaga hefði verið borin upp við stjórnina þess efnis, að í stað námssjóðs skyldi líkneski eða einhver önnur gjöf, því skyld, send til Islands. Heimfararnefnd- inni virtist það mjög misráðið ef að þessu yrði liorfið, og sendi því þrjá erindreka til Ottawa til þess að ræða uin málið við stjórnina. Til fararinnar völdust dr. Rögn- valdur Pjetursson, Jón J. Bíldfell og sá er þetta ritar. Sendimenn- irnir náðu fundi forsætisráðherra og liafði dr. Rögnvaldur aðallega orð fyrir þeim- Er það skemst af að segja, að betri málflutning hefi jeg aldrei heyrt- A örfáum mínútum hafði honum tekist að vekja stórlegan áhuga hjá forsæt- isráðherranum, W. L. Macenzie King. Gat ráðherrann þess, að honum fyndist mikið til um náms- s.jóðshugmyndina, ekki síst fyrir þá sök, að ráðstöfun eins og þessi væri ein af þeim fáu verkum, sem stjórnmálamaður gæti int af hendi án þess að bak við fælist hugs- unin um einhver friðindi, er koma ættu í staðinn. Kom það í ljós, I samtalinu. að hann var vel kunn- ur sögu íslands — hann var áð- ur prófessor í fjelagslegum vís- indum — og hafði auk þess náin kynni af þeim orðstír, er íslend- ingar í Kanada höfðu getið sjer. En þess gat liann einnig, að sjer- stakir örðugjleikar væni á því fyrir stjórnina að koma námssjóðs hugmyndinni að, sökum þess, að það er tekið fram í stjórnarskrá Kanada, að mentamál öll eru fylk- ismál en ekki mál Sambandsþings- ins. Mun það ákvæði hafa verið sett inn í stjórnarskrána að til- mælum Frakkanna í Quebec, sem vernda með afbrýði sína frönsku skóla en uggir um afdrif þeirra, ef hinn enskumælandi meiri hluti í Sambandsþinginu tæki að fjalla um skólamál. Nú gat ráðherrann þess, að litið mundi verða svo á, að námssjóðsstofnun heyrði undir mentamál og mætti stöðva fram- gang hennar á þeim grundvelli. Rjeði hann sendimönnum að eiga tal um málið við dómsmálaráð- herrann, Lapointe, sem var áiirifa- mesti Frakkinn í þinginu. Þetta ráð var tekið, og kom þá enn í Ijós, að dr. Rögnvaldur kunni að haga orðum sínum, því að áður langt væri um liðið, virtist Frakk- inn vera orðinn málinu hlyntur. — Að sjá'lfsögðu mintist hann fljót- lega á þessa sömu örðugleika, sem forsætisráðherrann hafði getið um, en þó var á honum að heyra að halda mætti svo á málinu, að ekki vrði þetta að tjóni. Eins og getið iiefir verið um, var langt liðið á þingtímann, er sendimennirnir komu til Ottawa. Sennilega hefir stjórninni ekki virst tíminn nægilegur til undir- búnings þá að sinni, því að síð- asta dag þingsins gerði foroætis- ráðherra þá yfirlýsingu, að ef flokkur hans yrði í meiri hluta að afstöðnum kosningum, sem í hönd áttu að fara, og ef hann hefði þá áfram forystu fyrir fiokknum, mundi hann ganga frá ,,varanlegri minningargjöf til ís- lands út af þúsund ára afmælishá- tíð Alþingis Islendinga“. Leiðtogi st.jórnarandstæðinga, R.B. Bennett, ítóð þá jafnharðan upp og gat þess, að færi svo, að það yrði sitt hlutskifti að fara með völdin að afstöðnum kosningum, þá teldi hann sjer sæmd að uppfylla það loforð, er forsætisráðherrann hefði gefið. Kosningum lj’ktaði þannig, að st jórnarandstæðingar, er verið höfðu, konservativi flokkurinn, tók við völdum undir forystu R. B- Bennetts. En nú var kreppan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.