Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Page 8
408
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
bykkjur, sligaðar, haltar, blind-
ar og skúfslitnar, sem hægt er
að safna saman í nágrenninu.
Annað eins samsafn hafði jeg
aldrei áður sjeð í neinu landi.
Það er ómögulegt að gera sjer
neina hugmynd um þessar
lubbalegu, mögru, hryggháu og
kiðfættu skepnur, sem hesta-
prangararnir keppast um að
hrósa á íslensku, í eyrai hins
undrandi útlendings, sem helst
gæti hugsað sjer að þeir væri
að segja að hestarnir væriskap-
aðir af saltfiski og hrísi. Aldur
hestanna er ekki hægt að
marka á stærðinni. Allar þær
reglur, sem gilda annars staðar
í heiminum til þess að dæma
um aldur hesta, myndi bregðast
hjer. Jeg giskaði á að sumir
hestanna væri fjögurra mán-
aða, en mjer blöskraði svo sem
ekki, þegar óhlutdrægir menn
sögðu mjer að þeir væri 12—15
vetra. Ekkert, viðvíkjandi ís-
lenskum hestum, getur vakið
undrun mína síðan jeg heyrði
það að þeir væri fóðraðir á
saltfiski á veturna. Þetta er
alveg satt. Vegna þess að engir
hafrar eru til og lítið hey, er
óhjákvæmilegt, til þess að
halda lífinu í hestunum verstu
vetrarmánuðina að gefa
þeim fiskúrgang. — Og það
sem einkennilegast er — þeir
fóðrast betur á því en neinu
öðru. En hvílíkt hestafóður! Og
hugsið um það — að ríða á
hesti, sem að nokkru leyti er
skapaður úr fiski! Það er ekki
að furða þótt sumir þeirra blási
eins og hvalir.
SÐ EINU LEYTI hefir
ferðamaðurinn dálitla
vöm. Hann tapar ekki
meira en svo sem 12 dollurum
á hverjum hesti, því að það er
meðalverð á hestum. Og til þess
að láta hestana njóta sannmæl-
is — þeir reynast miklu betur
en maður skyldi ætla. Þótt þeir
sje ekki fallegir, þá eru þeir
að minsta kosti seigir, auðveld-
ir í tamningu og áreiðanlegir.
Og það, sem er enn betra, i
landi þar sem oft er ilt um fóð-
ur — þeir eta alt sem að kjafti
kemur nema hraun og blágrýti.
Vegna þessara mörgu kosta, er
árlega flutt mikið af hestum til
Skotlands. Tvö skip voru að
taka hestfarma í Reykjavík á
meðan jeg stóð þar við.
Geir Zoega losaði mig við
það ómak að prútta um klár-
ana. Hann bauðst til þess að
útvega mjer fimm hesta fyrir 5
ríkisdala leigu hvern alla ferð-
ina. Það er sama sem 21/2 ame-
síkskur dollar, og var mjög
sanngjarnt. Sjálfur vildi hann
fá einn dollar í kaup á dag,
auk þeirra fríðinda, sem jeg
kannske vildi láta hann fá.
. Mjer var það mikið áhuga-
mál að komast á stað sem fyrst,
en hestamir voru uppi í sveit
og þurfti að sækja þá. Tvo daga
tafðist jeg vegna rigningar og
vegna þess að vegurinn var
sagður nær ófær. Að morgni hins
þnðja dags var alt tilbúið. Jeg
keypti nokkur pund af tvíbök-
um, hálft pund af te, dálítið af
sykri og osti, og nú var jeg
relðubú.nn til þess að mæta
öllum erfiðleikum í óbygðun-
um. Þetta voru öll matvælin,
sem jeg hafði meðferðis. Af
öðrum farangri hafði jeg ekki
annað en yfirhöfn mína og
teiknibók, og minna mátti það
varla vera í fimm daga ferð.
Zoéga lofaði mjer öllum hugs-
anlegum þrautum, en jeg sagði
honum að Kaliforníumönnum
þætti aðeins gaman að þeim.
III.
TUNDVlSLEGA klukkan
sex um morguninn kom
Geir Zoéga til glstihúss-
ins með lubbalest sína. Var það
sú einkennilegasta sjón, sem
jeg hefi sjeð um dagana. Hinir
hymdu hestar í Afríku hefði
ekki verið neitt á móti þessum
furðuskepnum, sem áttu að
flytja mig til Geysis. Hver
þeirra starði á mig í gegn um
svo stóran ennistopp, að hann
hefði verið nóg efni í margar
stólsetur, og töglin á þeim voru
eins og stórar ullarhrúgur. —
Sumir voru glámóttir og glas-
eygðir — aðrir höfðu alls eng-
in augu.
Það var þoka og suddi er við
riðum eftir götum Reykjavíkur.
Áður en við lögðum á stað,
hafði Geir Zoéga bundið lausu
hestana hvern í taglið á öðrum,
eins og siður er, og teymdi.
Hann sagði að það væri viss-
ara, því að öðrum kosti ættum
við á hættu að missa þá út úr
höndunum á okkur.
Þótt vegurinn væri vondur,
yfir grjót og hraun, með hvöss-
um nybbum og hættulegum
sprungum, riðum við greitt, og
?jaldnast fetið. Geir leysti hest-
ana sundur skömmu eftir að við
fórum yfir Hafnarfjarðarveg-
inn, því að þá var ekki lengur
hætta á að við myndum missa
þá, og svo rak hann þá á und-
an með svipuhöggum og köll-
um, sem hestarnir skildu ósköp
vel. Jeg verð að viðurkenna
það, að enda þótt jeg hefði
kynst slæmum vegum á vestur-
strönd Kaliforníu, þá varð mjer
oft hugsað um brotna limu og
höfuð þegar við þeystum yfir
hraunin. Ef hestuiinn minn
skyldi nú stíga á hvassa stein-
nybbu og detta — hvaða von
var þá um það að jeg kæmist
lífs af? Að falla niður á gadda-
herfi eða garðhrífu hefði verið
barnagaman hjá því að deíta
af baki hjer, þar sem voru
ímyndir alls þess, er mönnum
getur orð ð að skaða, alc frá
rakhnífum, sögum og kjö.öx-
um, niður í nagla og nafra.
HLEIÐINNI fórum við
hvað eftir annað fram
úr fiskalestum. Aðal-
fæða fólksins í sveitunum á
\eturna er fiskur, sem veiddur
er á sumrin. Þegar fiskurinn
hefir verið herLur er hann
bundinn í klyfjar og tvær flutt-
ar á hverjum hesti, líkt og í
Mexíkó. Með hverri lest eru
þrír eða fjórir menn og stund-
um konur. I júnímánuði fara
bændur venjulega til Reykja-
víkur eða annara kaupstaða
með ull, smjör og aðrar búsaf-
urðir, sem þeir leggja inn hjá
kaupmönnum, en fá í staðinn
allskonar vörur og fisk. Eftir að