Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1934, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 427 fiagnir af Yatnsnesi ^ ^ Eftír Theodór Arnbjörnsson frá Ósí Niðurl. Hlíðarsystkin. Af börnum Bjarna frá Katadal, síðast í Hlíð, komust sex íir æsku. Fjögur þeirra fluttust vestur um haf. Voru þau oft nefnd Hlíðar- systkin, og skal nú víkja nokkuð að hverju þeirra. Sigurbjörg Bjarnadóttir er fædd að Tungu á Vatnsnesi 14. jan. 1844. Dvaldist hún í föðurhúsum til 1864. Eftir það var hún í vist á nokkrum stöðum þar til hún fluttist vestur með föður sínum. Þar giftist hún og átti eitt barn, sem dó á undan henni, og er ætt- stuðull hennar aldauða. — Sigur- björg var fríð stúlka, prýðilega greind og fíngerð. Varð hún ekki gömul. — Bera nokkur kvæði Sig- urðar bróður hennar þess ljósan vott að hann unni þessari systur sinni mjög. Elínborg Bjarnadóttir er fædd 30. jan. 1848. Árið 1873 giftist hún Jóni Bjarnasvni frá Múla á Vatnsnesi, og fluttust þau vestur um haf 1883. Námu þau land í svonefndri Sandhæðabygð í N.- Dakota, og bjuggu þar til dauða dags. Um heimili þeirra Jóns og Elinborgar segir Thorstína Jack- son meðal annars, í Sögu Islend- inga í N.-Dakota: „Heimili þeirra lijóna var sönn fyrirmynd að iðjusemi, guðrækni, góðgerðasemi og góðum siðum. Jón var maður fáskiftinn og sló sjer lítið út frá heimilinu. Elín- borg var aftur á móti fjelagslynd ari ,og starfaði hún mikið utan heimilis. Unglingum, sem ólust upp í hennar nágrenni, mun lengi verða í minni hennar trúa og dygga sunnudagaskólastarf. — Einnig lagði hún sig eftir læknis- fræði. Las hún mikið af bókum þess efnis, og fekk tilsögn hjá Einari lækni Jónassyni. Fyrst var hugmynd hennar að nota þekk- ingu sína aðeins við heimiUð, en skortur á læknishjálp og hjúkrun, á frumbýlisárunum, knúðu hana til að starfa mikið meðal sjúkra fjær og nær heimili sínu, og lagði hún á sig miklar vökur og ferðalög. — Elínborg var mesta afkastakona hvað handiðn snerti, sjerstaklega prjónles. — Trauðla hefði hún getað unnið annað eins starf út í frá, hefði ekki maður hennar ver- ið henni svo framúrskarandi vel samtaka. Hann lagði alt sitt fram fyrir heimilið. Var hann fáorður, seintekinn en vinfastur. Bæði höfðu þau hjón skýrar gáfur, voru föst og ákveðin í skoðunum, en höfðu þó til mikið af umburðar- lyndi. Þau voru vel hagmælt og höfðu gaman af að kasta fram tækifærisvísum“. Samson Bjarnason er fæddur 6. nóv. 1849 að Tungu á Vatnsnesi. Ólst hann upp með föður sínum, og fluttist með honum vestur um liaf 1874. Laustið 1875 kvæntist hann Önnu Jónsdóttur frá Skarði á Vatnsnesi, en misti hana eftir mjög skamma sambúð. Eitt barn áttu þau, og dó það ungt. Árið 1878 kvæntist Samson í annað sinn, Önnu Jónsdóttur frá Syðra- Vatni í Skagafirði. Eignuðust þau sex börn og lifa þrjú þeirra enn. Um Samson farast Thorstínu Jaekson svo orð í áðurnefndri bók: .. „Samson var ötull og framtaks- samur í landnámsstríðinu. Hann eignaðist bjárkarbát fyrir milli- göngu síra Páls Þorlákssonar, og flutti Samson fólk og vörur milli Gimli og Winnipeg. Dálitla versl- un byrjaði hann á Gimli. Þegar út- flutningarnir hófust til Dakota, flutti Samson fjölda af fólki á bát sínum frá Nýja-lslandi til Winni- Peg. Til Dakota flutti Samson bú- ferlum 1879, og nam land austar- lega í Sandhæðabygð. Sýndi hann sömu búhygnina og framtakssem- ina þar eins og áður í Nýja-ls- landi. I bygðarmálum hefir Sam- son ávalt tekið drjúgan þátt, Var hann 20 ár í skólanefnd og 30 ár oddviti bygðar sinnar. Heimili þeirra hjóna hefir ávalt verið þekt fyrir gestrisni við alla þá, sem að garði hefir borið“. Eftir að Samson kom vestur, hafði hann lengi brjefaskifti við Jakob bróður sinn, á Ulugastöð- um. Var gaman að mörgum þeirra, því Samson var greindur og hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum. I einu þeirra segir Sam- son frá, að þar hafi verið á fyr- irlestraferð Norðmaðurinn Björn- stjerne Björnson. Lofar hann Björnson ákaflega fyrir mælsku, . skörungsskap og víðsýni, en eink um dáist liann mjög að framkomu hans allri og útliti. Þó var eitt í fari Björnsons, sem hann gat ekki sætt, sig við: Björnson trúði ekki á sama hátt og Samson á annað líf, — trúði varla á það. Því seg- ir Samson, að lyktum, að hann haldi að Björnson sje meistara- stykki Djöfulsins, sem Anti-krist- ur, til að taka guðstrúna frá fólk- inu ,en án hennar geti það ekki lifað. Hún hefði gefið því kraft- inn til að komast yfir landnáms- prðugleikana, og hún yrði að vísa því veginn fram til fullrar sið- menningar í svo hálfnumdu landi. Mjög eggjaði Samson Jakob bróður sinn að flytjast vestur. Þar væri nægilegt alnbogarými fyrir dugandi menn, þar væru möguleik- ar til að komast í álnir, en hjer væri engin framtíðarvon, aðeins liarðindi, framtaksleysi. og skort- ur. Jaltob svaraði þessu svo. að hjer væru nógir möguleikar dug- andi mönnum, hjer vantaði ekk ert nema framsýna menn og fram- takssama og hann tryði ekki öðru en að þeir sem vestur fóru hefðu einnig komist vel af hjer heima, ef þeir hefðu lagt eins mikið á sig hjer eins og landnámið krafð ist af þeim þar. Því taldi hann þeim Islendingum fara lítilmannlega, sem rynnu hjer af hólmi, þó nokkur ár kæmu erfið, í stað þess að vinna að því að íslendingar gætu gengið inóti batnandi tímura á Is- landi. Sýndist þeim bræðrum svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.