Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS m Prestsetrið á hafa skemt sjer í kaupstaðnum nokkra daga, fara þeir heim aftur og lifa þar einangruðu lífi í heilt ár, fá naumast nokkrar frjettir frá umheimin- um og eru ekki að brjóta heil- ann um þau mál, sem öðrum þjóðum þykir mest um vert. Þeir, sem við mættum, höfðu víst ekki sjeð útlendan íerða- mann í heilt ár. Þetta var heið- virt alþýðufólk, dúðað í vað- málsfötum, sem það hafði sjálft framleitt, og voru mjög svipuð í sn'ðinu og föt annars staðar í Norðurálfu. Á fótunum höfðu þeir skinnsokka. Taka i nefið. Hvenær sem við hittum þess- ar lestir, staðnæmdust þær og mennirnir tóku Geir Zoéga tali. Stundum sneru þeir við og riðu með okkur eina eða tvær mílur til þess að njóta góðs af við- ræðum við Geir. Þar sem hann var nýkominn úr kaupstaðnum var hann náttúrlega fullur af frjettum um verð á fiski, smjöri, ull, prjónlesi o. s. frv. Hann gat líka sagt þeim sein- ustu frjettirnar, sem komið höfðu með skipinu, og þeir voru sólgnir í. Þeir tóku því jafn al- varlega að frjetta það, að þrem- ur hestum hefði verið kastað fyrir borð í seinustu ferð, og að nú ætti líklega að hefjast handa um að koma síma til Is- lands. Zoéga svaraði þeim kurt- eislega og vegna þess að allir þektu hann, tóku þeir mikið mark á öllu sem hann sagði. Þegar þeir kvöddu voru þeir vanir að bjóða í nef:ð. 1 fyrs^a skifti, sem jeg sá þá. taka í nefið, vissi jeg ekki hvað þeir voru að gera. Maður dró dálitla hornflösku upp úr vasa sínum, og helt jeg að í henni mundi vera púður. Hann dró tappann úr henni, staðnæmdist á miðjum veginum, hallaði höfðinu aftur og stakk stútn- um upp í nefið á sjer. Ætlaði ekki mannræfillinn að sprengja hausinn á sjer í þúsund mola? Tvisvar eða þrisvar sinnum endurtók hann þetta og sogaði eins og hann væri að kafna. Og það var eftirtektarvert hvað hann gerði þetta með mikium alvörusvip. Jeg ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. „Hvílík sjálfsmorðsaðferð!“ sagði jeg við Geir Zoéga. „Ó, hann er aðeins að taka í nefið“, svaraði hann. „En hvernig getur hann þá andað, þegar hann fyllir báðar nasirnar?" spurði jeg. Geir Zoéga var svo vænn að skýra mjer frá því, að þegar báðar nasirnar væri fullar, þá opnaði maðurinn aðeins munn- inn og andaði með honum. IV. 8RESTURINN á Þingvöll- um og fjölskylda hans búa í torfbæ rjett hjá kirkjunni. Kofarnir eru merki- legir, enginn þeirra hærri en 10—15 fet, og er þeim hrúgað saman sitt á hvað og eru líkastir kindahóp sem stormur hefir hrakið saman. Á sumum eru gluggar á þökum og á sumum eru strompar. Þökin eru öll grasi gróin og skot og göng eru um bæinn þvert og endilangt. Vegg- irn'r eru úr grjóti, en á sum- um þe'rra eru stafnþil, tjörguð, Þingvöllum. en annars eru stafnarnir hlaðn- ir úr torfi. Lágur grjótgarður er umhverfis túnið, en hann gerir víst lítið gagn í því að bægja kvikfjenaði frá því að komast í túnið, því að mörg skörð eru í garðinn og ekki nema nokkrir faðmar á milli. Byrjað hefir verið á því að gera steinstjett á hlaðinu, en það hefir verið hætt fljótlega við það aftur. Stjettin er nú þakin af gömlum döllum, pott- um, tuskum og ýmsu öðru dóti. Að innan er húsaskipun í íslenskum torfbæ enn flóknari en maður skyldi ætla með því að horfa utan á bæinn. Fyrst er farið inn í hálfhrundar bæj- ardyr, sem engum mundi detta í hug að væri aðalanddyri. — Síðan kemur maður inn í löng og dimm göng, hlaðin úr ó- höggnu grjóti. Yfir þau er reft með spýtum og skógarviði og tyrft yfir. — Veggirnir eru skreyttir með hælum, sem rekn- ir eru inn á milli steinanna, og á þeim hanga reiðtýgi, skeifur, reipi, harðfiskur í kippum og allskonar fatnaður, skór og sauðskinn. Besta herbergið — eða húsið, því að hvert hús er eitt herbergi — er ætlað gest- um. Annað herbergi er fyrir fjölskyldu prestsins. Eldhúsið er jafnframt ætlað hundunum og stundum kindum. í einu hominu er grjótbálkur og á milli steinanna eru taðflögur, sem notaðar eru til eldsneytis. Þetta er eldstæðið. Á sperrum og bitum hanga pottar og katl- ar, harðfiskur, sokkar, nærpils og ræflar af stígvjelum, sem prestur hefir líklega átt á sín-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.