Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 2
oÍ4 LÍSBÓK MORGUNBLAÐSINS Olufa Finsen. Hólmfríður Þorvaldsdóttir. Edinborg, hjá Agústu systur sinni. Bar hún á þessum stöðum fram mál sitt og fekk ekki ólíkleg'ar undirtektir, ef Islandingar sjálfir sýndu áhuga sinn. Þegar heim kom, kallaði frúin saman á fund sunnudaginn 12. mars 1871, ýmsar heldri konur, til að ræða um mentastofnun fyrir ungar stúlkur. Var þar samþvkt „Avarp til íslendinga“, er sent var til ýmsra úti um land. Til frekari aðgjörða var á fundinum kosin nefnd, sem var hin fyrsta forstöðu- nefnd skólans, og skipuðu liana Olufa Finsen, kona Hilmars lands- höfðingja, Ingileif Melsteð, ekkja Páls amfmanns; Hólmfríður Þor- valdsdóttir, kona Jóns Guðmunds- sonar alþingismanns; Guðlaug Guttormsdóttir, ekkja Gísla lækn- is Hjálmarsens og Thora Melsteð. Páll Melsteð var ritari, en kaup maður H. Th. A. Thomsen fje- hirðir. Til að byrja fjársöfnuM tók frú Thora það ráð, að hekla marglita gólfábreiðu og fengust með happ- drætti fyrir hana 200 kr. Var það grundvöllur Kvennaskólasjóðsins, og mun einsdæmi, að gólfábreiða megi svo miklu til vegar koma. Tók nvx að lifna yfir málinu og ýmsir að g'efa- Og snemma á ár- inu 1873 var í Danmörku, að til- hlutun Bojesens justisráðs, tengda- föður landshöfðingja, sett 17 manna nefnd, og fyrir starf henn- ar kom talsvert fje frá Danmörk og einnig nokkuð frá Englav.d; og Skotlandi, og var nú sjóðurinn orðinn um 8000 krónur. Að bestu manna ráði, afrjeð svo frú Thora, að stofna skólann á næsta ári og setti, seni fyr segir 1. okt. 1874, Kvennaskólanu í Reykjavík, hinn fyrsta á landinu- Um sömu mundir var undirbún- ingur hafinn til skólastofnunar norðanlands, og skólar settir nokkrum árum síðar á Ytriey og Laug'alandi. Skólinn var haldinn í húsi þeirra Melsteðshjóna, litlu húsi við Austurvöll þar sem nú er hús Hallgríms Benediktssonar, og byrj aði með 9 námsmeyjum, enda varla rúm fyrir fleiri. Kom þegar í ljós að skólinn gat ekki í þessu hvisi dafnað, til að verða það, sem forstöðukonan ætl- aði, bæði skóli og lieimavistar- skóli. Rjeðust þá hjónin í það stórræði 1878, að rífa liið gamla hús og reisa á sama stað stórt og Ingileif Melsted. Guðlaug Guttormsdóttir. vandað skólahvxs, eitt hið reisu- legasta í bænum, og lögðu þannig á gamals aldri, að segja má alt sitt í sölur og' áhættu- Eiríkur Briem, prófessor.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.