Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 4
LEftBÓK MOftGUNBLAÐSINS Svarti dauði. (1342-1366). Enn á dögum fer ósjálfrátt lirollur um Vesturlandaþjóðir, er þær heyra þess getið( að Svarti dauði sje að þokast frá Tndlandi eða Kína. vestur ;'i bóginn til Suður-Rússlands eða Balkanskaga. Svo er endurmhmingin um þessa ægilegu drepsótt enn í fersku minni frá því er hún barst. til Xorðurálfunnar um miðja 14. öld- Það segja fróðir menn. að þessi drepsótt hafi átt upptök sín í Mið-Asíu árið 1342 og jafnve\ verið þangað koniin frá Kina eða Tndlandi. Frá Mið-Asíu ætla menn. að hún hafi borist eftir verslunarleiðum. t. d. yfir Bokhari til Svartahafs- landanna Og þaðan til Miklagarðs ^Konstantínópel). sem þá var austasta stórborgin í Norðurálf- nnni. Það þykir nú vera full sannað. að fyrst hafi drepsótt þessari slegið niður fram með Donfljótinu á Suður-Rússlandi. þaðan hafi hún rreisað yfir Pontus-hjeraðið fyrir sunnan Svartahafið. Þaðan harst hún vfir á Balkanskagann. til Þrakiu. Makedoníu? Grikklands Og Grikklandsey.ia. Síðan harst hún til Sýrlands. Júdeu, Libýu. E- cyptalands og með endilangri suð- urströnd Miðjarðarhafsins. Deili má finna til þess. að drep- sóttin hafi farið hraðar?. yfir með skipum en eftir landleiðum. Arið 1348 slær henni niður í Miðjarðarhafslöndunum hjer í álfu. Og á næsta ári um miðbik álfunnar og á Norðurlöndum og á Englandi. Árið 1350 geisar hún með snðurströnd og austurströnd Eystrasaltsins — á Gotlandi 0« Kúrlandi; næsta ár dynur hún yf- ir Rússland. nema Svartahafslönd- in- Þangað barst hún fyrst, eins og fyr er sagt, opr landsfjell fyrir benni fólkið. sem pfras í múga. Sannað befir verið með rann- sóknum að drepsótt þessi hafi gengið 4—6 mánuði á hverjum stað þar sem bún gekk að vetrar- lagi eins og í Týrol, á Englandi og í Xoregi. Þá lagðist hún helst á lunpru manna (lungnadrep) • en á vorr og sumri var tíðara að sog- eitlar bólgnuðu og upp hlypu kýli, einkum í nárum, kýlapest iBubon). N Annars er sagt að hún hafi stungið sjer niður hjer eða þar, þegar minst varði, ýmist á nýjum slóðum eða þar sem hún liafði farið um. svo að með sönnu má se<rja5 að á árununi 1348—1366 bafi hún mátt landlæg heita í álfu vorri. Margir eru taldir fyrirboðar þessarar voða drepsóttar. sam- kvæmt bjátrú þeirra tíma. svo sem: balastjörnur. laudskjálftar, óvanalega mikil gengd af frosk- um. eðlum. höggormum og öðr- um slíkum plágum. Stundum er í frásöprur fært, að fár mikið kæmi í mýs og' rottur; bendir það til þess. sem nú er fullsannað, að kvikindi þessi bera í sjer sótt- kveik.iur hverskonar farsóttir. sem pranpra. Það er sannmæli, að svarti dauði fór yfir löndin. eins opr logri yfir akur. í Neapel á ftalíu fellu 60.000 manna fyrir henni. 100.000 í Fen- eyjum. 7000 í Raprúsa. 5.600 í Vín- arborpr. 80.000 í borprinni Siena af 100.000. 57.000 i Marseille, 50.000 í París; mælt er að hún hafi skilið eftir einar 14.000 manna lifandi í Lundúnum. Alls er talið. að fallið hafi 25 miljónir manna hjer í álfu af völdum þess- arar drepsóttar. Þetta er nú það. sem menn vita sannast um feril svarta dauðans á þessum árum. fslenskir annálahöfnndar rekja feril hans á sinn hátt á árunum 1340—1350, opr fer sú frásögn sumstaðar allnærri því. sem nú liefir saprt verið. Ein frásöprnin er á þessa leið : f þenna tíma (13491) kom drep- sótt svo mikil opr mannfall um alla Norðurálfuna. að aldrei kom slík fyrri. síðan lönd byprðust; eydd- ust bæði horprir opr bæir^ kastalar opr kauptún svo skjótt. að nær enprinn fekk ráðstafað húsi sínu. Fyrst kom veikin upp í Babi- lone á Serklandi í Afríku. Þaðan barst hún til Jórsala og Jórsala- lands og eyddi nálega borprina (Jórsali). Þaðan barst hún norð- ur um Jórsalahaf' (Miðjarðarhaf) opr um alla Italíu og páfagarð (sem þá var í Avignon á Frakk- landi) og þaðan norðan eftir lönd- um. og' eyddi nálega alla ítalíu. Klemens hinn VT. var þá páfi (1342—1352). Hann vígði ána Rodanuni (Rhone?) ; var í liana varpað dauðum niönnum, þeim er eigi urðn jarðsettir; gaf páfi það af guðs hálfu, að áin skyldi vera kirkjugarður þeirra, því að eigi varð fólkið jarðað fyrir fjölda -,akir. vegna mannfæðarinnar og sóttarinnar. Síðan fór drepsóttin um Frakkland, og um Saxland og' svi til Englands og eyddi það ]r nd nálega alt, svo að eigi lifðu efíiv, nema einar 14.000 manna í Lunfh'uium. — — — Hvaðan atmálahöfundarnir hafa haft ÍYásögn sína, er nú óvíst. En suðin gimgur til heilagra stað-; voru ekki ótíðar í þá daga, jafn- vel alla leið til Jórsala. Höfðing- iuu Björn Einarsson Jórsalafarl va* víðförlastur þeirra allra og' ritaði bók um utanfarir sínar. F!ú bó!c er að vísu týnd nú; en senni- lega hafa annálaritararnir getað haft hana með höndum og þar sem svarti dauði var hvarvetna í fersku minni. á þeim árum, sem Björn var á ferðum sínum (um ofanverða 14. öldina), þá er lík- legt, að hann hafi ritað eitthvað af því sem hann heyrði um þann stórfenglega viðburð, sem þá var fvrir skemstu um garð genginn. Síra Einar Haflfðason fór oir snður í páfagarð og' var eitt ár með Klemens páfa VT. i Avignon. Hann gat því haft allgreinilegar fregnir af þessum viðburðum. —¦ Hann ritaði „Lögmannsannál". Þaðan mun það stafa, að Klem- ens páfa er það eignað í annálun- um, að hann hafi Ijett þessari voða drepsótt af þjóðunum. Er þar svo sagt. að páfi hafi lesið fimm sinnnm saman messu á lat- ínu á móti drepsóttinni og veitt }>ar með fyrirgefningu öllum rji-tttrúuðum (kaþólskum) mönn- T,in. Átti að standa á knjám me" Ijósi, meðan messan væri flutt. Jafnframt diktaði páfi bæn á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.