Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 2
114 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fyrir oss eins og í sœlndraumi. Og þannig getum vjer notið hættunn- ar og erfiðleikanna við ferðalögin, án þess að ieggja neitt á oss. Jeg liugsaði eitthvað á þessa leið þegar það datt fyrst í mig að ferðast til Islands. Eftir öllum upplýsingum að dæma var það óyndislegt land, engir vegir þar, engin gistihús og ofviðri úr öllum áttum. Það var svo sem hvorki frægð nje fje upp úr því að hafa — að ferðast þangað — nema því aðeins að jeg gæti orðið svo heppinn, að ná í geirfugl, því að mjer er sagt, að British Museum hafi heitið 100 Sterlingspundum fyrir hvern geir- fugl, sem það fengi. Þarna var happ í vændum — ekki er því að neita, Það gat svo sem vel veríð að mjer hepnaðist að ná í geirfugl, og fengi þar með allan ferðako.^tn - aðinn greiddan og þar að auki frægð og frarna. Það var nokkuð í áttina til þess að jafnast við þau stórmenni, sem fórnað hafa lífi sínu fyrir það að reyna að ná í Do-do-fuglinn eða fuglinn Rok. En það var sorglegt hve fáar upplýsingar var hægt að fá um það hvernig maður ætti að ná i geirfugl. Jeg komst í rauninni a’h ekki að því hvort hann væri tií, enda þótt tveir Englendingar, sem fóru tU íslands fyrir fáum árum, til þess að ná í þennan dýrmæta fugl, leituðu þar að honum árang- urslaust í sex vikur, hafi síðan skrifað bók til að sanna það, að ekki sje enn vonlaust um að tak- ast megi að finna fuglinn. Að öllu athuguðu hugsaði jeg sem svo, að ekki væri að reiða sig á geirfuglinn. Mjer var því ekki annars úrkosta, ef jeg ætlaði til Islands, heldur en hafa teiknibók- ina mína með mjer, og gera það, sem aðrir höfðu látið ógert: að gera nákvæmar teikningar af fjöll- um, ám, hraunum, goshverum, fólki og fatnaði. Um ekkert er Island jafn fáskrúðugt og myndir. Að minsta kosti gat jeg ekki feng- ið neinar almennilegar myndir þaðan í Kaupmannahöfn. Hinar fáu teikningar, sem þar hafa ver- ið gefnar út, eða birst hafa í ferða sögum enskra og þýskra ferða- manna gefa enga hugmynd mn land og þjóð. Jeg gat hvergi fund ið neitt, er gæti getið injer neinn heuuarsvip at þessu eJdíjalialandi, uje þjóömni, sein það bvggir. Sá jeg því í hendi mjer, að það væri spor í áttina til aukinnar þekk- ingar, ef jeg gæti lagt fram fyrir þær fimm hundruð þúsundir landa minna, sem feröast með mjer í lestri þessarar bókar, sannar myndir af landi og þjóð, eins og það kæmi mjer fyrir augu. AJGLÝST var að gufuskipið „Arcturus" ætti að fara á stað frá Kaupmannahöfn 4# júní á leið td Reykjavíkur, svo að jeg varð að hafa hraðan á að búa mig út tij fararinnar. Jeg hafði ekki ánnað meðferðis en malpoka og í honum nærföt til skiftanna og teikniáhöld mín. Þetta hefði nú sjálísagt verið nóg, ef jeg hefði ekki þurft að gera ráð fyrir rign- ingu og kulda. Mig skorti því heist olíukápu og samfellu. Vinur minn, Södring skipstjóri, mátti ekki heyra á það minst, að jeg færi að kaupa þetta. Hann kvaðst eiga svo mikið af þessu drasli frá sínum fyrri sjóferðum, að hann gæti útbúið 12 menn að minsta kosti. Hann sagði að jeg skyldi bara koma heim með sjer og líta á þetta, og ef ekki væri of mikið lýsi á görmunum, þá væri mjer velkomið að hirða þá alla. Þetta væri gamlir leppar, síðan hann var á hvalveiðaskipi. Og þótt þeir væri löðrandi í lýsi, þá væri það bara betra, þeir væri þá vatnsheldari. Jeg reyndi að malda í móinn, en það var þýðingarlaust — við vorum báðir gamlir hvalvéiða- menn, skipstjórinn og jeg, og þegar tveir hvalveiðamenn hitt- ast, þá er það helvíti hart ef þeir geta ekki komið sjer saman eins og tveir góðir skipsfjelagar í siglingunni á lífsins sjó! Við slíkum röksemdum gat jeg ekki sagt neitt annað en það, að jeg skyldi þiggja fötin, Svo fór- um við heim til skipstjórans. Hann hvarf þar inn í einhverja kompu, en kom þaðan að vörmu spori aftur, klyfjaður, og með honum kom vinnukona hans, klyfjuð líka. Þarna komu þau með sjóhatta, tjargaðar kápur og lambhúshettur, loðna sauðskinus- jakka, samfellur, milliskyrtur, sjó- brækur, klofhá sjóstígvjel og peysur. Ennfremur stórar hankir af tjörguðum snærum, sveðjur í leðurskeiðum (og voru blöðin enu svört eftir hvalspik), sjónauka og áttavita. „Taktu þetta alt“, sagði skip- stjóri, „það er dálítil grútarlykt að þAÚ, en það gerir ekkert til — bara betra þegar inaður fer til ís- lands. Þú venst lyktinni áður en þú kemur til Reykjavíkur, og hún er heilnæm — sjerstaklega heil- næm. Af engu þrífst maður jafn vel“. Jeg fór að vinsa úr — sauð- skinnsjakkann og ýmislegt annað nauðsynlegt. „Hvaða vitleysa er í þjer mað- ur 1“ þrumaði skipstjóri. „Hirtu það alt. Þú munt komast að raun um að þú hefir þörf fyrir það. Og þykist þú ekkert hafa með eitt- hvað að gera, þá hentu því hisp- urslaust fyrir borð, eða gefðu það einhverjum sjómanni“. Á þenna hátt var jeg útbúinn til ferðarinnar. ^^EÍCTURUS er lítið skrúfu- *■ skip. Eigendur þess ■ eru Messrs. Koch and Henderson. Skipið hefir nú verið í ferðum milli Kaupmannahafnar og íslands í sex ár. Danska stjórnin greiðir eigendum ákveðna upphæð á ári fyrir póstflutning, og skipið flyt- ur mikið af fiski og ull frá ís- landi. Það fer sex ferðir á hverju ári og kemur við í Skotlandi í hverri för. Fyrst kom það við í Leith, en nú er Grangesmouth viðkomustaðurinn, því að sú höfn liggur miklu betur við heldur en Leith. Ferðakostnaður með skipinu er mjög í hóf stilt. Fargjaldið er aðeins 45 dalir (um 28 dollarar), fæðiskostnaður 75 cent á dag og lítilsháttar þjórfje handa brytan- um. Ferðin fram og aftur, sem venjulega er 11 daga, kostar því tæplega 40 dollara, Jeg get þessa til leiðbeiningar fyrir þá vini mína, sem kynni að langa til þess að fara í skemtilegt ferðalag með litlum kostnaði. En — eins og jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.