Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 2
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Líklega hefir eng- in messa verið sung- in á fslandi merki- legri en sú, sem fram fór á bakka Almanna- gjár 23. júní árið 1000. — Þingheimur allur var skiftur milli tveggja siða, klofinn í tvo heri. Dag- inn fyrir hafði nærri legið, að allur þingheimur berðist. Nærri má geta, hvort mönnum hefir orðið svefnsamt þessa björtu júnínótt. Fæstir munu hafa legið fjarri vopnum sínum. Sterk varðhöld hafa verið af beggja hálfu. Vafalaust fundir og samtöl þeirra, sem vandræðum vildu firra. Gæfa og ógæfa toguðust á um þjóðina þessa nótt. Alþingi var ungt, þetta tákn þess, að hjer byggi ein þjóð, hjer væri lagaríki. Þó var það mikið lán, að það skyldi ekki vera enn yngra, að allsherjarlög og þjóðartilfinning höfðu náð að festa rætur um nokkra áratugi. Því að nú reyndi á. Voru höfðingjarnir á alþingi svo þroskamiklir, að þeir gætu afstýrt óhappi, eða átti þetta nýja ríki að sundrast eftir svo skamma æfi? En friðurinn og verndun þjóðskipulagsins var þó ekki það eina, sem barist var um þessa vornótt á Þingvelli. Það var barist um fornan og nýjan sið. Friðurinn er góður. En þeir menn eru þó jafn- an til, sem setja hugsjónir ofar öllum friði. Eða kanske væri rjettara að orða það þannig, að þeir finna engan frið, nema í hugsjón sinni. Og þessir menn voru í hópum á Þingvöllum vorið 1000. Samtímis því er framsýnir höfðingjar sátu á ráðstefnum um það, að bera sáttarorð milli og finna friðarskilmálana, hafa fundir verið haldnir og ráð lögð á um það, hvernig sigur ætti að vinna — af beggja hálfu. Guðunum hafa verið gerð heit stór og rausnarleg, jafnhliða því,.að hendurnar voru kreptar að meðalkafla sverðanna. Auðmýkt trúmannsins og víkingslundin hafa svarist í órofa fóstbræðralag. En eins og bakgrunnur, óviss og þjettur, er svo múgurinn, milli vonar og ótta um það, hvað verða muni, hlerandi eftir einhverri fregn af ráðstefn- um höfðingjanna og uggandi um það, út í hvað þeim verði att með morgunsárinu. Svona leið þessi bjarta júnínótt. í skrautlegum klæð- um, fórnandi vopn- lausum höndum, með augun lyft í hæðir, eins og þeir viti ekki að neitt sje til annað en hinn æðri heimur, ganga í skrúðfylking. Skrýddir sveinar með kerti í hönd- um, og söfnuður fyltur fjálgleik gengur á eftir. Hægum skrefum sígur þessi fylking upp eftir barmi Almannagjár fyrir ofan Vestfirðingabúð. Það er staðnæmst. Söngvar hefjast. Reyketsi er tendrað. llminn leggur um alt. Hjer var eitthvert óþekt og ógurlegt afl að verki. Hjer er það afl, sem hafði sigrað konungsríki og keisaradæmi álfunn- ar, hjer er það komið á alþing íslendinga. Fjölmennasta guðsþjónusta, sem haldin hefir verið á tslandi, er vafalaust sú, sem haldin var í Almannagjá 26. júní 1930. Af öllu því, sem fram fór þessa minningariku daga á Þingvöllum, jafnaðist ekkert við þessa guðs- þjónustustund. 1 óslitnum, dökkum og marglitum taumum sást mannfjöldinn koma streymandi eftir völlunum, innan úr tjaldborg, utan af túni, austan úr hrauni, neðan með gjá. Við seiðandi undirleik öxarárfossins safnaðist þjóðin saman á grundinni, norðan ár, milli veggja Almannagjár. Grundin varð alskipuð, báðir barm- ar alskipaðir. Þar var ekki konungur eða alþýðu- maður, ekki íslenskur bóndi eða enskur lávarður, heldur allir jafnir. Engir heiðnir menn, með vopn við hlið, stóðu hjer og horfðu á. Engar ákvarðanir um líf eða dauða þjóðfjelagsins voru framundan. En minningar liðinna alda knúðu ótrúlega fast á, alt, sem þessi þjóð hefir lifað og stritt, liðið og notið í þúsund ár. Það var eins og alt þetta kæmi í heimsókn og væri viðstatt þessa guðsþjónustu. Hún verður hverjum manni ógleymanleg. Þegar Ólafur helgi hóf tilraunir sínar að lífga kristnina á íslandi og gaf efnivið til kirkju, var sú kirkja reist á Þingvöllum. Á vegg hennar var mörkuð alin landsmanna. í Þingvallakirkju hafa landsmenn komið saman á hverju alþingi um aldirnar. Þar flutti landsins mesti ræðuskörungur, Jón Vídalín, sína nafntog- Messur á Þingvöllum. Eftir prófessor dr. theol. Magnús Jónsson. Alt í einu kveður við undarlegur hljómur, fyrsta klukknahringing á hinum helga stað. Hreyfing kemur á í kristnu búðunum. Menn hlaupa upp og búast við ófriði. Kristnir menn ætla að verða fyrri til um árásina. En engin vopn sjást. Það er annarskonar her- ferð, sem hjer er lagt upp í. Það er herferð móti herra þessa heims, þessa heiðna lands, vonskunn- ar anda í himingeimnum. Krossmörk komil á loft, háir krossar, róður og önnur heilög tákn. Klerkar uðu ræðu um lagarjettinn. Fjöldi hefir þar verið merkisklerka. En nú, einmitt nú, þegar Þingvellir hafa verið gerðir að helgistað allrar þjóðarinnar, þá er stað- urinn sviftur presti sínum. Það má ekki ske.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.