Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Síða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
417
Friður á jörðu
Saga eftir Sefmu Lagerlöf.
Þýtt hefir síra Sigurjón Guðjónsson.
Þetta er ein af smásögum þeim, sem birtust í seinustu bók
ssensku skáldkonunnar frægu, Selma Lagerlöf. Bókin heitir
„Hö8t“ og kom út í fyrra. — Önnur smásaga úr þessari bók,
„Skuldin í sandinum", birtist í Lesbók Morgunblaðsins 15. júlí
í sumar.
mi AÐ bar margt skrítið við
í gamla daga. Heimilis-
fólkið er alt saman komið á
aðfangadagskvöld. Gegningun-
um er lokið. Fólkið er búið að
baða sig, hafa fataskifti og strá
hálmi á gólfið. Tvö tólgarkerti
loga á borðinu og við endann
á því situr húsbóndinn og les
hátt í biblíunni.
Hann les um hirðana og
englana, er boðuðu frið á jörðu.
Þá opnast dyrnar lítið eitt,
og inn kemur vera. Hún lætur
hurðina aftur og skýtur slánni
fyrir.
Húsbóndinn, sem les hátt,
tekur eftir því, að einhver er
kominn inn, en hættir þó ekki
að lesa. En gift dóttir hans,
sem situr við hliðina á honum,
leggur höndina á handlegg
hans. — Pabbi — hvíslar hún
— pabbi sjáðu! Það er svo
mikil hræðsla í rómnum, að
hann hættir að lesa, tekur af
sjer gleraugun og lítur til dyra.
Þetta er nokkuð stórt hús,
eins og víða norður í landi, þar
sem nóg er af timbrinu, og
stofan er grá. Fólkið, sem býr