Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Síða 1
52. tölublað. Sunnudaginn 30. desember 1934- IX. árg. ________________________________________________________________________ f »afold»rpF*i»*«BH9J» f f. Ofbeldi Júgóslafa og hörmungar ungversku útlaganna. Flokkur af Ungverjum, sem vísað hefir verið úr landi í Jugo- slafíu, bíður eftir því í Budapest að fá einhversstaðar inni. Budapest, 9. des. Það þyrfti annan eins mann og Dante til þess að lýsa hörm- ungum þeim, sem nú gerast á landamærum Júgóslafíu og Ungverjalands. Hver á eftir öðrum, eins og gráar bylgjur, sem hníga að strönd, koma hópar ógæfu- samra Ungverja til landamær- anna, fólk, sem stjórnin i Júgó- slafíu hefir rekið úr landi. I hundraðaflokkum, þúsunda- flokkum, stöðugt fleiri og fleiri, koma þeir, og enginn veit hve- nær linnir þessum sorglegu flutn ngum. Margir af útlögun- um eru ekki famir að gera sjer grein fyrir því hvað er að ger- ast, svo undrandi urðu þeir út af hinum snöggu umskiftum. Þeir voru reknir á fætur um miðja nótt, grimmir hermenn drógu þá fram úr rúmum sínum og ráku þá umsvifalaust til landamæranna. Þeim var ekki leyft að kveðja ættingja sína, og ekki var þeim leyft að hafa neitt meðferðis af eigum sínum, nje það, sem þeim þótti vænst um. — Fólk, sem fætt er í þeim hluta Júgóslafíu, sem tekinn var af Ungverjum með friðarsamning- unum, og menn, sem sótt höfðu um borgararjett þar, voru jafn- vel reknir úr landi. Þetta er að- allega fátækt fólk, iðnaðar- menn, listamenn eða bændur, sem ekki hafa minstu hugmynd um hvar á upptök sín sú hat- ursalda, sem nú hefir skollið yfir heimili þe'rra. Á meðal hinna „hættulegu íbúa“, sem reknir voru úr landi í Júgóslafíu (og stjórnin segir að gert sje til þess að tryggja öryggi ríkisins), eru skólabörn og ungbörn. Mörg þeirra hafa verið tekin með valdi frá for- eldrum sínum og rekin til vandalausra. Þar eru einnig margar veikar konur og ósjálf- bjarga gamalmenni, þar á með- al blindur maður á níræðisaldri. Þessi raunamæddi sægur, sem ber á herðum sjer alt böl mann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.