Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1935, Side 4
108 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lt ................................ | Foringi minnist foringja. | Jón Þorláksson cu3 halda ræðu í kirkjugarðinum í ! Reykjavík á af mælisdegi Jóns Sigurðssonar 17. júní 193J. I Hann mælti þá meðal annars þessi orð, sem lýsa hugs- \ unarhætti hans svo vel: | Mikilmenska Jóns Sigurðssonar lýsir sjer að mínum \ dómi fyrst og fremst í fjölhæfi hans. Hann var frömuður, I forystumaður og lærimeistari þjóðar sinnar, svo að segja \ á öllum sviðum, einkanlega í allri verklegri menningu. \ Um verslun, iðnað, landbúnað og fiskveiðar, liggja eftir \ hann leiðbeinandi og hvetjandi ritgerðir og forysta hans I í framfaraviðleitni þjóðarinnar var svo vakandi og ó- í þreytandi á öllum þessu-m sviðum, þrátt fyrir nokkuð erf- \ iða aðstöðu hans, vegna búsetu erlendis, að einmitt þetta i fjölhæfi markar honum þá einstöku sjerstöðu sem hann \ nú nýtur aJð verðleikum. Hann var forystu- og forvígis- Í maður þjóðarinnar um sína daga á öllum sviðum. Mannvirki þessarar litlu þjóðar verða ávalt smá, fá- I tækleg samanborið við afrek stórþjóðanna. En fólkið í | landinu á það undir sjálfu sjer, hvort það stenst saman- 1 burð við fólk annara landa. Hver og einn Islendingur | getur daglega heiðrað minningu hins mikla foringja og i hugsjónamanns, Jóns Sigurðssonar, með því að gera þær | kröfur til sjálfs sín, að uppfylla hugsjónir hans um þjóð I sína. Heitum á okkur sjálf og hvern góðan íslending að § | uppfylla hugsjónir foringjans, sem við erum að heiðra, \ með drengilegum hugsunarhætti og prúðmannlegri fram- | komu, hver á sínu sviði. Mlllll........I.Illlllllll...Illlllllllllll...I.iiiiiii...... las presturinn, Jón Þorláksson, — því hann kom altaf á missudög- um — í Yídalínspostillu, yfir heim ilisfólkinu og þeim er komií? höfðu. Venjulega var lesin Pjeturs- postilla. En eftir að Prjedikanir síra Páls Sigurðssonar frá Gaul- verjabæ komu út, las Þorlákur ætíð í þeim. Hafði hann miklar mætur á þeirri bók. Þégar jeg kom að Hólum, voru þau systkinin, börn þeirra hjóna, komin í skóla, Jón í Latínuskól- ann, Björg á Kvennaskólann á Ytri-Ey, Magnús í Flensborgar- skólann og síðar á búnaðarskóla í Noregi. Sigurbjörg var lengst af hjá þeim föðurbræðram sínum, síra Jóni á Tjörn og Birni í Mun- aðarnesi. Lærði hún yfirsetu- kvennafræði og fór þar á eftir á kennaraskóla. Öll voru þau syst- kin stórvel gefin, höfðu og fengið fyrirmvndar uppeldi, lijá sínum ágætu foreldrum. Ekki var þeim hlíft við vinnu, gengu þau td allra verka, eins og hjónin ng hlífðu sjer hvergi. Yar Magnús fyrir vinnu á engjum og utanhússstjórn allri, þá faðir hans var fjarverandi. Ljetu allir sjer það vel líka. Enda var hann snemma stjórnsamur, sem foreldr- ar hans. Eftir að Jón fór í skóla, v&r hann ekki heima nema þrjá mán- uði að sumrinu og tæplega það. Kom hann venjulega heim rjett fyrir slátt, en fór aftur suður í septembermánuði. Yar ætíð gleði dagur þegar hann kom heim. Var hann hvers manns hugljúfi — eins og öll þau systkini — og auga steinn móður sinnar, og henni lík- ur að skapgerð: dulur, fáskiftinn og fáorður, en þó glaður í vina hóp, þegar það átti við. Knár að burðum og fylginn 'sjer, framúr- skarandi iðinn við vinnu og vand- virkur. Var það og fyrsta boðorð föður hans, þegar hann var a'ð kenna okkur að slá: „Um að gera að slá vel, flýtirinn kemur af sjálfu sier, en best að slá bæði ve! og mikið“. En þrátt fyrir mikið erfiði og langan vinnudag, hafði hann tíma til að lesa, og Björgu systur sinni kendi hann þýsku, eðlisfræði og fleiri námsgreinar á sumrin. Var hún fljúgandi gáfuð og sagði Jón oft, að hún stæði sjer framar að námsgáfum. Aldrei miklaðist hann af sínum ágætu námshæfileikum. Vorið 1897 tók Jón stúdents- próf úr Latínuskólanum, sigldi hann þá samsumars til Háskól- ans í Kaupmannahöfn. Björg systir hans fór utan með honum. Tók hún skömmu síðar stúdents- próf í Danmörku, svo vel hafði henni notast af kenslu Jóns bróð- ur síns í önnunum keima. Nú skildu leiðir. Og skömmu síðar flutti jeg í annan landsfjórðung. En aldrei

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.