Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3G3 ætlunin að gera fyllingar og bryggjur vest ur í Grandabót og meðfram Grandagarðinum. Er þar rúm fyrir miklu meiri útveg en við Ægisgarðinn, en þótti of erfitt til framkvæmda í byrjun, meðan ekki er sjeð hve miklum vexti bátaútgerðin tekur. Sjálfsagt verða skoðanir manna mjög skiftar um það, hvort heppi- legt sje að hleypa hjer upp báta- útvegi fremur en að auka togara- iitgerðina- Menn vísa auðviteð í það, að togaramir hafa um <vo áratngi borið uppi vöxt og rel- gengni bæjarin.s og landsins i heild að miklu leyti. Sú útgerð sjf afkastamest og hafi boðið því fólki, sem hana stundar, upp á betri lífskjör en nokkur önnur grein fiskveiðanna- Alt er þetta rjett. Samt held jeg að það sje rjett' lmgsun hjá hafnarstjórn og bæj- arstjóm, að skapa skilyrði fyrir því, að bátaíitvegur geti haft hjer athvarf við hliðina á togaraútgerð- inni. Pyrsta ástæðan er sú, að með binu lága verði, sem nvú er á fisk- inum, stendur bátaútvegurinn bet- 'ur að vígi en togaráútvegur, ef báðir eru bygðir, að miklu leyti á lánsfje, af því að bátaútvegur- inn er ekki eins stofnfjárfrekur, og af því að rekstrarkostnaður hans er að meiri hluta fólginn í innlendri vinnu, en rekstrarkostn- aður togaranna er að meiri hluta í erlendum útgerðamauðsynjum, vaxtagreiðslum og fyrningu á að- keyptum skipum- Auk þess hefir bátaútvegurinn að mínum dómi mjög mikla fje- lagslega þýðingu við hlið togara- útgerðarinnar. Ungir dugnaðar- menn ættu að geta ráðist í báta- útgerð, einir sjer eða fleiri saman. þótt þeir hafi ekki mjög miklu fjármagni yfir að ráða- Takist þeim að reka bátaiitgerðina skyn- samlega og með góðum árangri, þá eru þeir þar með komnir á leiðina til stærri íræða. En togara- útgerð er svo fjárfrek í byrjun, að sjómönnum, hversu duglegir sem þeir eru, vill værða það of- viða, að byrja á henni- Smærri Útvegurinn, sem býður upp á skil- vrðin til þess að sýna hæfileika í framkvæmda.stjórn. er þess vegna íjett á litið sjálfstæðismál sjó- mannastjettarinnar. .Jeg vona að sú byrjun td fiskibátabafnar, sem lijer hefir verið sagt frá, eigi eft- ir að leiða í ljós, framtakssama og forsjála sjómenn, sem geti larnast svo vel hin smáa útgerð, að hún verði þeim tröppustigi upp í stjórn og rekstur stærri útgerð- arfyrirtæk ja. Fyrir kvenfólkið. VIII. Hrukkur. (Niðurl.) A }>ví, sem áður er sagt, sjest það, að það er inest undir okkur sjálfum komið hvernig fer með hrukkurnar. En ef lýsa ætti öll- um hinum mismunandi hrukkum, þá væri það nóg efni í bók. Jeg læt mjer því nægja að skjóta þessu máli til dómgreindar hverr- ar einstakrar konu- Það eru til alls konar meðul, sem strengja á hviðinni og auka blóðrás að hörundinu. Þegar kon- ur nota þau, halda þær að hrukk- urnar sje læknaðar. Hin aukna blóðrás lífgar hörundið í bili, en þurkar það of mjög, ef meðulin eru notuð til lengdar. En hand- nudd eykur líka blóðrásina, styrk- ir vöðvana og mýkir hörundið, en nudd er þýðingarlaust nema það sje viðhaft að staðaklri. Á meginlandi Evrópu og í Ame- ríku eru notaðar „elektro-chemis- kar“ grímur, sem gera hörundið mjúkt, en þær eru svo dýrar að almenningur getur ekki keypt þær til þess að lækna hrukkur. Hin „esthetiska kirurgi" getur gert kraftaverk, en þó ætti ekki að grípa til hennar fvr en eftir fimtugsaldur. En enda þótt kona hafi vald á andbtsvöðvum síiium, þá þarf að endurtaka þá lækninga aðferð oft, vegna þess að vöðv- arnir slakna og andlitshúðin verð- ur laus. Eftir því sem jeg best veit hef- ir enn ekki verið fundið betra ráð við hrukkum, heldur en það, sem kennari minn, dr. Peytourean í París og aðstoðarmaður hans. pró- Þinghöllin í Berlín sjest hjer á niyndinni. Viðgerð er enn eigi lokið, eins og sjá má á grindastöplinum, sem stendur ofan á hvelfingu hallarinnar. fessor Bitterbn fundu fyrir eitt- hvað 8 áriun, og síðan hefir verið reynt ineð góðum árangri. Aðferðin er í því fólgin að auka slarf húð-„sellanna“, með raf- magni og gera hörundið þannig mjúkt og lifandi. Ef hrukkurnar eru ekki orðnar af djúpar, geta ])ær horfið algerlega á stuttum tíma, en þó er það mismunandi eftir því hvernig hörundið er og hvernig hrukkumar liafa mynd- ast. Sömu aðferð er beitt við and- litsvöðvana, sem j)á stælast og strengja á húðinni. Það hlýtur hverjum að vera ljóst að auðveldara er að lækna hrukkur á ungu fólki en gömlu- Eins ætti það að vera auðskilið, að þegar hrukkurnar eru mjög djúpar og húðin lau.s, þá verður það ekki læknað með öðru en upp- skurði. Lækningin er aðallega komin undir mýkt hörundsins og andlits- vöðvunum. Þess vegna hefir það komið fyrir að hægt hefir verið að lækna hrukkur á fimtuguin konum, þótt ekki sje liægt að lækna þær á þrítugum stúlkum- En, kæru frúr og stúlkur, mest er undir yður sjálfum komið, að þjer getið haft hald á andlitssvip yðar. Vera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.