Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1933, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 Josefina Baker, hin fræga svarta danskona kom nýlega fljúgandi til London og ætlar að hafa þar sýningar. livalina draga sig upp á líf og dauða. Það var ekki um annað að gera en bíða þess, að hval- urinn gæfist. upp. Eins var um oss; vjer vorum ekki á því að sleppa þeim. Blóðlitaður sjórinn rauk um eyrun á oss meðan bát- urinn þeyttist eins og skot á eftir hvalnum. En að lokum mæddi hvalinn blóðrás og þá stútuðum vjer honum. Þegar er vjer höfð- um hálsskorið hval, var hann ró- inn að borði og bundinn, en vjer lögðum í leikinn aftur. A þes.su gekk allan daginn. Og um kvöld- ið höfðum vjer náð 12, hvölum. Þá var einkennilegt um að litast á þilfari hjá oss, en þá voru me'nn handfljótir að skera. Og síðan fengum vjer þjóðarrjettinn, nýtt grindakjöt og spik til kvöldverð- ar. Það var dálítið annað en beina kex og ólseigt saltkjöt! Eftir gamalli venjir kváðum vjer svo Grindavísuna. Aðra eins Jónsmessuhátíð hafði enginn af oSs lifað og lifir sjálf- sagt aldrei aftur, því að þetta mun vera eins dæmi að komast í grindadráp úti á miðju Atlants- liafi. Fyrir kvenfólkið. Ung mentakona, er lengi hefir dvalið í stórborgum álfunnar, en vill ekki láta nafns síns getið, ajtlar framvegis að skrifa fyrir Lesbók, smágreinar til leiðbeining- ar fyrir konur um andlitssnyrting og hirðing líkamans. Sem inngangsorð að greina- flokki þessum, liefir hún sent hlað- inu eftirfarandi grein: I. Með ári hverju verða verkefni kvenna fjölbreyttari og fjölþætt- ari. En hvar sem gert er boð eftir kvenfólki til ýmiss konar starfa utan heimilanna, er spurt eftir ungum duglegum stúlkum. Og þegar á heimilin kemur, er hið saiua uppi á teningnnm. Eigin- menn okkar og börnin okkar heimta það, að við sjeum síungar, ekki einasta í anda, heldur og í útliti. Orðið „gömul“ má ekki heyrast nefnt, í sambandi við iokkur kvenfólkið. Það gildjr einu í hvaða stiiðu við erum, hve litlar við erum og hve annríkt við eigum, engar af- sakanir eru teknai- til greina. Alt af verðum við að vera snyrtilegar í útliti, framgöngu og klæðaburði. Fyrsta sporið er, að hugsa vel um líkams heilbrigði sína. En með henni fylgir heilbrigð sál- Andlitið er spegill sálarinnar. Sálin gerir andlitið viðfeldið eða óviðfeldið. Við þurfum því fyrst og fremst að vernda andlitið fyrir hrukk- um fingraförum ellinnar. — Hrukkurnar eru stundum frá á- hyggjuin runnar. En ekki ljetta þær áhyggjurnar. Þær ha^a gráu ofan á svart. En þa'r geta líka komið til af vanhirðu, óhreinlæti, skeytingarleysi. Hin dýrustu smyrsl gcta ekki bætt úr hrukkunum, geta ekki af- máð slík lýti, enda þótt hægt sje að bæta úr þessu á ýmsan hátt, eftir nýjustu reynslu. En það gerist ekki fyrirhafnarlaust. Fyrsta skilyrðið til þess, að útlit manna sje gott, er, að hör- undið sje sljett og heilbrigt- Að ]>ví gefum við oft ekki nægilegi gætur. Það er kunnugt,- að starf- semi hörundsins er í nánu sam- bandi við störf ýmsra líffæra lík- amans. Til þess að hörundið sje heilbrigt og sljett, þarf t. d. melt- ingarstarfsemin að vera í lagi. A'erði misbrestur á því, myndast rotnunarefni í líkamanum, sem eitra hann, áu þess að sje gadt. En afleiðingin kemur m. a. í ljós : hörundsskemdum. Þá er það og ekki síður þýðingarmikið, að blóð- rásin sje í lagi- En sjeu á henni misfellur, verður að leita læknis- ráða. Að endingu vil jeg taka það fram, að ef notuð eru fegurðar- meðul með röngum hætti, þó góð ,sjeu talin í sjálfu sjer, geta þau með tímanum valdið miklum hör- undskvillum. Eigi get jeg nógsamlega mælt með íþróttum, leikfimi, útigiing- um, fyrir líkamlega vellíðan okk- ar. Alt slíkt eykur mótstöðuafl likaina okkar, og gerir liann stæltan og heilbrigðan. Vera. Ökumaður í stórborgum hverfa hestvagn- ar og liestar smám saman, því að þeir geta ekki kept við bílana. — I Berlín voru ökumynn mjög margir til skams tíma, en nú er sú stjett að líða undir lok. Hjer á mvndinni sjest 7!l ára gamall ökumaður í Berlín, sem elcki vill gefast upp í baráttunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.