Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1934, Side 1
JMor0ííJ»WaB@»iw@
12. tölublað.
Sunnudaginn 18. mars 1934.
IX. árganfur
t »af. il>lurpr«ti'40i
ænland.
ÍÍ ft*
Eftir Árna Óla.
Ni8urla>r.
Um Grænlendinga.
Ágúst segir, að sjer hafi líkað
ágætleg'a við Grænlendinga yfir-
leitt, þegar hann fór að kynnast
þeim og lifnaðarháttum þeirra.
I>eir eru góðlyndir og rólyndir,
altaf í góðu skapi, bæði heima og
heiman. En ekki má umgangast
þá eins og jafningja, því að þá
verða þeir ágengir og bera ekki
neina virðingii fvrir manni. Það
kemur þráfaldlega fyrir að græn-
lenskur verkstjóri getur ekki
fengið neinn mann í vinnu, þótt
þeir hlaupi eftir minstu bendingu
Dana. Annars eru Grænlendingar
fremnr þungir til vinnu og sila-
legir. Rtafar það máske af því, að
áður fyr var alger verkskifting
milli karla og kvenna. Karlmenn-
irnir áttu aðeins að veiða. og
þeim var ekki samboðið að fást
við önnur störf en þau. sem að
veiðiskap lúta. 011 önnur störf
voru kvennaverk í þeirra augum.
Þess vegna eru þeir líklega frá-
bitnir vinnn í landi og vinna oft
með semingi. þótt þar sjeu rnarg-
ar beiðarlegar undantekning'ar.
því að ýmsir Grænlendingar eru
duglegir verkamenn. En ábugi
þeirra vaknar fvrst ef þeir sjá
sel. Þá verða þeir óðir af ákafa
og veiðihug. Fyrir fiskveiðum
hafa þeir ekki líkt því eins mik-
inn áhuga.
Grænlendingar tala eing'öngu
grænlensku sín á milli. Það eru
ekki nema einstaka menn, sem
tala dönsku. og fæstir vel. Þó eru
þeir marg'ir, sem skilja nokkurn
graxit í dönsku.
011 kensla í skólum fer fram
á grænlensku, og þar eru græn-
lenskir kennarar. Kenslubæk-
urnar eru samdar af Dönum og
grænlenskum kennurum í fjelagi,
og margar þeirra eru danskar
kenslubækur. sem þýddar hafa
verið á grænlensku.
Börn eru skólaskyld á aldrinum
10—-14 ára. og fer kenslan fram
á tímabilinu frá 1. okt. og fram
í maí. Er nú nýleg'a byrjað að
kenna dönsku í skólunum, en ekki
önnur tungumál. í Godtliaab og
Egedesminde eru lýðskólar. sem
útskrifa kennimenn (presta) og
kennara.
f Godthaab er prentsmiðja og
bókbandsvinnustofa. -— ForstÖðu-
maðurinn þar er Grænlendingur.
Christopher Lynge að nafni.
]>rýðis vel gefinn maður. Hann er
kvæntur danskri konu og er eini
Grænlendingurinn, sem hefir trún-
aðarstarf hjá stjóminni,
I prentsmiðjunni eru prentað-
ar allar kenslubækur og orða-
bækur. Þar er t. d. nýlega komin
út ágæt dönsk-grænlensk og
grænlensk-dönsk orðabók. Þar
er líka g'efið út eina blaðið sem
til er á grænlensku og kemur það
út einu sinni á ári. Er Lynge rit-
stjóri þess og bann hefir um-
sjá með útgáfu allra bóka.