Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSIN* 315 Fyrsti kvennaskólinn. Fyrstu námsmeyjarnar. Efri röð: Ung-frú Ragnheiður Jensdóttir (rektors); frú Ragnheiður Benediktsdóttir (Sveinssonar); ungfrú Anna Jakobsdóttir f (frá Sauðafelli); frú María f. Thorgrímsen (gift síra Helga Árnas.); frú Sesselja Þórðardóttir f (gift síra Þorl. Jónss.). Neðri röð: Frú Helga Proppé f (frá Hafnarfirði); frú Ásthildur Thor- steinson (frá Bíldudal); frú Margrjet Guðmundsdóttir f (Einarssonar Arnabæli). Kvennaskólahús Melsteðshjóna, sem H. Benedikts- son & Co. á nú. Þegar hið nýja skólahús var komið, tók námsmeyjum þegar að fjölga, svo að 1. okt- 1878, var skólinn settur með 34 námsmeyj- um, og nú skipt í tvo bekki og höfðu 10 stúlkur heimavist að öllu leyti. Var þá skólinn kominn í það horf að líklegt var að hann mætti taka þroska og framförum; enda gjörði hann það, þótt fjárhagur- inn væri allþröngur jafnan. Fyrsta löggjafarþingið, 1875, veitti hon- um 200 kr. á ári og 1877 kr. 400, sem skiljanlega hrökk skamt. Skól- inn hafði fengið styrk iir tveim dönskum sjóðum, 200 kr. frá hvorum, „Classenske Fideikomm- is“ og „Vallö Stiftelse“. En þar sem vænt var, að þetta fjelli nið- ur, veitti þingið 1979, 1000 kr. styrk. Aðsókn að skólanum fór nú rax- andi, einkum eftir að Alþingi frá 1887, veitti árlega 1500 kr. og þar af styrk til fátækra sveitastúlkna, kr. 300, sem síðan hefir aukist mjög. Forstöðukonan hafði viljað bæta við 3. bekk, en vegna fjár- skorts gat það ekki orðið fyr en 1888, og var þá hægt að auka að mun tilsögn í bóklegu námi. Námsgreinar, sem kendar voru nú í skólanum voru: Reikningúr, rjettritun, skríft, íslandssaga, landafræði, náttúrusaga, danska og enska, auk mjög mikillar handa vinnu, bæði algengir saumar og listsaumar og heklun. Þar sem Pál Melsteð þraut að rita söguágripið, af því hann misti sjónina, tók frú Thora við og rit- aði frá 1891—1906, er hún 1 jet af skólastjórn. Á þeim árum var aukið við tilsögn í heilbrigðis- fræði og teikningu. Einnig var tekið að kenna leikfimi, en var þó erfitt sökum húsrúmsleysis, og á skólinn enn vi ðþann skort að búa, sem nauðsyn er úr að bæta, en ekki hefir enn verið fje fyrir hendi til þess. Árið 1898, 10 árum eftir að 3- bekkur var settur, var bætt við 4. bekk, einkum fyrir bóklegt nám, og jafnframt var haft fyrir aug- um, að nemendur yrðu liæfar til að kénna börnum. Einn mesta erfiðleika fyrir skól- ann telur forstöðukonan það, að eigi liafi enn verið hægt að ákveða,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.