Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1934, Blaðsíða 1
JHorðMííiMaiíisins
33. tölublaS.
Sunnudaginn 12. ágúst 1934.
IX. árgangur.
ti<afoldiirpr«nt.*(ni0j* h.f.
Buömunöur Friöjónsson:
Lanöskjálfti
Landið skelfur af Loka völdum,
líkt og gerðist fyr á tíð.
Gnötrar jörð og gengr í öldum.
Goðin liggja á friðarskjöldum.
Rignir grjóti úr hamri og hlíð.
Hefst við fólk í útitjöldum.
Steinbyggingar ganga af göfium
gliðna hús úr járni og trjám.
Rjáfur lúta reginöflum.
Reika menn og bogra á knjám.
Undirlög að ægi blám
eru sundurtætt á köflum.
Því er Loki að þessu stjaki,
þessu sparki í jarðar kvið?
— Löngu væri ber að baki
brysti hann konu sinnar lið. —
Landvætt hverri leiðist bið,
að loddari sinnaskiptum taki.
/
Öfl, sem stunda að eyðileggja
auðsæld, róma Loka starf.
Hlakkar í þeim við hundrað veggja
hrun og dýrra minja hvarf.
Þegar skarðar þjóða arf
þjóstylfingar spertir hneggja.
* *
Eldar í hömlum undir niðri,
ala á Bölverks hildarleik.
Jörmunkraftur í jarðar iðri,
jötunn mikill, hefst á kreik.
Fara þá í feluleik
flæðisker á vortíð miðri.
Sýknum lýð hefir Bylting búið,
bölvun — þvílík hrygðarmynd.
Frjórri jörð í flag er snúið;
* fólska að verki, dumb og blind.
Hagsæld út í veð’r og vind,
vítiskrafta hefir flúið.
Þegar við auga bylting blasir,
bruðla vargar allri krás.
Hús verða eins og hrumar snasir,
hurðir segja upp meiddum lás.
Veðrið draga af versta Ás
vondra spila, bófa nasir.
Neðstu hellna dólgar dansa.
Djöflum er hið besta skemt.
Stefnt er að mönnum vá og vansa;
vondslega er að fólki klemt.
Áður en fái alþjóð hremt,
aðför klaufa, drottinn, stansa.
* *
Laus úr fjötri ef Loki verður,
landinu mun í glötun steypt,
etjukostur grasrót gerður,
gæfu vorri á jökla hleypt;
óðal sögu ódýrt keypt,
arfur þjóðar stórum skerður.
Hví eru dumb og hlutlaus goðin?
Hljótt er um þau á vjela-öld.
Borg og þorp eru blóði roðin.
Bygðir vantar hlífiskjöld.
Hel og Loki ef hreppa völd,
hverjum verða lífsgrið boðin?