Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Page 4
401 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hinu óhreina var vísað á bug, kallað var á sanna hátíðargleði. Hin heilaga nótt nálgaðist. Barn- ið sofnaði með jólagjöfina í fanginu og litla ljósið logaði á hinni helgu nótt. Sjáum vjer ekki þessa fegurð, tunglið á heiðum himni yfir snævi þakinni fold? Stjörnurnar tindrandi bentu oss til himinsala. Fögur var foldin, heiður var guðs him- inn. Hægt og hljótt, heilaga nótt, faðmar þú frelsaða drótt, plantar guðs lífstrje um hávetr- arhjarn, himnesku smáljósi gleður hvert barn. Friður um frelsaða jörð. Mönnum var yndi að því að gleðja aðra. Kallað var á vin- áttu, kærleika og trygð. Bjart var þá í híbýlum Reykvíkinga. Grundtvig, sálmaskáldið danska, minnist á það í sálmi einum, hve jóladagsmorguninn hafi verið heilagur. Hann segir svo, um leið og hann ávnrpar kirkjuklukkuna: Óminn þinn frá æskudögum mínum enn jeg heyri um jóla-morgun- stund, eilíf gleði’ í englarómi þínum, er mig vakti’ af sætum nætur- blund. Víða hjer í bæ var einnig vaknað snemma á jóladags- morgni. Snemma morguns var drukkið jólakaffi, og góð var jólakakan á bragðið. Jólakevtin prýddu borðið, í hátíðarkyrð var hlustað á jólalesturinn. Um hádegisbil var gengið til kirkju, og upp frá því var heimilishátíð fagnað, vinir og ættingjar komu í heimsókn, margt var sjer til skemtunar gert, og áreiðanlegt er það, að jólunum alment var fagnað sem góðum vini, eí breytti skammdegismyrkrinu í unaðsbirtu. Mjer er ljúft að rifja upp fyr- ir mjer þessar minningar. Jeg geymi þær sem dýran fjársjóð. Margt er breytt í kringum oss. Hin gamla Reykjavík er horfin. En sami er staðurinn. Fjöllin hin sömu, hafið hið sama. Yfir oss hinn sami himinn, sama sól og sömu stjörnur. Og hjá oss eru • hin sömu jól. Margt breytt hið ytra. Margt með öðrum blæ. En jólaguðspjallið hið sama. Sömu sálmarnir sungnir. Kveikt er enn á jólaljósunum í kirkjunum og á heimilunum. Víða eru enn sungnir jólasálmar. Enn er bæði brosað og grátið. Enn sem fyr vaknar sú þrá að gleðja aðra. Þeirri þrá er fylgt. Nú sem fyr kalla jólin á hið fagra og yndis- lega. Mönnum verður það ljúft og eðlilegt að blása afli í brot- inn hálm. Jeg hefi minst á breytingarn- ar, og jeg bendi á það, sem breytist ekki. Á bernskujólum þeirra, sem nú eru fulltíða og aldraðir orðnir, var sungið: „Guð er sjálfur gestur hjer“ Það er hinn sami gestur, sem heimsækir oss nú. Það er hin sama gleðifregn, sem oss er flutt frá háum himinsölum, hin sama og á fyrri jó um. Enn er hringt til helgra jóla. Og enn er oss bent á barnið í jötunni, við oss er sagt, eins og sagt var við þá, sem kendu oss að halda jól: „Yður er frelsari fæddur, sem er Kristur, Drottinn". Oss, sem nú höldum jól, er bent á hið sama tákn, ungbarn, reifað, liggjandi í jötu. Fögnum hinum himneska gesti. Fögnum jólabarninu og heilögum jólafriði. Heill hverj- um, er getur sagt: Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi jeg öllu: lofti, jörðu, sjá. Á heilögum jólum er kallað á frið og gleði. Það eru tendruð ljós í helgidómi hjartans. Guð er þá ekki aðeins gestur, heldur vinur, og það verður að sann- leika, sem hljómar frá altarinu á jólunum: „Orðið varð hold, og hann bjó hjá oss“. Þegar jólatrúin á heima hjá mönnunum, og þar sem sú trú er starfandi í kærleika, fá menn að sjá, að „klakinn snýst í ald- ingarð“. Látum enn loga á jólaljósinu. Leyfum helgum minningum að komast að. Hugsum um þá, sem glöddu oss. Gleymum þeim ekki, þó að þeir sjeu frá oss farnir. Það eru margar raddir, sem kalla oss burt frá jólunum. En iilýðum þeirri rödd, er segir: Hverf til baka, ver barn á ný, svo að þitt guðsljós glæðist aftur. Jeg hugsa um jól, sem haldin voru, og jeg hugsa um jól, sem haldin eru. Jeg hefi svo oft heilsað jólum í Reykjavík. Jeg fagna þeim enn. Bjóðum minn- ingum liðinna tíma í jólaheim- sókn og látum þær minningar fá að njóta sín í heilagri jóla- birtu. Kynslóðir koma, kynslóðir fara allar sömu æfigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleði-söng. Með jólum fer sólin aftur að hækka á lofti. Sú er jólaósk mín, að bæði hjer í Reykjavík og alstaðar á landi hjer, til sjáv- ar og sveita, megi birta hvers- konar hagsældar aukast, sól friðar og blessunar hækka á lofti. Gleðileg jól.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.