Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1934, Qupperneq 8
96
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
5mcelki.
Minnismerki Edisons.
í Bandaríkjunum á ná að reisa
Edison minnismerki. Verður það
100 metra hátt og er gert ráð fyr-
ir að það muni kosta 2 miljónir
dollara. Frummynd minnismerkis-
ins sjest hjer.
— Hvaða asni var það sem jeg
dansaði við áðan?
— Bróðir minn.
— Ó, fyrirgefið þjer — jeg —
jeg hefði sannarlega átt að sjá
hvað þið eruð líkir.
— Jeg mætti konunni þinni í
gær, en hún sá mig ekki.
—Jeg veit það. Hún sagði mjer
sjálf frá því.
— Ef jeg skrifaði nú brjef og
stílaði það til mesta grasasnans
hjer á landi — hver heldurðu að
fengi það?
— Það yrði auðvitað endursent.
— Haltu þjer saman og' vertu
ekki að tala um það sem þú berð
ekkert skynbragð" á — heldurðu
kanske að þú sjert alþingismaður!
Ríkiserfingi Belga.
Þessi mynd er af hinum nýa
ríkiserfingja í Belgíu, Badouin
prins, syni Leopolds konung's og
Ástríðar drotningar.
Kuldinn í New York.
Ovenjuleg harðindi hafa verið
í New York í vetur, og er talið að
annar eins frostavetur hafi ekki
komið seinustu 100 árin. Dag
eftir dag mátti sjá fjölda fólks
glápa á hitamæla á húsum í borg-
inni og furða sig á frostinu og
hvað það gæti haldist lengi.
— Hvar felurðu þau brjef, sem
þú vilt ekki að konan þín sjái?
— I saumakörfunni hennar.