Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 kosti þann hróður skilið, að hann hafi varðveitt þjóðerni sitt. Og þegar einhver útlend- ingur reyn.r að tala frönsku ver en hann, en tekst það ekki, þá verð jeg að tslja hann meiri mann á eftir. EIÐINLEGT þætti mjer ef menn skyldi skilja mig svo sem jeg væri að gefa í skyn, með þessari stuttu lýs- ingu minni á Reykjavík, að þar finnist varla almenniiegur mað- ur. Þar eru til fjölskyldur sem eru á jafn háu menningarstigi og nokkurs staðar annars stað- ar í heiminum. Og ef ferðamað- ur skyldi koma á dansleik, eða í samkvæmi, mundi hann furða á því skarti, sem þar er, sam- fara göfgum siðum. Skólann og bókhlöðuna sækja mentamenn úr öllum sýslum landsins, og margir af kennurunum og bók- mentamönnum íslands hafa hlotið Evrópufrægð. Tvö hálfs- mánaðar blöð koma útáíslensku í Reykjavík. Þau eru vel prent- uð og það er sagt að þeim sje vel stjórnað. Jeg las þau grand- gæflega frá upphafi til enda og hafði ekkert við efni þeirra að athuga. n. gTT>BjIG langaði til þess að sjá eins mikið ems og unt af landinu væri á þeim stutta tíma, sem jeg gat dvalist þar. Jeg bað því Jónassen að gefa mjer upplýsingar um það hvar jeg gæ.i feng ð fylgdar- marln og hann var svo víngjarn- legur að útvega mjer Geir Zoega, mann, sem ágætt orð fer af. Geir Zoega er alvarlegur og fyrirmannlegur, hár vexti, þrekinn og limamik 11. Hann er ljÓ3hæ ður, bláeygur og göfug- mannlegur Islendingur, hjarta- góður og öruggur til all3. Hann er gull af fylgdarmanni, þekkir hvern stein, hverja þúfu og hverja keldu á leiðinni milli Reykjavikur og Geysis. — „Gentle“-menska er honum meðfædd og sennilega er hann afkomandi íss og elds. Hann trúir á drauga, og er sannkrist- inn maður. Heill þjer, Geir Zoega! Jeg hefi ferðast margar mílur um vegleysur með þjer, diukkið brennivínið þitt, reykt tóbakið þitt, vafið mig skjálf- andi inn í röggvarfeld þinn, hlustað á það þegar þú varst að tala í mig kjark á bjagaðri ensku, tekið hinni seinustu hjartanlegu kveðju þinni — og nú segi jeg af hjartans ein- lægni: Allar heillir fylgi þjer, Geir Zoéga! Betri maður hefir aldrei lifað, og ef hann skyldi fmnast, þá er hans einhvers staðar fremur þörf en í Reykja- vík. Mjer til mikillar hugraunar komst jeg að því, að óhjá- kvæmilegt var fyrir mig að fá fimm hesta, enda þótt jeg ætl- aði ekki að hafa neinn farang- ur meðferðis. Jeg þurfti að ætla mjer tvo hesta, fylgdar- manninum tvo og svo þurfti einn undir tjald og vistir, því að engir gististaðir eru á leiðinni. Það er hægt að fá að sofa á sveitabæjum og fá þar hinn fátæklega mat, sem hægt er að framrelða. En það er betra fyrir ferðamann að treysta á tjald sitt og eig.'n nesti, ef hann vill ekki lifa eingöngu á brauði og smjöri og láta grafa sig lifandi í jarðhúsum. Ástæðan til þess, að við þurftum svo marga hesta, var augljós. Um þetta leyti árs (í júní) eru hestarnir magrir und- an vetrinum, hagar eru ekki góðir, og til þess að geta farið nokkuð hratt yfir, er nauðsyn- legt að skifta oft um hesta. — Mannúð og almenn skynsemi sagði mjer að jeg gæti ekki komist af með færri hesta. Það var þó leiðinlegt vegna þess hvað það var kostnaðarsamt og eins vegna þess hvern trafala við myndum hafa af lausu hest- unum. Sje nokkur hrekkur sameig- inlegur öllum þjóðum heims, þá er það í bralli með hesta. Reynsla mín í þessu efni hefir verið dása.mlega tilbreytinga- laus hvar sem jeg hefi ferðast. Jeg hefi verið svo óheppinn að komast í klærnar á hestamönn- um í Sýrlandi, Afríku, Rúss- landi, Noregi og jafnvel í Kali- forníu, þar sem fólk er annálað fyrir ráðvendni. Jeg hefi borið hestamennina í þessum fjórum heimsálfum saman, og enginn er annars eftirbátur í bragð- vísi. Og þeir keppa allir að hinu sama í lífinu, að fá gott verð fyrir vonda hesta. I EGAR maður kemur til Reykjavíkur þá er það kapphlaupið milli hesta- mannanna, sem er eina fjörið í bænum. Um leið og farþegar stíga á land, hafa þeir engan frið á sjer fyrir tilboðum um hesta. Flækingar og slæpingj- ar, eiga hesta eða hafa umráð yfir hestum, þótt þeir eigi ekki neinn skapaðan hlut annan. ískyggilegir menn úr sveitunum safnast saman í grend við gisti- húsið með allar þær húðar- FerOamenn athuga hesta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.