Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1934, Qupperneq 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 421 Á seinni árum, eða síðan stríðinu lauk, hefir fjöldi Gyðinga flust til Palestínu. Hefir verið straumur þangað frá öllum lönd- um. En þessir heimkomnu synir eru miður velkomnir. Einkum hafa verið settar ramari skorður við innflutningi þeirra, síðan Gyðingar voru flæmdir frá Þýskalandi tugum þúsunda saman. — Hjer á myndinni sjest lögregluþjónn í Jerúsalem vera að rannsaka einn innflytjandann. og opnar þær. Úti heyrir hún flöktið nokkru greinilegar, og þegar hún teygir út hendina, falla kaldar og votar flyksur á hana. Það snjóar. Og einmitt í kvöld. Og þegar byrjað er að snjóa, má búast við að því haldi áfram, þangað til hálfur bærinn fer í kaf. Magnhildur stendur grafkyr og hugsi. — Er þetta svar til mín?, spyr hún. Það er fallinn nógu mikill snjór til þess, að erturnar og grjónin, sem Urður stráði á leiðinni, sjást ekki framar og Urður getur ekki vísað þeim veginn. Þó að hún hrestist og fengi meira vit, gat hún eiðs síns vegna ekki sagt meira en hún hafði þegar sagt í dag. Það leit út fyrir, að ræningj- arnir mundu sleppa. Það var ekki um neina ferð að tala dag- inn eftir til ræningjabælisins. Magnhildur beit á vör og hlustaði á snjóflyksurnar falla. Ekkert er eins hljótt og sef- andi, ekkert sem kyrrir skapið betur. Það er flökt hinna minstu vængja. Friðarkveðja frá himm jólanna. Hún gengur inn í stofuna og lokar hurðinni hægt á eftir sjer. Svo tekur hún biblíuna ofan af hyllunni og blaðar dá- lítið í henni. — Ekki svo mikið sem þetta vildir þú leyfa, segir hún. — Ekki einu sinni þetta. — Kristindómurinn í Rússlandi. Ríkisforlagið rússneska hef- ir nýlega gefið út bók, er nefn- ist: „Baráttan gegn trúarbrögð- unum samkvæmt fimm ára á- ætluninni," og er þar sagt frá árangrinum af guðleysis-barátt- unni. Ekki þykir hún hafa bor- ið þann ávöxt, sem til var ætl- ast. Frá því er sagt, að hjá fólkinu á sameignarbúunum, sem er alt í orði kveðnu kom- múnistar, verði vart sterkrar trúhneigðar, meira en 90% af því hafi guðræknis-myndir á heimilum sínum og við þær myndir fari stöðugt fram bæn- argerðir. Höf. kannast við það, að enn hafi ekki tekist að útrýma guðs- trúnni úr rússnesku þjóðarsál- inni. Meðal annars er svo kom- ist að orði í bókinni: „íhalds- starfsemin hjá kirkjulýðnum er stöðugt að færast í vöxt, alls staðar sjer þess vott, að til- raunir til þess að hindra sósí- alistiska uppbyggingarstarfið hepnist, trúarbrögðin vinna á, en vantrúar-starfseminni hrak- ar að sama skapi.“ Slíkur vitnisburður frá kunn- ugum kommúnista er eftirtekt- arverður. Hann staðfestir þá sannreynd, að trúnni á Guð og kærleikanum til kirkjunnar verður ekki útrýmt með of- beldi. En ytri kjör safnaðanna eru ekki glæsileg. Þar sjást nú ekki prestar í skrautlegum skrúða, heldur klæðast þeir Ijerefti, vinna og svelta, eins og aðrir. Og guðsþjónumar eru með öðr- um blæ en áður var; söfnuð- irnir kjósa sjer forstöðumenn, sem fara með bænimar, lesa úr ritningunni og taka til alt- aris. Trúaða fólkið heldur hóp- inn í smásöfnuðunum í ein- drægni, eins og var í fyrstu kristnu söfnuðunum. Það bið- ur, bíður og vonar. — Kirkja Rússlands er ekki úr sögunni. (Heimild fyrir þessu er blað danska prestafjelagsins, 12. okt. 1934).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.