Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 5
LBSBÓE MORGUNBLAÐSINS 5 latínu. sem lesa skyldi í sama til- gangi. En hví bai’st þessi drepsótt ekki út til íslands þá þegar? Því muti hafa valdið. að samgöngur tept- ust við Noreg- Þorlákssúðin, skip Skdlholtskirkju, kom austur til Björgvinjar, er svarti dauði var þar kominn (1349); dóu þeir alltr úr drepsóttinni,- er á skipinu voru svo að það mátti ekki ganga út tiL fslands á því ári. Á þessu sama ári (1349), var Gyrður ívarsson ábóti að Jónskirkju í Björgvin vígður til biskups í Skálholti eft- ir Jón biskup Sigurðsson, hinn þriðja með því nafni (1342— 1348); en hann komst ekki iit hingað fvr en 1351, er plágan var um garð gengin í Noregi. Var Gvrður .biskup vígður af Salomon biskupi í Osló, eina biskupinum í Noregi; sem lifði af svarta dauða. Árið 1350 er beinlínis sagt,. að ekkert kaupskip hafi komið af Noregi til fslands, sökum plág- unnar. Til Danmerkur er sagt að svarti dauði hafi borist 1349. og að öll- um líkindum með norsku skipi, sem barst þar mannlaust að landi frá Englandi. Allir voru skipverj- ar dánir úr sóttinni. Talið er að helmingur landsfólksins í Dan- mörku hafi fallið. Til Noregs barst drepsóttin samtímis, með skipi frá Englandi og geisaði þar til 1350. f íslenskum annáhim segir svo frá : f þann tíma (1348) sigldi kuggbr einn frá Englandi til Nor- egs og var á margt fólk, og lagði inn í Björgvnjarvog; var sá lítt ruddur; síðan andaðist alt fólk af skipinu; en þegar gósið kom upp í bæinn af skipinu, þá dó þegar bæjarfólkið. Fór þá sóttin um allan Noreg og' eyddi svo, að ekki lifði eftir einn þrið.iungur fólksins í landinu. Sjö kirkjusókn ir á Agðanesi (Ogðum?) eyddust á lítilli stundu. Sendi Stafangurs biskup þangað marga presta og djákna og sveina sína og dóu þeir allir voveiflegum dauða. Gekk svo ótt mannfallið í Björgvin, að 80 líka koinu til einnar kirkju á einum degi og þar af voru 14 prestar og 6 djáknar. Enski kuggurinn ,sá er flutti drepsóttina, sökk með nærri öllu gósinu og dauðri skipshöfninni og var aldrei ruddur (affermdur). Mörg önnur skip og bússur sukku með farmi og rak mannlaust víðs vegar. Þessi sama sótt gekk yfir Hjalt- land, Orkneyjar, Suðureyjar og' Færeyjar. Klerkar dóu svo margir af því, að þeir voru sálnahirðar og læknar fólksins. Varð svo mikil ekla á prestum, að skipa varð 18 ára gamla sveina til presta. llla þóttu páfa heimtast gjöldin til páfastólsins í Noregi eftir þenna rnikla manndauða. Svona munu þeir Gyrður biskup og ívar Hólmur hirðstjóri hafa sagt frá, er þeir komu út hingað 1351. — Framh. Dásvefn dýranna Einkennilegur er vetrarsvefn margra dýra. Það er ekki venju- legur svefn. Vísindamenn fullyrða að það sje nokkurskonar dásvefn, sem líkist meir dauða en venju- legum svefni. Meðan á þéssum svefni stendur neyta dýrin einkis. Þau lifá á þeirri fitu, sem þau hafa safnað um sumarið. Fitan er þeim einnig i örn mót kulda. Það er naumast itnt að greina, að þau dragi and- ann, eða að lijartað bærist. Oft cru ekki nein sjáanleg lífsmerki með þeim. En í þessu dái megrast þau mjög. T. d. ljettist leðurblak- an um 1/5. Dýrin búa sig venjulega mjög rækilega undir dásvefn sinn. Skóg arbjörninn leitar sjer uppi fylgsni undir viðarrótum og gerir sjer þar bæli úr grenibarri, mosa og lyngi. Þangað hverfur hann svo þegar kuldinn fer að sverfa að. Hann liggur þó ekki í einum dvala allan veturinn. Þegar þýðviðri og hlý indi koma vaknar hann gjarna og fer þá stundum á kreik. — Isbirnan fer í híði um tíma að vetrinum, en björninn ekki. 1 þessu híði, sem birnan grefur sjer í hjarnfönn, elur hún húna sína. ’Greifinginn legst í dá í hoiu, sem hann grefur sjer sjálfur. Á hausfin safnar hann talsverðum listaforða og flytur þangað. Það eru venjulega allskonar smádýr, ávextir, egg, fuglar o. s. frv. Á þessu lifir hann svo þangað til kuldinn kemur. Þá legst hann þar í nokkurskonar hreiður, sem hann hefir gert sjer úr mosa, laufi og blöðkum og fellur í dvala, en ’aknar þó jafnan þegar hlýnar í veðri. Broddgölturinn liggur í vetrar- dái. Þá skilja makarnir og eru sinn á hvorum stað. Þeir gera sjer hlýtt og notalegt híði í holum. Er gaman að sjá þegar þeir eru að flvtja efnið í ]iað- Þeir fara þannig að því að þeir velta sjer í laufi, grasi og mosa, sem festist í broddunum. Og eins og • lifandi mosahrúga lilaupa þeir svo niður í híðið og tína þar alt af sjer. Og þarna hafa þeir búið sjer til l.lýja sæng áður en veturinn kem- ur. Leðurblakan liggur. eða rjettara sagt hangir í vetrardái í 4—6 mánuði. 1 holum, sprungum, bygg- ingarústum og víðar, hanga þær á afturfótunum og leggja að sjer vængina.. Meðan á dáinu stendur er ekkert lífsmark með þeim. — Vísindamaður mældi einu sinni líkamshita leðurblöku, sem var í dái. Hann revndist 1 stig á Re- iimur. íkorninn legst í dá með köfluin á veturna. Þegar mjög kalt er ilýr liann inn í híðið, sem hann hefir búið sjer til og er kúlulag- að. Þar er hlýtt, og þarna liggur hann í dái þangað fil aftur hlýnar í veðri. Þá fer hann á kreik og hendist á milli þeirra staða, þar sem hann hefir geymt vetrar- forða sinn. Dásvefn murmeldýrsins er þó líkastur dauða, og í honum liggur dýrið samfleytt í 10 mánuði. Það á heima í Ölpunum. Tvo sumar- mánuðina lifir það í allsnægtum. en þegar kólnar, leitar það til liíðisins. Þetta híði er gert af mörgum dýrum í fjelagi og líkist mest bakaraofni. 1 einu slíku híði eru stundum 12 dýr. Þar hafa þau gert sjer hlýa sæng iir stráum. Og áður en þau leggjast í dá hlaða jrau mold, smást.einum og grasi upp í dyrnar, svo að ekki er nema örlítið gat á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.