Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐAINS íslenskt karlmenni. Þesai saga er tekin eftir brjefi frá manni búsettum í Kanada. BrjefiO er skrifað til ritstjóra „H'csf Magazin" í ágúst 1932. Söguhetjan er Kristján Andrjes- son Fjeldsted frá Hvítárvöllum í Borgarfirði. Um hann og bar- daga hans við glæpamenn, er önnur saga í Lesbók 16. mars 1930. Einhver frægasta löprefrlusveit heimsins er sú, sem almennt geng- ur unclir nafninu „hin ríðandi uorð-vestur lö«rregla" (The North- West Mounted Polieemen). Aðal- starf liennar fer fram á norð- vestur ísauðnum Kanada. Hefir þá oft einn lögreglumaður þar eins stórt umdærni og margar sýslur hjer á landi. Þar verður hann að vera alt í öllu: Læknir, hjúkrun- armaður, sáttaseinjari, lögfræð ingur, lögreglumaður o. s. frv. Þegar lögbrot eru frainin í um- dæmi hans, verður hann að hand sama lögbrjótinn og koma með hann á einhverja lögreglustöðina lifandi eða dauðan. Þó nokkrir íslendingar hafa verið í þessari frægu lögreglu- sveit og hafa þar getið sjer hið hesta orð. Fyrir nokkrum árum hætti einn þessara íslendinga störfum fyrir aldurs sakir. Var hann þá orðinn þar háttstandandi yfirmaður (in- spektör) og fær hann nú löginæt eftirlaun. Að hann hafi ekki verið neinn skussi eða aumingi sjest best á eftirfarandi sögu frá æsku- árum hans. LTngur kom hann lieiman frá ís- landi til Kanada og það einasta sem liann átti til var afl og hreysti. kjarkur og óbilandi vilja- þrek — og svo nafn, sem enginn enskumælandi maður gat borið tram. Þegar hann í fyrstu sótti um stöðu við lögreglusveftina, leit for- inginn á nafn hans, stundi þung- lega, hugsaði sig síðan vel um og sagði: ..Þetta nafn ræð jeg ekki við, og því mun jeg hjer eft- ir nefna þig Andérson“. Og Ander son hefir hann heitið síðan. Eftir að hafa tekið gott próf Kristján A. Fjeldsted. var houum fljótlega veitt lögreglu jijónsstaða. Hlaut hann umdæu.i lengst norður í auðnum Kanads. Þar norður frá og víðar hefir síð- an nafn hans verið á allra vórum, svo oft hefir liann sýnt óbdandi kjark. dugnað og hreysti í stöðu sinni. Nú var það eltt sinn að veiði- maður nokkur myrti fjelaga sinn og flýði síðan gangandi norður í ísiun og auðnirnar. Þetta var um vetur og frosthörkur ógurlegar. Anderson fekk skipun frá aðal- stöðinni um að elta morðingjann — og því fylgdi auðvitað að koina með hann til baka aftur lifandi eða dauðan. Leggur nú Anderson af stað norður og flýtir sjer sem mest hann má. Gengur svo dag eftir dag, og er Anderson, þó hraustur sje, tekinn nokkuð að lýjast í bar- daganum við ís, storma og snjó- þyngsli- En þungt var að ganga á þrúgunum. Eftir langan eltinga- leik kemur hann loks þar að, sem morðinginn liggur dauður við snjóslóðann, Hafði hann frosið í hel vegna frostliörkunnar og hungurs. Var nú úr vöndu að ráða. Anderson orðinn þreyttur mjög og nærri matarlaus, en óralangur veg ur til stöðvarinnar. En Anderson vill þó ekki gefast upp að ó- reyndu. Kastar hann nú líki morð- ingjans á bak sjer og heldur heim á leið .Var honum nú heldur þyngra um ganginn á þrúgunum, en sömu snjóþyngslin, frostið og kuldinn. Þannig þrammar Ander- son dag eftir dag með líkið á hakinu og matarlítill. Loks kemur að })ví að matarpoki lians er tóm- ur. svo nú er hann matarlaus ofan á alt annað. Víkur nú sögunni til aðalstöðv- arinnar. Þangað kemst Anderson að lokum nærri að þrotum kom- inn, og hefir nú ekkert meðferð is nema matarpokann. Gengur liann fyrir yfirmann sinn, sem er nú byrstur og ávarpar Anderson heldur kuldalega: „Þjer áttuð að sækja morðingja, Anderson. Vitið þjer ekki að það er ófrávíkjanleg regla vor að koma með þann, sem handsama skal, dauðan eða lifandi? „Jú, lierra“, svarar Anderson. „Gott og vel, livar er þá fangi vðar ?“ „Hjer“, segir Anderson, „og jeg held að þjer getið fullvissað yð- ur um að jeg er með rjetta manninn". Tekur hanu síðan mat- arpokann, livolfir úr honum á gólfið og valt þá haus morðingj- ans að fótum foringjans. Anderson hafði þar með fram- kvæmt skylduverk sitt eftir bestu getu. Enda var hann hækkaður í tigninni fyrir vikið. Er það ekki eins og maður sjái einhvern harðvítugan fornkappa okkar Islendinga stíga fram gegn- um aldirnar í líki Anderson? Eða haldið þið ekki að t- d. Agli eða Gretti hefði líkað vel tiltækið? K. Þ. ....— — Væri jeg í þínum sporum þá skyldi jeg ekki vera eina stund með honum Kalla. Hann hlær beint upp í opið geðið á manni um leið og maður snýr við honum bak inu>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.