Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 317 Núverandi stjórnarnefnd skólans: Síra Kristinn Daníelsson, frú Guðrún Geirsdóttir, frú Anna Daníelsson, frú Guðrún Briem, síra Bjarni Jónsson. áður er getið, og hefir síðan end- urnýjað sig sjálf, er nefndarmaður hefir t'allið frá eða gengið úr. 1 nefndina hafa aðallega valist ýms- ar fremstu konur, en lengst hefir átt sæti í henni, Eiríkur prófessor Briem í 45 ár, en ljet af því árið 1926. Nú skipa nefndina frú Anna Daníelsson, er hefir verið formað- ur hennar á 4. tug ára, frú Guðrún Briem, hæstarjettardómara, er einnig hefir áratugi setið í nefnd- inni, hagstofustjórafrú Guðrún Geirsdóttir, prófastur sjera Bjarni Jónsson ritari og síra Kristinn Daníelsson fjehirðir. Síðan skólinn var stofnaður hafa lionum áskotnast ýmsir sjóðir og gjafir frá vinum sínum, flestir til styrktar eða verðlauna handa nem- endum, nema gjöf kaupmanns Niljonius Zimsen, sem er orðin 6166 kr. og gengur nokkuð af vöxtum árléga til reksturs skól- ans. Eru styrktarsjóðir þessir tald- ir í skýrslu skólans og er stærstur styrktarsjóður, Melsteðshjónanna. sem að framan er getið. Sjóðir þessir hafa flestir þeg'ar komið að góðu gagni fyrir skólann og nemendur hans, og munu þó að sjálfsögðu gjiira )>að enn meira, er þeir taka að vaxa örara. Þegar litið er yfir sögu skólans þá verður ekki neitað, að hann hefir komist furðu langt að ná því takmarki, sem stofnendur lians liöfðu hugsað sjer, eftir þeim hög- um, sem hann hefir átt við að búa, stundum ærið þröngum. Hann hefir verið aðalundirstaða undir mentun kvenna í landinu og marg- ar ágætiskonur frá honum komið. Lýk jeg' svo þessum fáu minn- ingarorðum, sem hefðu þurft að vera ýtarlegri, með þeirri ósk frá öllum vinum skólans, að hann eigi enn bjarta þroskatíð framundan og nái sem fyllst því takmarki að menta og göfga íslenskar konur Skipafloti heimsins. í ársyfirliti ,^Norsk Rederfor- bund“, sem nær til júníloka 1934, er skýrsla um skipastól heimsins. Sjest á henni að nú á Japan næst- stærsta verslunarflotann, eða 6.2% af öllum skipastól heimsins. Norðmenn eru þriðju í röðinni, eiga 1908 skip, sem bera samtals 3.981.354 smálestir brúttó- Eru þeir komuir fram úr Þjóðverj- um, Frökkum, ítölum og Hollend- ingum, og eiga nú 6,1% af al- heims verslunarflotanum. Af flota Noregs eru 45.2% mótorskip, og á því sjest að mikill hluti sbipa- stólsins er nýsmíðaður. Ætti Norð- menn því að geta kept við aðrar þjóðir í siglingum, en þeir hafa ])á sorgleg'u reynslu að segja að mikill liluti skipastólsins hefir leg- ið og liggur enn í liöfn aðgerða- laus. „Voncirsteinninn“. Ulræmdur gimsteinn, sem veldur margs konar böli — eftir því sem sögur segja . ,.The Hoj)e Diamond“ (vonar- steinninn) heitir blár 44V2 karat demant, sem er einn af hinum ill- ræmdustu gimsteinum veraldar, og eiga þó ólög að liggja á mörgum gimsteinum. TTm þennan stein er ]>að sagt, að hann lxafivaldið öllum eigendum sínum frá því um miðja 17. öld, alls kongr böli og sorgum. Steinninn er kominn frá Asíu og Loðvík XIV. Frakkakonungur keypti hann. Síðan er sagt að steininum liafi fylgt morð, g'eð- veiki, sjálfsmorð, örbii'gð og ótal margt annað böl. Einn af eigend- um lians var Marie Antoinette drotning, sem var hálshöggvin, eftir frönsku stjórnarbyltinguna. Annar eigandi hans var Abdul Hamid Tyrkjasoldán, sem flæmdur var frá ríki. Arið 1893 erfði hertoginn af Newcastle demantinn og seldi hann aftur 1909 Mr. Edward Mc Lean, amerískum auðkýfingi- Hann var kvæntur konu, sem liafði erft 10 miljónir sterlingspunda, og gaf henni demgntinn. Hefir hún jafnan borið hann síðan. Þessi kona, Mrs. E. L. W. McLean, var meðal farþega á skemtiferðaskipinu „Carinthia' ‘ þegar það kom hingað í sumar- Bar hún þá sem jafnan, hinn bláa demant í gullfesti um hálsinn. Ekki sagðist hún trúa því áð steininum fylgdi nein ógsefa fyrir sig. ,,Jeg hefi nú borið steininn í 25 ár“, sagði hún, „og' mjer hefir hann ekki valdið neinni ógæfu. En það er eins og hann sje einhver óheillagripur fyrir aðra. Núna á leiðinni handljek einn af vinum mínum steininn, og hann veiktist rjett á eftir. Fyrir sex árum snerti annar maður hann. 'varð hann fyr- ir eitrun rjett á eftir og dó þrem- ur dögum seinna“. Það er sagt að Mrs. McLean hafi verið boðnar 200 þúsundir sterlingspunda fyrir steininn, en hún vill ekki selja hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.