Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 Reykjavík fyrir 70 árum. GrjótaþorpiS til hægri. EftirtektarverS er bátamergSin í fjörunni. Grein þessi er tekin úr ferða- bók eftir Kaliforníumann, J. Ross Browns að nafni. Bókin er gefin út í New York árið 1867 og heit- ir „The land of Thor“. í bókinni eru frásagnir um ferðalag höf- undarins í Rússlandi, Eystra- saltslöndum, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Færeyjum og íslandi.— Hingað mun hann hafa komið annað hvort árið 1864 eða 1865, og ferðaðist þá austur að Geysi cg nokkuð hjsr um nágrenni Reykjavíkur. Hann var málari og er í bókinni sægur mynda eftir hann og eru ýmsar þeirra skemtilegar og lýsa þeim áhrif- um sem hann hefir orðið fyrir á hverjum stað og hvað honum þykir sjerkennilegast í lífi og lifsháttum þeirra framandi þjóða, sem hann kynnist. Birt- ast hjer í greininni nokkrar af myndum hans frá íslandi, er lýsa þeim þjóðháttum, sem hon- um hefir orðið starsýnt á. Bók þessi hefir verið furðu fásjeð meðal íslendinga. T. d. segir Þorvaldur Thoroddsen í Landfræðisögu sinni, að hann hafi heyrt bókarinnar getið, en ekki sjeð hana. Og í Lands- bókasafninu er hún ekki. I. BEYKJAVÍK sá jeg fyrst í dynjandi rigningu. Og ömurlegri stað hafði jeg naumast sjeð áður. Fyrir mál- ara var staðurinn einkennileg- ur, jafnvel fyrirmynd. Og fyrir ferðamann, sem ekki hafði kæft ímyndunarafl siit með víðtækri reynslu, mundi staðurinn hafa á sjer skemtilegan svip að ýmsu leyt. En í mínum augum vrr hann út kækill hins ment- aða heims, með hræðilegan þef af rotnandi slori og fiski. Kald- ur vindur, sem stóð af Snæ- felsjökli og húðarrigning hjálp- uðust að því að gera staðinn óvistlegri. Mjer fanst þar ekki líf í neinu nema villiöndum og mávum. Alt umhverfið er ekki annað en móar og melar og hraun. Maður sjer varla neinn grænan blett, nema torfþökin á kofum þurrabúðarmannanna. Dökk malarvík er framundan bænum og er fjaran þakin bát- um, árum, netjum og fiskhrúg- um. Svo er löng röð af ljótum varningshúsum úr timbri, eru þau flest tjörguð en á stöku stað sjest óhreinn gulur litur. Þar fyrir innan eru ljótir kofar á víð og dreif og eru þeir úr gömlum fjölum og rekaviði; fá- einar krókóttar götur. grýttar og angandi af rusli, sem fleygt er úr húsunum út á þær, nokkr- ir letingjar og druknir útróðra- menn hanga í búðunum; strolla of konum, dökkum og veður- börðum, með fisk á börum niður til sjávar; lest af úfnum, litlum hestum, sem bundn'r eru í tagl- ið hver á öðrum; hópar af hundum, sem viðra í öll skúma- skot eftir einhverju ætilegu, og lenda í áflogum út af hverjum bita. Þetta var alt sem jeg sá fyrst í Reykjavík, hinni frægu höfuðborg íslands. SORGIN stendur á eiði milli sjávar og tjamar. Það er sagt að þar sje tvær þúsundir íbúa, og ef hund- ar og flugur er talið með, þá efast jeg ekki um að svo sje. En það er undrunarefni fyrir framandi mann hvernig tvær þúsundir manna fara að þyrp- ast saman í einn stað, þar sem ekki er nema eitt hótel, og það mjög ljelegt. Húsin eru flest- öll einlyft og sjaldan eru í þeim fleiri herbergi en tvö eða þrjú. Satt er það að vísu, að danskir kaupmenn hafa á seinni árum bygt þarna nokkur hús, sem eru fallegri útlits, en þau hús, sem lýst hefir verið. Og bústaður stiptamtmanns og skólinn eru reisuleg hús. Eina steinbyggingin í Reykja vík, sem nokkuð sópar að, er ,,dómkirkjan,“ sennilega kölluð svo til heiðurs fyrir það, hvað hún er gömul, fremur en vegna þess, hvað hún sje tilkomumik- il um stíl og stærð. Nú sjest þó ekki á henni hvað gömul hún er, því að hún hefir nýlega ver- ið máluð og er hin snotrasta að útliti. í báðum endum borgarinnar eru þyrpingar torfbæja. Þar eiga þurrabúðarfjölskyldumar heima og lifa þar eins og tófur í grenjum. Fyrir framandi mann, sem lítur inn í þessa ó- þrifalegu kofa, er það óskilj- anlegt hvernig nokkur maður getur haldið heilsu þar. Þar er fult af reyk og slorlykt, kræk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.