Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Blaðsíða 8
IiESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 :i68 Páll Erlingsson sundkennari. Fyrir 40 árum fluttist hingaS til Reykjavíkur bóndi frá Ár- lirauni á Skeiðum, Páll Erlings- son, bróðir þjóðskáldsins Þor- steins Erlingssonar. Þessi maður bóf þá að kenna hjer sund, þessa „íþrótt íþróttanna“, sem þjóðin liafði gleymt að mestu leyti, Má með rjettu kalla Pál brautryðj- anda þeirrar íþróttar hjer á landi- Páll hefir alla ævi verið fá- tækur maður og átt við búsáhyggj- ur að stríða, en þó voru þær ljettar á metunum hjá því and- streymi sem hann varð að berjast við fyrstu árin hjer, þar sem voru hleypidómar almennings og skiln- ingsleysi á sundíþróttinni. Fanst flestum þá að unglingar og æsku- menn gæti gert eitthvað annað þarfara heldur en að busla í vatni. Og að konur lærði sund — það var sú fjarstæða, sem ekki náði neinni átt- En sigursæll er góður vilji og sannast það á Páli. Hann hugsaði líkt og Múhamed, að úr því fjall- ið vildi ekki koma til sín, þá yrði hann að fara til fjallsins- Fór hann því oft snemma á morgnana niður að bryggjum, talaði við verkamenn og hvatti þá til þess að koma inn í sundlaugar og baða sig, þótt ekki væri meira. Og þetta hafði þau áhrif, að ýmsir fóru að láta sjá sig í sundlaug- unum og síðan hefir aðsóknin að þeim aukist ár frá ári. TTm 30 ára skeið kendi Páll sund hjer og engum manni er það eins mikið að þakka hvað sundíþróttin hefir rutt sjer til riims hjer á landi. Áhrifa hans gætir um land alt- — Sigri hrósandi gekk hann af hólm- inum með alþjóðarþökk fyrir vel unnið starf. En þakkirnar einar \erða ekki í askana látnar og mætti Alþing vel muna eftir því livað þjóðin á slíkum mönnum að gjalda. Vel skildi Páll við starf sitt þar sem tveir af sonum hans, Jón og Ölafur tóku við af honum og eru mi fastir sundkennarar við Sund- laugarnar í Reykjavík. Ern þeir að allra dómi þeir bestu súnd- kennarar sem völ er á hjer á landi. Þriðji sonur Páls er Er- lingur lögreglufulltrúi, fræknasti sundmaður ]>essa lands, sá, sem ljek það eftir Gretti að synda úr Drangey til lands, og er það sund fi-ægast hjer á landi- 5mœlki. lengur. Nú höfum við gengið hjer í þrjár klukkustundir og hvergi eygist trje eða ljósker! — Lítið nú á tvíburar, það var svona fugl sem kom með ykkur. Konungur Afghanistan. Þegai- Nadir Khan kongur var myrtur tók sonur hans Mohamed ^ahir Shah við konungsstjórn. — Hann er aðeins 19 ára gamall. Hjer á myndinni sjest hann í bún- ingi óbreytts hermanns- — Frænka, sagðirðu ekki að jeg mætti eiga krónuna, sem þú mist- n, ef jeg gæti fundið hana? — Jú, barnið mitt. — Þá á jeg hjá þjer 50 aura, því að þetta var ekki nema 50-eyr- ingur. — Yiðbjóðslegí hundur! — Andstyggilegi seppi! — Jeg ætla að kaupa sápu, segir strákhnokki, en það verður að vera sterk lykt af henni. — Vill mamma þín það? — Nei, en jeg vil það, svo að mamma geti fundið það á lykt- inni að jeg hefi þvegið mjer, og láti mig ekki vera að þvo mjer aftur og aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.