Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 15
skógi að haustlagi.Gangan varð
erfið mjög. Sumstaðar ljet jarð-
veðurinn undan eins og kjallara-
hleri og myndaði gapandi
sprungur. Ekki hinn minsti vott-
um runna, hvað þá trje. — Og
samt skuluð þjer vita, að þarna
vaxa trje í jökulurðunum,
hvemig sem það má verða. Þau
hljóta að hafa verið á leið
þeirra, í tveggja skrefa fjar-
lægð frá fótum þeirra, semfálm-
uðu sig áfram í blindni, en
vandlega falin undir snjónum,
betur en nokkur fjársjóður í
jörð grafinn.
Þannig gengu þeir stundum
saman án þess að vita, hvað
tímanum leið, og þessi eina og
sama hugsun knúði þá áfram.
Loksins fundu þeir þetta litla
birkitrje, sem spratt upp við
fætur þeirra eins og fyrir
kraftaverk. Það veitti ekki af
fjórum höndum til að rífa það
upp, svo fast var það gróið
í jörðina. Og fyrst að því af-
reksverki loknu urðu þeir þess
varir, að þeir voru örmagna af
hungri og þreytu. En hvað sem
tautaði urðu þeir að halda heim-
leiðis og það tafarlaust. Hinar
fjórar orlofsstundir voru áreið-
anlega löngu liðnar.
Þeir sneru v:ð og fylgdu spor-
um sínum líkt og litli Poucet
hvítu stemvölunum í skógi
flagðsins. 1 fyrstu var það leik-
ur. En alt í einu virtist verða
lengra milli sporanna, og brátt
hurfu þau með öllu. Snjórinn
hafði jafnað yfir þau. „Átta-
vitann“, kallar stýrimaður. —
Áttavitann? Hann hafði orðið
eftir í bátnum.
Þeir námu staðar óttaslegn-
ir. En að vísu ekki leng’. Halda
áfram. Það var eina vonin um
björgun. Það skifti minstu,
hvert þeir stefndu. En þeir urðu
að ganga áfram.... áfram. .!
berjast gegn svefninum, þrátt
fyrir þreytuna, hvað sem það
kostað'.
Og þeir þrömmuðu áfram og
drógu trjeð á milli sín. Fram-
undan þeim var þessi grái
veggur, sem hörfaði stöðugt
undan, en v'ldi ekki opnast. —
Hve lengi? Það gátu þeir ekk-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ert sagt um. Þar var eyða í
minni þeirra. En áfram þrömm-
uðu þeir.......
Loks sáu þeir eitthvað fyrir
framan sig í myrkrinu, ein-
hverja skrítna þúst, sem líktist
hárri brekku. Þegar þeir komu
nær, fundu þeir, að það var
gistihús, langt og mjótt, eins
og mannlaus geymsluskúr. —
Þeir börðu að dyrum, tvisvar,
þrisvar sinnum. Ung kona, rjóð
og Ijóshærð, kom til dyra og
vísaði þeim inn. Hún kom með
dauft ljós, færði þeim mjólk og
mat, og hvarf svo aftur eins
og hún var komin án þess að
segja eitt orð. Er þeir höfðu
satt hungur sitt, ultu þeir út
af og fellu í fasta svefn.
Þegar þeir vöknuðu aftur —
hve margar klukkustundir
höfðu þeir sofið? — hafði ver-
ið lagt á borð fyrir þá, alveg
eins og í álfasögu. Unga kon-
an frá kvöldinu áður sat prjón-
andi við ofninn, sem var kyntur
með mó. Við hlið hennar sat
Ijóshærður risi og var að gera
við hnakk.
Húsbóndinn bauð þeim að
setjast að borðum. Að mál-
tíðinni lokinni reyndu þeir að
skýra frá, á enskuskotinni
flæmsku, með hverjum hætti
þeir höfðu komist í land, hvern-
ig þeir höfðu vilst og að þeir
yrðu að komast tafarlaust um
borð aftur. „Good“, sagði ljós-
hærði risinn, reis á fætur og
gekk út úr stofunni. Á næsta
augnabliki hevrðis4' hófatak fyr-
ir framan dyrnar. Þeir stigu á
bak, og helt, stýrimaður trjenu
eins og blómvendi í fanginu.
Húsmóðirin kom út í dyrnar,
veifaði hendinni og brosti til
svars við kveðiu þeirra. Og
reiðmenn:rn;r þrír h°ldu af
stað í halarófu, húsbóndinn á
undan, umkr'ngdir þoku, snjó
og bögn.
Eúmi stundu síðar höfðu þeir
fundið bá+inn s;nn og heilsuðu
honnm með fagnaðaróni. eins
og bann vær? blettur af föður-
landi bm'rra. Þeir kvöddust með
„Good-b'”'e“ og handabandi, er
var mælskara en heill orða-
straumur. Sjómennirnir tóku til
415
áranna, og báturinn færðist inn
í hafþokuna, meðan reiðmað-
urinn með litlu hestana sína
þrjá hvarf inn í landþokuna".
,,Og gistihúsið?", spurði jeg.
„Komið hjema'-, svaraði skip-
stjórinn.
Á flet sitt undir stýrishjólinu
breiddi hann út sjókort skreytt
ótal smáum tölum og flóknum
strikum. Með vísifingri, sem var
sprunginn eins og trjábörkur,
benti hann mjer á ölfusá, sem
rennur til sjávar milli Þorláks-
hafnar og Eyrarbakka. Síðan
helt hann upp með ánni.
„Þarna er það“, sagði hann,
„við þessa bugðu. Punkturinn
þarna með örinni er gistihús.
Þegar þetta gerðist, var það hið
eina á 50 mílna svæði hringinn
í kring. Staðurinn heitir: öl-
fusárbrú".
Það eru nákvæmlega sex ár,
síðan gamall skipstjóri sagði
mjer þessa sögu um borð í „0.99
Jeanne“.
Forlögum sínum fær enginn
ráðið. Og nú hafa mín leitt mig
hingað, inn í þetta sama gisti-
hús, vingjarnlegt og bjart, mitt
í kyrlátri dýrð heimskautasum-
arsins. Ung stúlka, rjóð og ljós-
hærð, hefir fært mjer ágætan
mat. Og meðan hún gengur
hljóðlega um í hinni löngu, loft-
lágu stofu, þá kallar útlending-
urinn — sem kominn er hand-
an yfir höfin — fram svipi
horfinna gesta og hinna tveggja
flæmsku sjómanna, sem lentu
hjer, á þessari fjarlægu vetrar-
nóttu, eftir barnslega, þráláta
leit að jólatrje.
ölfusárbrú (ísland), júlí 1933.
José Gers.